Tvöfaldir heimsmeistarar á tveimur dögum: „Ég er hálf orðlaus“ Máni Snær Þorláksson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 3. júlí 2023 18:36 Íslenskir danshópar hafa unnið til tveggja gullverðlauna á heimsmeistaramótinu í dansi sem fer fram í Braga í Portúgal þessa stundina. Aðsend Íslenskir dansarar frá DansKompaní í Reykjanesbæ unnu tvenn gullverðlaun á heimsmeistaramótinu í dansi í dag. Skólastjóri DansKompaní segir að dugnaður og liðsheild sé galdurinn á bakvið þennan magnaða árangur. „Það eru komnir tveir heimsmeistaratitlar í hús núna á öðrum degi hjá okkur í keppninni,“ útskýrir Helga Ásta Ólafsdóttir skólastjóri í samtali við fréttastofu. Um er að ræða verðlaun í aldursflokki fyrir krakka frá tíu upp í fjórtán ára. Flokkurinn miðast við elsta keppandann í honum og því eru líka keppendur yngri en tíu ára sem taka þátt þar. „Við erum með keppendur alveg niður í sjö ára í þessum hópum hjá okkur.“ Dansararnir í DansKompaní unnu til verðlauna fyrir atriði sín í flokki þar sem bæði er dansað og sungið á sviðinu. Annar hópurinn sem vann var lítill hópur, það er með tíu dönsurum, hinn hópurinn var stór og í honum voru þrjátíu og einn dansari. Grátandi af gleði Aðspurð um það hvernig sigurvegurunum líður segir Helga Ásta að allur hópurinn sé í skýjunum, eðlilega. „Tilfinningarnar bera alla ofurliði í svona, það er svolítið staðan. Það eru allir bara hágrátandi, við og foreldrarnir og öll bara grátandi af gleði. Þetta er frábær árangur og svo gerist þetta aftur klukkutíma síðar í öðrum flokki.“ Samrýmdur og flottur hópur Helga Ásta segir að galdurinn á bakvið þennan árangur sé mikill dugnaður, orka og kraftur. Hópurinn sé búinn að æfa ótrúlega mikið. Þá sé foreldrahópurinn einnig sterkur. „Þetta er ótrúlega samrýmdur og flottur hópur. Svona kemur náttúrulega bara út frá mikilli vinnu og sterkri liðsheild. Ég er hálf orðlaus, þetta er bara algjörlega geggjað.“ Þrátt fyrir þennan frábæra árangur er ekki kominn tími til að slaka á því mótið er ekki búið. „Það þurfa allir að setja sig í stellingar og undirbúa sig fyrir morgundaginn, því við höldum áfram að keppa alveg til áttunda júlí.“ Dans Portúgal Íslendingar erlendis Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Það eru komnir tveir heimsmeistaratitlar í hús núna á öðrum degi hjá okkur í keppninni,“ útskýrir Helga Ásta Ólafsdóttir skólastjóri í samtali við fréttastofu. Um er að ræða verðlaun í aldursflokki fyrir krakka frá tíu upp í fjórtán ára. Flokkurinn miðast við elsta keppandann í honum og því eru líka keppendur yngri en tíu ára sem taka þátt þar. „Við erum með keppendur alveg niður í sjö ára í þessum hópum hjá okkur.“ Dansararnir í DansKompaní unnu til verðlauna fyrir atriði sín í flokki þar sem bæði er dansað og sungið á sviðinu. Annar hópurinn sem vann var lítill hópur, það er með tíu dönsurum, hinn hópurinn var stór og í honum voru þrjátíu og einn dansari. Grátandi af gleði Aðspurð um það hvernig sigurvegurunum líður segir Helga Ásta að allur hópurinn sé í skýjunum, eðlilega. „Tilfinningarnar bera alla ofurliði í svona, það er svolítið staðan. Það eru allir bara hágrátandi, við og foreldrarnir og öll bara grátandi af gleði. Þetta er frábær árangur og svo gerist þetta aftur klukkutíma síðar í öðrum flokki.“ Samrýmdur og flottur hópur Helga Ásta segir að galdurinn á bakvið þennan árangur sé mikill dugnaður, orka og kraftur. Hópurinn sé búinn að æfa ótrúlega mikið. Þá sé foreldrahópurinn einnig sterkur. „Þetta er ótrúlega samrýmdur og flottur hópur. Svona kemur náttúrulega bara út frá mikilli vinnu og sterkri liðsheild. Ég er hálf orðlaus, þetta er bara algjörlega geggjað.“ Þrátt fyrir þennan frábæra árangur er ekki kominn tími til að slaka á því mótið er ekki búið. „Það þurfa allir að setja sig í stellingar og undirbúa sig fyrir morgundaginn, því við höldum áfram að keppa alveg til áttunda júlí.“
Dans Portúgal Íslendingar erlendis Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“