Fer fram á að fjárlaganefnd sé kölluð saman Eiður Þór Árnason skrifar 8. júlí 2023 14:20 Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar. vísir/vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi flokksins í fjárlaganefnd Alþingis, fer fram á að nefndin komi saman í næstu viku til að taka fyrir upplýsingabeiðnir stjórnvalda vegna sölunnar á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Hann hefur áður óskað eftir því að nefndin fái afhent samskipti Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Bankasýslu ríkisins í aðdraganda sölunnar um kaup starfsmanna á bréfum í bankanum. Þá hefur Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og áheyrnarfulltrúi í nefndinni, farið fram á að formaður fjárlaganefndar óski eftir upplýsingum um það hvort Bankasýslan hafi greitt út söluþóknanir sem ákveðið var að halda eftir þegar útboðsferlið var tekið til rannsóknar. Að sögn Jóhanns þarf ósk frá fjórðungi nefndarmanna til að formanni fjárlaganefndar sé skylt að boða til fundar og á hann von á því að aðrir fulltrúar minnihlutans muni fljótlega taka undir hana. Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar óskuðu í dag eftir því að þing verði kallað saman, meðal annars til að ræða upplýsingar sem hafi birst um sölumeðferð á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Málið yrði tekið fyrir í ágúst Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Vinstri grænna, sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að ekki yrði orðið við ósk Þorbjargar fyrr en málið yrði fyrst tekið fyrir á nefndarfundi í ágúst eftir sumarfrí. Einungis væri hægt að boða til fundar í þingleyfi ef brýna nauðsyn bæri til. Jóhann Páll telur að slíkt tilefni sé nú til staðar. „Fyrir liggur að framin voru alvarleg og kerfislæg lögbrot við söluna á Íslandsbanka. Eðli málsins er slíkt, og þeir almannahagsmunir sem eru undir, að það hlýtur að teljast brýn nauðsyn (sbr. orðalag í 3. mgr. 10. gr. þingskapalaga) að nefndin fundi og afli upplýsinga um það sem gengið hefur á. Eftirlitshlutverk þingnefnda verður ekki tekið úr sambandi þótt Alþingi sé í sumarhléi,“ segir í erindi Jóhanns til fjárlaganefndar. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Salan á Íslandsbanka Samfylkingin Tengdar fréttir Ekki verið að neita þingmönnum um upplýsingar um bankasöluna Þingmaður Viðreisnar furðar sig á því að formaður fjárlaganefndar Alþingis vilji ekki óska strax eftir upplýsingum er varða söluna á Íslandsbanka. Formaðurinn segir að boða verði til nefndarfundar áður en óskað sé eftir þeim. Gert sé ráð fyrir að þeir hefjist aftur í ágúst og einungis hægt að boða aukafund í sumar ef brýna nauðsyn beri til. 8. júlí 2023 10:38 Leita á náðir stjórnarþingmanna ef Katrín svarar ekki kallinu Þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna fimm hafa sent kröfu á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um að þing verði kallað saman á næstu dögum. Þingflokksformaður Viðreisnar segir að verði forsætisráðherra ekki við beiðni stjórnarandstöðunnar muni hún leitast eftir að fá meirihluta þingmanna til að fara fram á slíkt. 8. júlí 2023 12:09 Stjórnarandstaðan biður Katrínu um að kalla þing saman Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar á Alþingi hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að gerð verði tillaga til forseta Íslands um að kalla þing saman aftur. Formennirnir segja að þingið þurfi að taka þrjú mál til umræðu. 8. júlí 2023 11:09 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Sjá meira
