„Það þýðir bara að ríkisstjórnin er sprungin“ Árni Sæberg skrifar 10. júlí 2023 11:00 Þórhildur Sunna og Bergþór eru sammála um að ríkisstjórnin hangi á bláþræði. Vísir/Vilhelm Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa ítrekað kallað eftir því undanfarið að þing verði kallað saman. Þingflokksformaður Miðflokksins segir neitun stjórnarflokkanna þess efnis til marks um það að stjórnin sé hreinlega sprungin. Öll spjót standa á Vinstri grænum, Sjálfstæðisflokki og Framsókn um þessar mundir. Þar spila helst inn í þrjú mál; hvalveiðimálið, Íslandsbankamálið og Lindarhvolsmálið. Margir hafa jafnvel fullyrt að ríkisstjórnarsamstarfið rambi á barmi falls. Þau Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, og Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, ræddu málin í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Gríðarlega athygli vakti í síðustu viku þegar Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, ritaði harðorða grein í Morgunblaðið um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að fresta hvalveiðum út sumarið. Hann sagði ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en að ákvörðun Svandísar að fresta hvalveiðum væri „bein ögrun“ við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Þessum ummælum hefur Svandís vísað til föðurhúsanna og sagt þau fyrst og fremst til heimabrúks. Þetta telja þau Þórhildur og Bergþór til marks um misklíð á stjórnarheimilinu. Svandís sýni Óla Birni vanvirðingu „Vanvirðingin sem matvælaráðherra sýnir þingflokksformanni stærsta stjórnarflokksins í þessu máli, með því hvernig hún talaði um grein Óla Björns, það er mjög eftirtektarvert. Og það í rauninni segir bara það, að þegar Óli Björn segir í Sprengisandi í morgun að tvær til þrjár vikur í þinginu myndu ekki duga til að leysa málið, það þýðir auðvitað bara það að ríkisstjórnin er sprungin,“ sagði Bergþór. „Hún hefur rétt fyrir sér,“ sagði Þórhildur og vísaði þar til Svandísar Nefndir þingsins þurfi að fara í saumana á Lindarhvolsmálinu Þórhildur Sunna ákvað upp á eigin spýtur að birta greinargerð Sigurðar Þórðarsonar, setts ríkisendurskoðanda í Lindahvolsmálinu, eftir að hafa fengið hana í pósthólf sitt á Alþingi. Hún segir nauðsynlegt að þing verði kallað saman til þess að nefndir þingsins geti farið almennilega í sauma á málinu. Í greinargerðinni segir að pottur hafi víða verið brotinn þegar Lindarhvoll seldi svokallaðar stöðugleikaeignir þingsins. „Hvers vegna er svona mikið misræmi? Hver var valdurinn af allri þessari leyndarhyggju í öll þessi ár? Nú erum við með þetta allt fyrir opnum tjöldum og getum þá rætt þetta vonandi af einhverjum vitrænum hætti, frekar en þessi sirkus sem við vorum óviljugir þátttakendur í fram að þessu.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Píratar Hvalveiðar Salan á Íslandsbanka Starfsemi Lindarhvols Tengdar fréttir „SFS er augljóslega að túlka málið sér í hag og ég er ósammála þeirri túlkun“ Matvælaráðherra hafnar allri gagnrýni framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og segir hana ekki rétta. Samtökin séu augljóslega að túlka málið sér í hag. Ekki standi til að afturkalla ákvörðunina um að fresta hvalveiðum í sumar. 7. júlí 2023 23:31 Ríkisstjórnin hangi saman af ótta við kjósendur Stjórnmálafræðiprófessor segir allt leika á reiðiskjálfi í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Flokkarnir eigi erfitt með að ná saman um einstök mál. Þetta leiði til þess að hver ráðherra vinni í sínu horni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hanga saman af ótta við kjósendur. 6. júlí 2023 13:18 Svandís endurheimti traust með því að draga ákvörðun sína til baka Traust og trúnaður þarf að ríkja á milli ríkisstjórnarflokkanna til að hægt sé að takast á við þau verkefni sem hún stendur frammi fyrir, segir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Framganga matvælaráðherra við tímabundið bann hennar á hvalveiðum væri bein ögrun við stjórnarsamstarfið 5. júlí 2023 13:02 Segir ákvörðun ráðherrans til marks um ósanngjarna og óeðlilega stjórnsýslu Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir ákvörðun Matvælaráðherra um tímabundið bann við hvalveiðum vera til marks um ósanngjarna og óeðlilega stjórnsýslu. Formaður atvinnuveganefndar segir að nefndin muni koma saman til fundar sem allra fyrst til að fá skýringar frá ráðherranum. 21. júní 2023 12:37 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Sjá meira
