Þriðjungur laxa í Breiðdalsá blandaður eldislaxi Árni Sæberg skrifar 10. júlí 2023 10:51 Töluverður fjöldi laxaseiða reyndist blandaður norskum eldislaxi. Hafrannsóknastofnun Niðurstöður rannsóknar Hafrannsóknastofnunar benda til þess að villtur íslenskur lax og eldislax af norskum uppruna hafi blandast saman í nokkrum mæli. Eldri erfðablöndun greindist til að mynda í 32 prósent seiða í Breiðdalsá. Hafrannsóknastofnun gaf á dögunum út rannsóknarskýrslu um erfðablöndun íslensks lax (Salmo salar) og eldislax af norskum uppruna. Í skýrslunni er greint frá erfðarannsóknum á sýnum af laxi úr 89 ám hringinn í kringum landið. Lögð var áhersla á ár í nálægð við sjókvíaeldissvæði. Fjöldi sýna var alls 6.348 laxaseiði, að því er segir í tilkynningu á vef Hafró. Um tvö prósent laxa blendingar Í rannsókninni greindust 133 fyrstu kynslóðar blendingar, afkvæmi eldislaxa og villtra laxa, í sautján ám. Það gerir 2,1 prósent sýna, innan 18 prósent áa. Eldri blöndun, önnur kynslóð eða eldri, greindist í 141 seiðum í 26 ám, 2,2 prósent sýna, innan 29 prósent áa. Í tilkynningu segir að fyrstu kynslóðar blendingar hafi verið algengari á Vestfjörðum en Austfjörðum, sem sé í samræmi við að eldið á Austfjörðum hófst síðar og hefur verið umfangsminna. Eldri erfðablöndun hafi verið tíðari á Austfjörðum en Vestfjörðum og tengist líklegast eldinu sem þar var starfrækt í byrjun þessarar aldar. Eldri erfðablöndun hafi verið mest áberandi í Breiðdalsá og greindist í 32 prósent seiðanna. Frekari rannsókna þörf Þá segir að erfðablöndun hafi yfirleitt greinst í minna en fimmtíu kílómetra fjarlægð frá eldissvæðum en nokkrir blendingar hafi fundist í allt að 250 kílómetra fjarlægð. „Þessi viðamikla rannsókn staðfestir mikilvægi frekari rannsókna. Við þurfum að skoða kynslóðaskiptingu blendinganna ásamt umfangi þeirra og orsökum dreifinga eldri blöndunar,“ er haft eftir Guðna Guðbergssyni, sviðsstjóra ferskvatns- og eldissvið Hafrannsóknarstofnunar, í tilkynningu. Fiskeldi Lax Sjókvíaeldi Stangveiði Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira
Hafrannsóknastofnun gaf á dögunum út rannsóknarskýrslu um erfðablöndun íslensks lax (Salmo salar) og eldislax af norskum uppruna. Í skýrslunni er greint frá erfðarannsóknum á sýnum af laxi úr 89 ám hringinn í kringum landið. Lögð var áhersla á ár í nálægð við sjókvíaeldissvæði. Fjöldi sýna var alls 6.348 laxaseiði, að því er segir í tilkynningu á vef Hafró. Um tvö prósent laxa blendingar Í rannsókninni greindust 133 fyrstu kynslóðar blendingar, afkvæmi eldislaxa og villtra laxa, í sautján ám. Það gerir 2,1 prósent sýna, innan 18 prósent áa. Eldri blöndun, önnur kynslóð eða eldri, greindist í 141 seiðum í 26 ám, 2,2 prósent sýna, innan 29 prósent áa. Í tilkynningu segir að fyrstu kynslóðar blendingar hafi verið algengari á Vestfjörðum en Austfjörðum, sem sé í samræmi við að eldið á Austfjörðum hófst síðar og hefur verið umfangsminna. Eldri erfðablöndun hafi verið tíðari á Austfjörðum en Vestfjörðum og tengist líklegast eldinu sem þar var starfrækt í byrjun þessarar aldar. Eldri erfðablöndun hafi verið mest áberandi í Breiðdalsá og greindist í 32 prósent seiðanna. Frekari rannsókna þörf Þá segir að erfðablöndun hafi yfirleitt greinst í minna en fimmtíu kílómetra fjarlægð frá eldissvæðum en nokkrir blendingar hafi fundist í allt að 250 kílómetra fjarlægð. „Þessi viðamikla rannsókn staðfestir mikilvægi frekari rannsókna. Við þurfum að skoða kynslóðaskiptingu blendinganna ásamt umfangi þeirra og orsökum dreifinga eldri blöndunar,“ er haft eftir Guðna Guðbergssyni, sviðsstjóra ferskvatns- og eldissvið Hafrannsóknarstofnunar, í tilkynningu.
Fiskeldi Lax Sjókvíaeldi Stangveiði Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira