Íslensk vegabréf Bobby Fischer fundust fyrir tilviljun Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. júlí 2023 15:46 Aldís Sigfúsdóttir tók við vegabréfunum fyrir hönd Fischersetursins frá Stefáni Hauki Jóhannssyni, sendiherra Íslands í Tókýó. Utanríkisráðuneytið Stefán Haukur Jóhannsson, sendiherra Íslands í Japan, afhenti Fischersetrinu á Selfossi tvö íslensk vegabréf skáksnillingsins Bobby Fischer sem gefin voru út árið 2005 þegar hann fékk ríkisborgararétt hér á landi. Vegabréfin voru týnd en fundust fyrir tilviljun, eitt í sendiráðinu í Japan og annað á skrifstofu utanríkisráðuneytisins. Utanríkisráðuneytið greinir frá í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Þar kemur fram að annað vegabréfið hafi fundist við tiltekt í sendiráðinu í Tokýó í vor. Umrætt vegabréf var gefið út í febrúar 2005 og notað til að koma Fischer til Íslands þar sem hann fékk síðar íslenskt ríkisfang. Bobby Fischer varð ríkisfangslaus eftir að hann afsalaði sér bandarískum ríkisborgararétti til að forðast lögsókn þar, en Fischer hafði teflt við Boris Spasskí í Júgóslavíu þvert á viðskiptabann Bandaríkjanna. Utanríkisráðuneytið Sendiherra Íslands í Tókýó, Stefáni Hauki Jóhannssyni varð strax hugsað til Fischersetursins á Selfossi en svo vildi til að hann hafði fyrir skemmstu verið að aðstoða setrið við að komast í samband við ekkju Fischer sem er frá Japan og býr þar. Verða safngripir Segir í færslu ráðuneytisins að leitað hafi verið til laga- og stjórnsýsluskrifstofu utanríkisráðuneytisins til að kanna hvort og hvernig hægt væri að láta vegabréf látins einstaklings þriðja aðila, Fischersetrinu, í té. „Í þeirri málaleitan kom á daginn að annað vegabréf hafði nýverið fundist á prótókollskrifstofu ráðuneytisins, almennt vegabréf fyrir íslenska ríkisborgara útgefið í mars 2005, fyrir þennan sama Robert James Fischer. Í því vegabréfi er hann skráður íslenskur. Þar var þá um að ræða vegabréfið sem hann fékk eftir að hann öðlaðist íslenskan ríkisborgararétt, um leið og "vegabréf útlendings" var gatað og ógilt.“ Bobby Fischer fékk að endingu íslenskan ríkisborgararétt. Utanríkisráðuneytið Eftir nokkrar vangaveltur var niðurstaðan sú að ráðuneytið myndi afhenda setrinu vegabréfin tvö sem gefin voru út í nafni Robert James Fischer til ótímabundinnar vörslu og sýningar sem safngrip, með þeim fyrirvara að ráðuneytið gæti kallað það til sín ef þörf krefði. Þá vildi svo skemmtilega til að Stefán Haukur var staddur á landinu þegar niðurstaðan lá fyrir. Hann mælti sér mót við Aldísi Sigfúsdóttur í Fischersetrinu og afhenti henni vegabréfin tvö og gat þannig fylgt sögunni eftir frá upphafi til enda. Fyrra vegabréf Fischer var sérstaklega merkt sem vegabréf útlendings.Utanríkisráðuneytið Bobby Fischer Árborg Vegabréf Einvígi aldarinnar Skák Sendiráð Íslands Utanríkismál Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Cosby Show-stjarna látin Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Fleiri fréttir Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Sjá meira
Utanríkisráðuneytið greinir frá í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Þar kemur fram að annað vegabréfið hafi fundist við tiltekt í sendiráðinu í Tokýó í vor. Umrætt vegabréf var gefið út í febrúar 2005 og notað til að koma Fischer til Íslands þar sem hann fékk síðar íslenskt ríkisfang. Bobby Fischer varð ríkisfangslaus eftir að hann afsalaði sér bandarískum ríkisborgararétti til að forðast lögsókn þar, en Fischer hafði teflt við Boris Spasskí í Júgóslavíu þvert á viðskiptabann Bandaríkjanna. Utanríkisráðuneytið Sendiherra Íslands í Tókýó, Stefáni Hauki Jóhannssyni varð strax hugsað til Fischersetursins á Selfossi en svo vildi til að hann hafði fyrir skemmstu verið að aðstoða setrið við að komast í samband við ekkju Fischer sem er frá Japan og býr þar. Verða safngripir Segir í færslu ráðuneytisins að leitað hafi verið til laga- og stjórnsýsluskrifstofu utanríkisráðuneytisins til að kanna hvort og hvernig hægt væri að láta vegabréf látins einstaklings þriðja aðila, Fischersetrinu, í té. „Í þeirri málaleitan kom á daginn að annað vegabréf hafði nýverið fundist á prótókollskrifstofu ráðuneytisins, almennt vegabréf fyrir íslenska ríkisborgara útgefið í mars 2005, fyrir þennan sama Robert James Fischer. Í því vegabréfi er hann skráður íslenskur. Þar var þá um að ræða vegabréfið sem hann fékk eftir að hann öðlaðist íslenskan ríkisborgararétt, um leið og "vegabréf útlendings" var gatað og ógilt.“ Bobby Fischer fékk að endingu íslenskan ríkisborgararétt. Utanríkisráðuneytið Eftir nokkrar vangaveltur var niðurstaðan sú að ráðuneytið myndi afhenda setrinu vegabréfin tvö sem gefin voru út í nafni Robert James Fischer til ótímabundinnar vörslu og sýningar sem safngrip, með þeim fyrirvara að ráðuneytið gæti kallað það til sín ef þörf krefði. Þá vildi svo skemmtilega til að Stefán Haukur var staddur á landinu þegar niðurstaðan lá fyrir. Hann mælti sér mót við Aldísi Sigfúsdóttur í Fischersetrinu og afhenti henni vegabréfin tvö og gat þannig fylgt sögunni eftir frá upphafi til enda. Fyrra vegabréf Fischer var sérstaklega merkt sem vegabréf útlendings.Utanríkisráðuneytið
Bobby Fischer Árborg Vegabréf Einvígi aldarinnar Skák Sendiráð Íslands Utanríkismál Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Cosby Show-stjarna látin Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Fleiri fréttir Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Sjá meira