James heiðraður í Eyjum: „Svo bara verður gaman eftir leikinn“ Valur Páll Eiríksson skrifar 8. júlí 2023 13:09 Hermann Hreiðarsson hlakkar til að heiðra fyrrum félagann David James. Vísir/Samsett David James verður heiðraður í kringum leik ÍBV og Fram í Bestu deild karla í fótbolta í dag. Goslokahátíð stendur yfir í Eyjum og verður mikið um dýrðir. „Þetta er bara æðislegt og mikil gleði í bænum. Það verða fleiri á vellinum og þetta er alltaf eins þegar þessar hátíðir eru, hvort sem er á þjóðhátíð eða goslokum. Það er aukinn kraftur í bænum,“ segir Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, í samtali við Vísi. Aðeins stig aðskilur ÍBV og Fram í töflunni í jöfnum neðri hluta. Stjarnan og Fram eru með 14 stig í 8.-9. sæti en ÍBV með 13 í því tíunda, stigi ofar en Fylkir sem er í efra fallsætinu. ÍBV getur þá farið alla leið upp í sjöunda sæti og jafnað þar HK að stigum með sigri. Aðspurður um þennan sex stiga leik segir Hermann: „Þeir eru það svo sem margir, sex stiga leikirnir. Það eru kannski þessi þrjú efstu lið sem eru aðeins á undan en allir aðrir leikir eru sex stiga leikir. Við erum búnir að undirbúa okkur vel, haft góðan tíma til þess og mætum klárir. Það hefur verið stígandi í þessu og stemningin góð. Það er að komast takturinn í þetta sem var seinni hlutann í fyrra,“ Hermann Hreiðarsson og David James. Fjör eftir leik David James lék um nokkurra ára skeið með Hermanni í Portsmouth á Englandi en hann á hundruði leikja að baki í ensku úrvalsdeildinni, líkt og Hermann. Þegar Hermann var þjálfari ÍBV sumarið 2013 og liðið vantaði markvörð fékk hann James til að vera á milli stanganna og er hann á meðal stærri prófíla sem leikið hefur í efstu deild á Íslandi. „Hann er kominn til landsins og verður heiðursgestur. Hann er auðvitað eitt af stærstu nöfnunum sem hefur spilað í deildinni og fyrir ÍBV. Það var engin spurning um að gera þetta,“ „Hann datt hérna inn í samfélgið eins og ekkert væri á sínum tíma, fyrir tíu árum, það er skemmtilegt fyrir okkur að geta heiðrað hann og honum þykir það bara mikill heiður því hann átti frábæran tíma hérna,“ Og hann getur þá fengið að njóta sín á bæjarhátíðinni í kaupbæti? „Já, svo bara verður gaman eftir leikinn,“ segir Hermann. Leikur ÍBV og Fram hefst klukkan 16:00 og verður í beinni á Stöð 2 Besta deildin 2. Þá mætast Keflavík og Víkingur klukkan 17:00 og verður sá leikur í beinni á Stöð 2 Sport. Tveir leikir fara fram í Bestu deild kvenna í dag. Breiðablik mætir Keflavík klukkan 14:00 í beinni á Stöð 2 Besta deildin og leikur Stjörnunnar og Þróttar klukkan 17:00 verður beint á Stöð 2 Sport 5. Leikir dagsins karlamegin, sem og leikur Breiðabliks við Fylki í gær, verða gerðir upp af Kjartani Atla Kjartanssyni í Bestu tilþrifunum klukkan 19:15 á Stöð 2 Sport, strax að leik Keflavíkur og Víkings loknum. Besta deild karla ÍBV Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Sjá meira
„Þetta er bara æðislegt og mikil gleði í bænum. Það verða fleiri á vellinum og þetta er alltaf eins þegar þessar hátíðir eru, hvort sem er á þjóðhátíð eða goslokum. Það er aukinn kraftur í bænum,“ segir Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, í samtali við Vísi. Aðeins stig aðskilur ÍBV og Fram í töflunni í jöfnum neðri hluta. Stjarnan og Fram eru með 14 stig í 8.-9. sæti en ÍBV með 13 í því tíunda, stigi ofar en Fylkir sem er í efra fallsætinu. ÍBV getur þá farið alla leið upp í sjöunda sæti og jafnað þar HK að stigum með sigri. Aðspurður um þennan sex stiga leik segir Hermann: „Þeir eru það svo sem margir, sex stiga leikirnir. Það eru kannski þessi þrjú efstu lið sem eru aðeins á undan en allir aðrir leikir eru sex stiga leikir. Við erum búnir að undirbúa okkur vel, haft góðan tíma til þess og mætum klárir. Það hefur verið stígandi í þessu og stemningin góð. Það er að komast takturinn í þetta sem var seinni hlutann í fyrra,“ Hermann Hreiðarsson og David James. Fjör eftir leik David James lék um nokkurra ára skeið með Hermanni í Portsmouth á Englandi en hann á hundruði leikja að baki í ensku úrvalsdeildinni, líkt og Hermann. Þegar Hermann var þjálfari ÍBV sumarið 2013 og liðið vantaði markvörð fékk hann James til að vera á milli stanganna og er hann á meðal stærri prófíla sem leikið hefur í efstu deild á Íslandi. „Hann er kominn til landsins og verður heiðursgestur. Hann er auðvitað eitt af stærstu nöfnunum sem hefur spilað í deildinni og fyrir ÍBV. Það var engin spurning um að gera þetta,“ „Hann datt hérna inn í samfélgið eins og ekkert væri á sínum tíma, fyrir tíu árum, það er skemmtilegt fyrir okkur að geta heiðrað hann og honum þykir það bara mikill heiður því hann átti frábæran tíma hérna,“ Og hann getur þá fengið að njóta sín á bæjarhátíðinni í kaupbæti? „Já, svo bara verður gaman eftir leikinn,“ segir Hermann. Leikur ÍBV og Fram hefst klukkan 16:00 og verður í beinni á Stöð 2 Besta deildin 2. Þá mætast Keflavík og Víkingur klukkan 17:00 og verður sá leikur í beinni á Stöð 2 Sport. Tveir leikir fara fram í Bestu deild kvenna í dag. Breiðablik mætir Keflavík klukkan 14:00 í beinni á Stöð 2 Besta deildin og leikur Stjörnunnar og Þróttar klukkan 17:00 verður beint á Stöð 2 Sport 5. Leikir dagsins karlamegin, sem og leikur Breiðabliks við Fylki í gær, verða gerðir upp af Kjartani Atla Kjartanssyni í Bestu tilþrifunum klukkan 19:15 á Stöð 2 Sport, strax að leik Keflavíkur og Víkings loknum.
Besta deild karla ÍBV Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Sjá meira