Innlent

Akur­eyringar ó­sáttir við reyk­mengun: „Fólk er komið með nóg“

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Skemmitferðaskipið heitir MS Zuiderdam og er hollenskt. 
Skemmitferðaskipið heitir MS Zuiderdam og er hollenskt.  Jónas Godsk Rögnvaldsson

Grár reykur sem blæs út frá skemmtiferðaskipi sem staðsett er í höfn Akureyrar og myndar að sögn íbúa blágráa slikju yfir bæinn hefur vakið talsverða athygli meðal íbúa Akureyrar. Íbúi segir fólk hafa fengið nóg af ástandinu.

Jónas Godsk Rögnvaldsson, íbúi í Eyjafirði, segist hafa fundið sterka mengunarlykt þegar hann gekk út úr húsi í morgun og síðar séð blágráa slikju myndast yfir Eyjafjarðarsveitinni. 

Hann segir mengunina frá skipunum vera hinn núverandi landsbyggðarskattur. „Við fáum hingað þessi risastóru skip sem spúa eldi og brennisteini yfir fjörðinn okkar fagra,“ segir Jónas í samtali við Vísi. 

Hann segir aukna umferð skemmtiferðaskipa vera þyrnir í augum fólks. „Fólk er komið með nóg.“

Mengunin er mikil og sterkur fnykur fylgir, að sögn bæjarbúa. Aðsend

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, segir ástandið „alls ekki nógu gott“ í samtali við Vísi. Slíkur útblástur sé ekki í samræmi við stefnu bæjarins. „Það hlýtur að vera eitthvað að fyrst þetta er svona,“ segir Ásthildur. 

„Við fáum hingað þessi risastóru skip sem spúa eldi og brennisteini yfir fjörðinn okkar fagra,“ segir Jónas.Jónas Godsk Rögnvaldsson

Á mánudag sást blár reykur berast úr skemmtiferðaskipi sem þá var í höfn, sem olli furðu bæjarbúa. Pétur Ólafsson, hafnarstjóri Akureyrarhafnar, sagði í kjölfarið í samtali við Morgunblaðið að slíkur útblástur frá skemmtiferðaskipum teldist til algerar undantekningar.

Íbúar lýsa reyknum sem grábláum að lit.Aðsend
Mynd tekin í dag.Aðsend



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×