„Þetta er minn póstur og Birgir getur haldið sínum krumlum af honum“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 6. júlí 2023 19:18 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata birti greinargerðina í morgun en hún segir hana eiga erindi við almenning. Vísir/Dúi Lindarhvoll var félag sem stofnað var til að halda utan eignir sem ríkið leysti til sín við uppgjör við föllnu bankana eftir hrun. Félagið seldi síðan eignirnar. Deilt hefur verið um framkvæmdina og var Sigurður Þórðarson settur ríkisendurskoðandi til að skoða málið vegna vanhæfis þáverandi ríkisendurskoðanda. Eftir að nýr ríkisendurskoðandi var skipaður tók hann málið yfir en Sigurður skilaði forseta Alþingis greinargerð um hans skoðun á málinu sem forsetinn hefur staðið í vegi fyrir að yrði birt. Um þá ákvörðun hafa staðið deilur mánuðum saman. Þingflokksformaður Pírata ákvað síðan í dag að birta greinargerðina. Hún segir ýmislegt athugunarvert að finna í skýrslunni. „Í fyrsta lagi bendir settur ríkisendurskoðandi á að greiddir hafi verið reikningar upp á rúma tíu milljarða án þess að einhverjar skýringar hafi verið gefnar á þessum greiðslum af hálfi Lindarhvols og það er auðvitað stórlega athugavert að skila inn slíkum bókhaldsgögnum sérstaklega þegar um er að ræða almannafé,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Margvíslegar athugasemdir um Klakka Þá séu margvíslegar athugasemdir að finna um verðmat á eignum. Meðal annars á Klakka sem hefur verið einna helst í umræðunni. „Settur ríkisendurskoðandi lítur svo á að eignin hafi verið seld á um helmingi andvirði síns sem er auðvitað líka mjög athugunarvert mál og þar fyrir utan finnst mér auðvitað líka aðalatriðið í þessu vera algjör skortur á gagnsæi,“ segir Þórhildur Sunna. Hún gat ekki tjáð sig um það hvort lögbrot hefðu verið fram að svo stöddu, greinargerðina þyrfti að skoða ítarlegar. Mikilvægt væri að skoða málið vel til að hægt verði að draga lærdóm af því og ef draga þyrfti einhvern til ábyrgðar. Píratar líklega brotið trúnað Birgir Ármannson, forseti Alþingis, telur líklegt að Píratar hafi brotið trúnað með að birta greinargerðina opinberlega. „Við eigum eftir að fara yfir það hér innanhús ég þarf að ráðfæra mig við embættismenn þingsins og síðan þurfi að ræða þetta í forsætisnefnd hvaða afleiðingar þetta hefur en mér sýnist að staðan sé sú að þetta sé ekki í samræmi við reglur þingsins um meðferð trúnaðarupplýsinga,“ segir Birgir. Ég bara vona að Birgir ætli ekki að fara setja fordæmi fyrir því að láta þingmenn sæta ábyrgðar á því hvað þeir gera við póst sem berst þeim í sín pósthólf. Þetta er minn póstur og Birgir getur bara haldið sínum krumlum af honum,“ segir Þórhildur Sunna. Starfsemi Lindarhvols Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Píratar Tengdar fréttir Vilja að þing verði kallað saman vegna Lindarhvols Þingmenn Miðflokksins hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að hann leggi fram tillögu til forseta Íslands þess efnis að þing verði kvatt saman til að ræða þær upplýsingar sem fram koma í nýbirtri Lindarhvolsskýrslu. 6. júlí 2023 16:02 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Eftir að nýr ríkisendurskoðandi var skipaður tók hann málið yfir en Sigurður skilaði forseta Alþingis greinargerð um hans skoðun á málinu sem forsetinn hefur staðið í vegi fyrir að yrði birt. Um þá ákvörðun hafa staðið deilur mánuðum saman. Þingflokksformaður Pírata ákvað síðan í dag að birta greinargerðina. Hún segir ýmislegt athugunarvert að finna í skýrslunni. „Í fyrsta lagi bendir settur ríkisendurskoðandi á að greiddir hafi verið reikningar upp á rúma tíu milljarða án þess að einhverjar skýringar hafi verið gefnar á þessum greiðslum af hálfi Lindarhvols og það er auðvitað stórlega athugavert að skila inn slíkum bókhaldsgögnum sérstaklega þegar um er að ræða almannafé,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Margvíslegar athugasemdir um Klakka Þá séu margvíslegar athugasemdir að finna um verðmat á eignum. Meðal annars á Klakka sem hefur verið einna helst í umræðunni. „Settur ríkisendurskoðandi lítur svo á að eignin hafi verið seld á um helmingi andvirði síns sem er auðvitað líka mjög athugunarvert mál og þar fyrir utan finnst mér auðvitað líka aðalatriðið í þessu vera algjör skortur á gagnsæi,“ segir Þórhildur Sunna. Hún gat ekki tjáð sig um það hvort lögbrot hefðu verið fram að svo stöddu, greinargerðina þyrfti að skoða ítarlegar. Mikilvægt væri að skoða málið vel til að hægt verði að draga lærdóm af því og ef draga þyrfti einhvern til ábyrgðar. Píratar líklega brotið trúnað Birgir Ármannson, forseti Alþingis, telur líklegt að Píratar hafi brotið trúnað með að birta greinargerðina opinberlega. „Við eigum eftir að fara yfir það hér innanhús ég þarf að ráðfæra mig við embættismenn þingsins og síðan þurfi að ræða þetta í forsætisnefnd hvaða afleiðingar þetta hefur en mér sýnist að staðan sé sú að þetta sé ekki í samræmi við reglur þingsins um meðferð trúnaðarupplýsinga,“ segir Birgir. Ég bara vona að Birgir ætli ekki að fara setja fordæmi fyrir því að láta þingmenn sæta ábyrgðar á því hvað þeir gera við póst sem berst þeim í sín pósthólf. Þetta er minn póstur og Birgir getur bara haldið sínum krumlum af honum,“ segir Þórhildur Sunna.
Starfsemi Lindarhvols Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Píratar Tengdar fréttir Vilja að þing verði kallað saman vegna Lindarhvols Þingmenn Miðflokksins hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að hann leggi fram tillögu til forseta Íslands þess efnis að þing verði kvatt saman til að ræða þær upplýsingar sem fram koma í nýbirtri Lindarhvolsskýrslu. 6. júlí 2023 16:02 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Vilja að þing verði kallað saman vegna Lindarhvols Þingmenn Miðflokksins hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að hann leggi fram tillögu til forseta Íslands þess efnis að þing verði kvatt saman til að ræða þær upplýsingar sem fram koma í nýbirtri Lindarhvolsskýrslu. 6. júlí 2023 16:02
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent