Ólíklegt að slitni upp úr samstarfinu núna Lovísa Arnardóttir skrifar 9. júlí 2023 13:01 Eva Marín telur að það snúist meira um ásýnd en annað ef að þing kæmi saman núna. Mynd/Kristinn Ingvarsson/HÍ Eva Marín Hlynsdóttir, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, á ekki von á því að það slitni upp út stjórnarsamstarfi Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna þrátt fyrir þrjú stór deilumál um hvalveiðar, sölu Íslandsbanka og nú nýjast Lindarhvoll. Óvanalegt sé að fá svona mál upp að sumri en samstarfið virðist sterkt. „Það er náttúrulega búið að blása ansi hressilega um stjórnina núna á síðustu vikum en þau hafa náð að standa af sér þessa hluti á síðustu árum þannig það er spurning hvort þetta bíti nokkuð á,“ segir Eva og að málin séu þó þess eðlis að þau ættu að gera það. „Það sem mér finnst líka áhugavert í þessu er að við erum að horfa á ólíka flokka. Vinstri græn koma að hvalveiðimálinu á meðan Sjálfstæðisflokkurinn sé frekar bendlaður við Lindarhvol og Íslandsbankamálið. Það vegur upp á móti hvoru öðru. Það er erfitt að skammast í eitthvað mál hjá öðrum ef hann bendir svo á annað mál hjá þér,“ segir Eva og að það komi líklega að þeirri ákvörðun þeirra að halda samstarfinu áfram. Hvað varðar ákall stjórnarandstöðu um að þing komi saman segir Eva Marín að það sé ekki endilega þörf á því. Það væri táknrænt að verða við beiðninni núna um til dæmis rannsóknarnefnd en að það myndi líklega ekki mikið gerast í slíkri vinnu fyrr en í haust. „Það er mjög sjaldgæft að þing komi saman þó það séu átakamál,“ segir Eva og að þótt svo að ásýndin sé kannski sú að ekkert sé að gerast geti fólk samt verið að tala saman og vinna að málunum. „Þetta ásýnd blekkir stundum. Það getur verið samtal í gangi bak við.“ Hún segir málin þó mjög alvarleg og að það sé þörf á skýrari svörum en óljóst sé hvort að þau fáist á þingi núna. „Það þarf ekkert að draga úr því að þetta eru alvarleg mál og það eru að koma þarna fram þættir sem skipta almenning máli. En hvort að það sé nóg til að draga út samstarfinu er ekkert endilega víst og ekki endilega samasemmerki þar á milli.“ Hún segir eðlilegt að stjórnarandstaðan óski þess að þing komi saman og að þau vilji gera mikið úr málinu núna. „Ég veit ekki hvort þingið svarar samt einhverju núna. Það væri verið að setja á svið umræðu í þingsal og hvort hún sé það sem við þurfum núna er ekki víst. Ég væri meira til í að fá skýringar og greiningar á því sem hefur gerst og meiri dýpt á málið.“ Hún segir augljóst að almenningur eigi heimtingu á skýrari svörum og útskýringum á ákvarðanatöku innan ríkisstjórnarinnar. „Það þarf að ræða þessi mál betur og almenningur á heimtingu á skýrari svörum. Bæði ákvarðanatöku í hvalveiðimálinu, ferlinu sem fer þar í gang og hvernig ákvörðunin er tekin, og svo hin málin, að það sé kafað betur ofan í það hvað var þar í gangi.“ Hvar brotalamirnar liggja? „Það augljóst að þarna eru brotalamir … við erum alltaf að reyna að læra af reynslunni þótt að það gangi misjafnlega vel hjá okkur þá er það líka þannig að við þurfum að fá greiningar á hvernig svona ákvarðanir eru teknar svo við getum sett upp girðingar, lært af reynslunni og tekið betri ákvarðanir í framtíðinni.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Fer fram á að fjárlaganefnd sé kölluð saman Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi flokksins í fjárlaganefnd Alþingis, fer fram á að nefndin komi saman í næstu viku til að taka fyrir upplýsingabeiðnir stjórnvalda vegna sölunnar á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. 8. júlí 2023 14:20 Stjórnarandstaðan biður Katrínu um að kalla þing saman Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar á Alþingi hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að gerð verði tillaga til forseta Íslands um að kalla þing saman aftur. Formennirnir segja að þingið þurfi að taka þrjú mál til umræðu. 8. júlí 2023 11:09 Ekki verið að neita þingmönnum um upplýsingar um bankasöluna Þingmaður Viðreisnar furðar sig á því að formaður fjárlaganefndar Alþingis vilji ekki óska strax eftir upplýsingum er varða söluna á Íslandsbanka. Formaðurinn segir að boða verði til nefndarfundar áður en óskað sé eftir þeim. Gert sé ráð fyrir að þeir hefjist aftur í ágúst og einungis hægt að boða aukafund í sumar ef brýna nauðsyn beri til. 8. júlí 2023 10:38 Mál málanna á mannamáli Lindarhvoll og leyndarhyggjan í kringum greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi félagins hafa verið milli tannanna á fólki undanfarið. En hvað er Lindarhvoll og hvers vegna vildi forseti Alþingis alls ekki að greinargerðin yrði birt? 7. júlí 2023 13:09 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