Öll spjót standa á Vinstri grænum, Sjálfstæðisflokki og Framsókn um þessar mundir. Þar spila helst inn í þrjú mál; hvalveiðimálið, Íslandsbankamálið og Lindarhvolsmálið. Margir hafa jafnvel fullyrt að ríkisstjórnarsamstarfið rambi á barmi falls. Þau Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, og Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, ræddu málin í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Gríðarlega athygli vakti í síðustu viku þegar Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, ritaði harðorða grein í Morgunblaðið um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að fresta hvalveiðum út sumarið. Hann sagði ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en að ákvörðun Svandísar að fresta hvalveiðum væri „bein ögrun“ við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Þessum ummælum hefur Svandís vísað til föðurhúsanna og sagt þau fyrst og fremst til heimabrúks. Þetta telja þau Þórhildur og Bergþór til marks um misklíð á stjórnarheimilinu. Svandís sýni Óla Birni vanvirðingu „Vanvirðingin sem matvælaráðherra sýnir þingflokksformanni stærsta stjórnarflokksins í þessu máli, með því hvernig hún talaði um grein Óla Björns, það er mjög eftirtektarvert. Og það í rauninni segir bara það, að þegar Óli Björn segir í Sprengisandi í morgun að tvær til þrjár vikur í þinginu myndu ekki duga til að leysa málið, það þýðir auðvitað bara það að ríkisstjórnin er sprungin,“ sagði Bergþór. „Hún hefur rétt fyrir sér,“ sagði Þórhildur og vísaði þar til Svandísar Nefndir þingsins þurfi að fara í saumana á Lindarhvolsmálinu Þórhildur Sunna ákvað upp á eigin spýtur að birta greinargerð Sigurðar Þórðarsonar, setts ríkisendurskoðanda í Lindahvolsmálinu, eftir að hafa fengið hana í pósthólf sitt á Alþingi. Hún segir nauðsynlegt að þing verði kallað saman til þess að nefndir þingsins geti farið almennilega í sauma á málinu. Í greinargerðinni segir að pottur hafi víða verið brotinn þegar Lindarhvoll seldi svokallaðar stöðugleikaeignir þingsins. „Hvers vegna er svona mikið misræmi? Hver var valdurinn af allri þessari leyndarhyggju í öll þessi ár? Nú erum við með þetta allt fyrir opnum tjöldum og getum þá rætt þetta vonandi af einhverjum vitrænum hætti, frekar en þessi sirkus sem við vorum óviljugir þátttakendur í fram að þessu.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Píratar Hvalveiðar Salan á Íslandsbanka Starfsemi Lindarhvols Tengdar fréttir „SFS er augljóslega að túlka málið sér í hag og ég er ósammála þeirri túlkun“ Matvælaráðherra hafnar allri gagnrýni framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og segir hana ekki rétta. Samtökin séu augljóslega að túlka málið sér í hag. Ekki standi til að afturkalla ákvörðunina um að fresta hvalveiðum í sumar. 7. júlí 2023 23:31 Ríkisstjórnin hangi saman af ótta við kjósendur Stjórnmálafræðiprófessor segir allt leika á reiðiskjálfi í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Flokkarnir eigi erfitt með að ná saman um einstök mál. Þetta leiði til þess að hver ráðherra vinni í sínu horni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hanga saman af ótta við kjósendur. 6. júlí 2023 13:18 Svandís endurheimti traust með því að draga ákvörðun sína til baka Traust og trúnaður þarf að ríkja á milli ríkisstjórnarflokkanna til að hægt sé að takast á við þau verkefni sem hún stendur frammi fyrir, segir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Framganga matvælaráðherra við tímabundið bann hennar á hvalveiðum væri bein ögrun við stjórnarsamstarfið 5. júlí 2023 13:02 Segir ákvörðun ráðherrans til marks um ósanngjarna og óeðlilega stjórnsýslu Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir ákvörðun Matvælaráðherra um tímabundið bann við hvalveiðum vera til marks um ósanngjarna og óeðlilega stjórnsýslu. Formaður atvinnuveganefndar segir að nefndin muni koma saman til fundar sem allra fyrst til að fá skýringar frá ráðherranum. 21. júní 2023 12:37 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Sjá meira
„SFS er augljóslega að túlka málið sér í hag og ég er ósammála þeirri túlkun“ Matvælaráðherra hafnar allri gagnrýni framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og segir hana ekki rétta. Samtökin séu augljóslega að túlka málið sér í hag. Ekki standi til að afturkalla ákvörðunina um að fresta hvalveiðum í sumar. 7. júlí 2023 23:31
Ríkisstjórnin hangi saman af ótta við kjósendur Stjórnmálafræðiprófessor segir allt leika á reiðiskjálfi í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Flokkarnir eigi erfitt með að ná saman um einstök mál. Þetta leiði til þess að hver ráðherra vinni í sínu horni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hanga saman af ótta við kjósendur. 6. júlí 2023 13:18
Svandís endurheimti traust með því að draga ákvörðun sína til baka Traust og trúnaður þarf að ríkja á milli ríkisstjórnarflokkanna til að hægt sé að takast á við þau verkefni sem hún stendur frammi fyrir, segir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Framganga matvælaráðherra við tímabundið bann hennar á hvalveiðum væri bein ögrun við stjórnarsamstarfið 5. júlí 2023 13:02
Segir ákvörðun ráðherrans til marks um ósanngjarna og óeðlilega stjórnsýslu Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir ákvörðun Matvælaráðherra um tímabundið bann við hvalveiðum vera til marks um ósanngjarna og óeðlilega stjórnsýslu. Formaður atvinnuveganefndar segir að nefndin muni koma saman til fundar sem allra fyrst til að fá skýringar frá ráðherranum. 21. júní 2023 12:37