Hann hefur áður óskað eftir því að nefndin fái afhent samskipti Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Bankasýslu ríkisins í aðdraganda sölunnar um kaup starfsmanna á bréfum í bankanum. Þá hefur Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og áheyrnarfulltrúi í nefndinni, farið fram á að formaður fjárlaganefndar óski eftir upplýsingum um það hvort Bankasýslan hafi greitt út söluþóknanir sem ákveðið var að halda eftir þegar útboðsferlið var tekið til rannsóknar. Að sögn Jóhanns þarf ósk frá fjórðungi nefndarmanna til að formanni fjárlaganefndar sé skylt að boða til fundar og á hann von á því að aðrir fulltrúar minnihlutans muni fljótlega taka undir hana. Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar óskuðu í dag eftir því að þing verði kallað saman, meðal annars til að ræða upplýsingar sem hafi birst um sölumeðferð á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Málið yrði tekið fyrir í ágúst Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Vinstri grænna, sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að ekki yrði orðið við ósk Þorbjargar fyrr en málið yrði fyrst tekið fyrir á nefndarfundi í ágúst eftir sumarfrí. Einungis væri hægt að boða til fundar í þingleyfi ef brýna nauðsyn bæri til. Jóhann Páll telur að slíkt tilefni sé nú til staðar. „Fyrir liggur að framin voru alvarleg og kerfislæg lögbrot við söluna á Íslandsbanka. Eðli málsins er slíkt, og þeir almannahagsmunir sem eru undir, að það hlýtur að teljast brýn nauðsyn (sbr. orðalag í 3. mgr. 10. gr. þingskapalaga) að nefndin fundi og afli upplýsinga um það sem gengið hefur á. Eftirlitshlutverk þingnefnda verður ekki tekið úr sambandi þótt Alþingi sé í sumarhléi,“ segir í erindi Jóhanns til fjárlaganefndar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Salan á Íslandsbanka Samfylkingin Tengdar fréttir Ekki verið að neita þingmönnum um upplýsingar um bankasöluna Þingmaður Viðreisnar furðar sig á því að formaður fjárlaganefndar Alþingis vilji ekki óska strax eftir upplýsingum er varða söluna á Íslandsbanka. Formaðurinn segir að boða verði til nefndarfundar áður en óskað sé eftir þeim. Gert sé ráð fyrir að þeir hefjist aftur í ágúst og einungis hægt að boða aukafund í sumar ef brýna nauðsyn beri til. 8. júlí 2023 10:38 Leita á náðir stjórnarþingmanna ef Katrín svarar ekki kallinu Þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna fimm hafa sent kröfu á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um að þing verði kallað saman á næstu dögum. Þingflokksformaður Viðreisnar segir að verði forsætisráðherra ekki við beiðni stjórnarandstöðunnar muni hún leitast eftir að fá meirihluta þingmanna til að fara fram á slíkt. 8. júlí 2023 12:09 Stjórnarandstaðan biður Katrínu um að kalla þing saman Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar á Alþingi hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að gerð verði tillaga til forseta Íslands um að kalla þing saman aftur. Formennirnir segja að þingið þurfi að taka þrjú mál til umræðu. 8. júlí 2023 11:09 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Sjá meira
Ekki verið að neita þingmönnum um upplýsingar um bankasöluna Þingmaður Viðreisnar furðar sig á því að formaður fjárlaganefndar Alþingis vilji ekki óska strax eftir upplýsingum er varða söluna á Íslandsbanka. Formaðurinn segir að boða verði til nefndarfundar áður en óskað sé eftir þeim. Gert sé ráð fyrir að þeir hefjist aftur í ágúst og einungis hægt að boða aukafund í sumar ef brýna nauðsyn beri til. 8. júlí 2023 10:38
Leita á náðir stjórnarþingmanna ef Katrín svarar ekki kallinu Þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna fimm hafa sent kröfu á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um að þing verði kallað saman á næstu dögum. Þingflokksformaður Viðreisnar segir að verði forsætisráðherra ekki við beiðni stjórnarandstöðunnar muni hún leitast eftir að fá meirihluta þingmanna til að fara fram á slíkt. 8. júlí 2023 12:09
Stjórnarandstaðan biður Katrínu um að kalla þing saman Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar á Alþingi hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að gerð verði tillaga til forseta Íslands um að kalla þing saman aftur. Formennirnir segja að þingið þurfi að taka þrjú mál til umræðu. 8. júlí 2023 11:09