„Það er náttúrulega búið að blása ansi hressilega um stjórnina núna á síðustu vikum en þau hafa náð að standa af sér þessa hluti á síðustu árum þannig það er spurning hvort þetta bíti nokkuð á,“ segir Eva og að málin séu þó þess eðlis að þau ættu að gera það. „Það sem mér finnst líka áhugavert í þessu er að við erum að horfa á ólíka flokka. Vinstri græn koma að hvalveiðimálinu á meðan Sjálfstæðisflokkurinn sé frekar bendlaður við Lindarhvol og Íslandsbankamálið. Það vegur upp á móti hvoru öðru. Það er erfitt að skammast í eitthvað mál hjá öðrum ef hann bendir svo á annað mál hjá þér,“ segir Eva og að það komi líklega að þeirri ákvörðun þeirra að halda samstarfinu áfram. Hvað varðar ákall stjórnarandstöðu um að þing komi saman segir Eva Marín að það sé ekki endilega þörf á því. Það væri táknrænt að verða við beiðninni núna um til dæmis rannsóknarnefnd en að það myndi líklega ekki mikið gerast í slíkri vinnu fyrr en í haust. „Það er mjög sjaldgæft að þing komi saman þó það séu átakamál,“ segir Eva og að þótt svo að ásýndin sé kannski sú að ekkert sé að gerast geti fólk samt verið að tala saman og vinna að málunum. „Þetta ásýnd blekkir stundum. Það getur verið samtal í gangi bak við.“ Hún segir málin þó mjög alvarleg og að það sé þörf á skýrari svörum en óljóst sé hvort að þau fáist á þingi núna. „Það þarf ekkert að draga úr því að þetta eru alvarleg mál og það eru að koma þarna fram þættir sem skipta almenning máli. En hvort að það sé nóg til að draga út samstarfinu er ekkert endilega víst og ekki endilega samasemmerki þar á milli.“ Hún segir eðlilegt að stjórnarandstaðan óski þess að þing komi saman og að þau vilji gera mikið úr málinu núna. „Ég veit ekki hvort þingið svarar samt einhverju núna. Það væri verið að setja á svið umræðu í þingsal og hvort hún sé það sem við þurfum núna er ekki víst. Ég væri meira til í að fá skýringar og greiningar á því sem hefur gerst og meiri dýpt á málið.“ Hún segir augljóst að almenningur eigi heimtingu á skýrari svörum og útskýringum á ákvarðanatöku innan ríkisstjórnarinnar. „Það þarf að ræða þessi mál betur og almenningur á heimtingu á skýrari svörum. Bæði ákvarðanatöku í hvalveiðimálinu, ferlinu sem fer þar í gang og hvernig ákvörðunin er tekin, og svo hin málin, að það sé kafað betur ofan í það hvað var þar í gangi.“ Hvar brotalamirnar liggja? „Það augljóst að þarna eru brotalamir … við erum alltaf að reyna að læra af reynslunni þótt að það gangi misjafnlega vel hjá okkur þá er það líka þannig að við þurfum að fá greiningar á hvernig svona ákvarðanir eru teknar svo við getum sett upp girðingar, lært af reynslunni og tekið betri ákvarðanir í framtíðinni.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Fer fram á að fjárlaganefnd sé kölluð saman Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi flokksins í fjárlaganefnd Alþingis, fer fram á að nefndin komi saman í næstu viku til að taka fyrir upplýsingabeiðnir stjórnvalda vegna sölunnar á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. 8. júlí 2023 14:20 Stjórnarandstaðan biður Katrínu um að kalla þing saman Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar á Alþingi hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að gerð verði tillaga til forseta Íslands um að kalla þing saman aftur. Formennirnir segja að þingið þurfi að taka þrjú mál til umræðu. 8. júlí 2023 11:09 Ekki verið að neita þingmönnum um upplýsingar um bankasöluna Þingmaður Viðreisnar furðar sig á því að formaður fjárlaganefndar Alþingis vilji ekki óska strax eftir upplýsingum er varða söluna á Íslandsbanka. Formaðurinn segir að boða verði til nefndarfundar áður en óskað sé eftir þeim. Gert sé ráð fyrir að þeir hefjist aftur í ágúst og einungis hægt að boða aukafund í sumar ef brýna nauðsyn beri til. 8. júlí 2023 10:38 Mál málanna á mannamáli Lindarhvoll og leyndarhyggjan í kringum greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi félagins hafa verið milli tannanna á fólki undanfarið. En hvað er Lindarhvoll og hvers vegna vildi forseti Alþingis alls ekki að greinargerðin yrði birt? 7. júlí 2023 13:09 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Fer fram á að fjárlaganefnd sé kölluð saman Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi flokksins í fjárlaganefnd Alþingis, fer fram á að nefndin komi saman í næstu viku til að taka fyrir upplýsingabeiðnir stjórnvalda vegna sölunnar á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. 8. júlí 2023 14:20
Stjórnarandstaðan biður Katrínu um að kalla þing saman Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar á Alþingi hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að gerð verði tillaga til forseta Íslands um að kalla þing saman aftur. Formennirnir segja að þingið þurfi að taka þrjú mál til umræðu. 8. júlí 2023 11:09
Ekki verið að neita þingmönnum um upplýsingar um bankasöluna Þingmaður Viðreisnar furðar sig á því að formaður fjárlaganefndar Alþingis vilji ekki óska strax eftir upplýsingum er varða söluna á Íslandsbanka. Formaðurinn segir að boða verði til nefndarfundar áður en óskað sé eftir þeim. Gert sé ráð fyrir að þeir hefjist aftur í ágúst og einungis hægt að boða aukafund í sumar ef brýna nauðsyn beri til. 8. júlí 2023 10:38
Mál málanna á mannamáli Lindarhvoll og leyndarhyggjan í kringum greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi félagins hafa verið milli tannanna á fólki undanfarið. En hvað er Lindarhvoll og hvers vegna vildi forseti Alþingis alls ekki að greinargerðin yrði birt? 7. júlí 2023 13:09