„Þetta er minn póstur og Birgir getur haldið sínum krumlum af honum“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 6. júlí 2023 19:18 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata birti greinargerðina í morgun en hún segir hana eiga erindi við almenning. Vísir/Dúi Lindarhvoll var félag sem stofnað var til að halda utan eignir sem ríkið leysti til sín við uppgjör við föllnu bankana eftir hrun. Félagið seldi síðan eignirnar. Deilt hefur verið um framkvæmdina og var Sigurður Þórðarson settur ríkisendurskoðandi til að skoða málið vegna vanhæfis þáverandi ríkisendurskoðanda. Eftir að nýr ríkisendurskoðandi var skipaður tók hann málið yfir en Sigurður skilaði forseta Alþingis greinargerð um hans skoðun á málinu sem forsetinn hefur staðið í vegi fyrir að yrði birt. Um þá ákvörðun hafa staðið deilur mánuðum saman. Þingflokksformaður Pírata ákvað síðan í dag að birta greinargerðina. Hún segir ýmislegt athugunarvert að finna í skýrslunni. „Í fyrsta lagi bendir settur ríkisendurskoðandi á að greiddir hafi verið reikningar upp á rúma tíu milljarða án þess að einhverjar skýringar hafi verið gefnar á þessum greiðslum af hálfi Lindarhvols og það er auðvitað stórlega athugavert að skila inn slíkum bókhaldsgögnum sérstaklega þegar um er að ræða almannafé,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Margvíslegar athugasemdir um Klakka Þá séu margvíslegar athugasemdir að finna um verðmat á eignum. Meðal annars á Klakka sem hefur verið einna helst í umræðunni. „Settur ríkisendurskoðandi lítur svo á að eignin hafi verið seld á um helmingi andvirði síns sem er auðvitað líka mjög athugunarvert mál og þar fyrir utan finnst mér auðvitað líka aðalatriðið í þessu vera algjör skortur á gagnsæi,“ segir Þórhildur Sunna. Hún gat ekki tjáð sig um það hvort lögbrot hefðu verið fram að svo stöddu, greinargerðina þyrfti að skoða ítarlegar. Mikilvægt væri að skoða málið vel til að hægt verði að draga lærdóm af því og ef draga þyrfti einhvern til ábyrgðar. Píratar líklega brotið trúnað Birgir Ármannson, forseti Alþingis, telur líklegt að Píratar hafi brotið trúnað með að birta greinargerðina opinberlega. „Við eigum eftir að fara yfir það hér innanhús ég þarf að ráðfæra mig við embættismenn þingsins og síðan þurfi að ræða þetta í forsætisnefnd hvaða afleiðingar þetta hefur en mér sýnist að staðan sé sú að þetta sé ekki í samræmi við reglur þingsins um meðferð trúnaðarupplýsinga,“ segir Birgir. Ég bara vona að Birgir ætli ekki að fara setja fordæmi fyrir því að láta þingmenn sæta ábyrgðar á því hvað þeir gera við póst sem berst þeim í sín pósthólf. Þetta er minn póstur og Birgir getur bara haldið sínum krumlum af honum,“ segir Þórhildur Sunna. Starfsemi Lindarhvols Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Píratar Tengdar fréttir Vilja að þing verði kallað saman vegna Lindarhvols Þingmenn Miðflokksins hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að hann leggi fram tillögu til forseta Íslands þess efnis að þing verði kvatt saman til að ræða þær upplýsingar sem fram koma í nýbirtri Lindarhvolsskýrslu. 6. júlí 2023 16:02 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira
Eftir að nýr ríkisendurskoðandi var skipaður tók hann málið yfir en Sigurður skilaði forseta Alþingis greinargerð um hans skoðun á málinu sem forsetinn hefur staðið í vegi fyrir að yrði birt. Um þá ákvörðun hafa staðið deilur mánuðum saman. Þingflokksformaður Pírata ákvað síðan í dag að birta greinargerðina. Hún segir ýmislegt athugunarvert að finna í skýrslunni. „Í fyrsta lagi bendir settur ríkisendurskoðandi á að greiddir hafi verið reikningar upp á rúma tíu milljarða án þess að einhverjar skýringar hafi verið gefnar á þessum greiðslum af hálfi Lindarhvols og það er auðvitað stórlega athugavert að skila inn slíkum bókhaldsgögnum sérstaklega þegar um er að ræða almannafé,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Margvíslegar athugasemdir um Klakka Þá séu margvíslegar athugasemdir að finna um verðmat á eignum. Meðal annars á Klakka sem hefur verið einna helst í umræðunni. „Settur ríkisendurskoðandi lítur svo á að eignin hafi verið seld á um helmingi andvirði síns sem er auðvitað líka mjög athugunarvert mál og þar fyrir utan finnst mér auðvitað líka aðalatriðið í þessu vera algjör skortur á gagnsæi,“ segir Þórhildur Sunna. Hún gat ekki tjáð sig um það hvort lögbrot hefðu verið fram að svo stöddu, greinargerðina þyrfti að skoða ítarlegar. Mikilvægt væri að skoða málið vel til að hægt verði að draga lærdóm af því og ef draga þyrfti einhvern til ábyrgðar. Píratar líklega brotið trúnað Birgir Ármannson, forseti Alþingis, telur líklegt að Píratar hafi brotið trúnað með að birta greinargerðina opinberlega. „Við eigum eftir að fara yfir það hér innanhús ég þarf að ráðfæra mig við embættismenn þingsins og síðan þurfi að ræða þetta í forsætisnefnd hvaða afleiðingar þetta hefur en mér sýnist að staðan sé sú að þetta sé ekki í samræmi við reglur þingsins um meðferð trúnaðarupplýsinga,“ segir Birgir. Ég bara vona að Birgir ætli ekki að fara setja fordæmi fyrir því að láta þingmenn sæta ábyrgðar á því hvað þeir gera við póst sem berst þeim í sín pósthólf. Þetta er minn póstur og Birgir getur bara haldið sínum krumlum af honum,“ segir Þórhildur Sunna.
Starfsemi Lindarhvols Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Píratar Tengdar fréttir Vilja að þing verði kallað saman vegna Lindarhvols Þingmenn Miðflokksins hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að hann leggi fram tillögu til forseta Íslands þess efnis að þing verði kvatt saman til að ræða þær upplýsingar sem fram koma í nýbirtri Lindarhvolsskýrslu. 6. júlí 2023 16:02 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira
Vilja að þing verði kallað saman vegna Lindarhvols Þingmenn Miðflokksins hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að hann leggi fram tillögu til forseta Íslands þess efnis að þing verði kvatt saman til að ræða þær upplýsingar sem fram koma í nýbirtri Lindarhvolsskýrslu. 6. júlí 2023 16:02