Innlent

Kvikugangurinn sé að færast nær yfirborðinu

Máni Snær Þorláksson skrifar
Um fjórtán hundruð jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti.
Um fjórtán hundruð jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti. Veðurstofa Íslands

Um fjórtán hundruð jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti. Skjálftavirknin hefur þó róast seinnipartinn. Nýjustu gögn benda til þess að kvikugangurinn sé að færast nær yfirborðinu.

„Stærsti skjálftinn var þarna um klukkan hálf níu í morgun, sem var 4,3 að stærð. Virknin hefur aðallega verið norðaustur af Keili í dag,“ segir Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu.

Þá segir Elísabet að talið sé að skjálftavirknin sé vegna spennubreytinga. „Það er ekkert sem bendir til þess núna í gögnunum okkar að kvikan sé að reyna að troða sér þangað núna en við þurfum bara að fylgjast áfram með.“

Ekki hefur orðið skjálfti yfir þremur að stærð eftir hádegi. „En þetta kemur yfirleitt í svona hviðum,“ segir Elísabet. „Þannig við getum alveg búist við því að þessi skjálftavirkni haldi áfram og að fólk haldi áfram að finna fyrir þeim.“

Kvikugangur færist nær

Í færslu sem Veðurstofa Íslands birtir á Facebook í dag er greint frá nýjustu gögnum sem byggð eru á gervihnattamyndum af skjálftasvæðinu. 

Fram kemur að þau gögn bendi til þess að kvikugangurinn sé að færast ennþá nær yfirborðinu. Efsti partur hans sé á um fimm hundruð metra dýpi.

„Það er því ljóst að öll gögn benda til þess að kvika sé nálægt yfirborði, en hvort eða hvenær hún nær upp er spurningin: Hvað heldur þú?“ segir í færslunni.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×