Innlent

Keyrði út af veginum við Flótta­manna­leið

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla lokaði umferð um veginn á meðan bíllinn var dreginn úr vegarkanti.
Lögregla lokaði umferð um veginn á meðan bíllinn var dreginn úr vegarkanti. Vísir/Telma

Bíl var ekið út af veginum á Elliðavatnsvegi, svokallaðri Flóttamannaleið, ekki langt frá afleggjaranum að Maríuhellum, í morgun.

Sævar Guðmundsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að tilkynning um málið hafi borist lögreglu skömmu eftir klukkan 10 í morgun. Þegar lögregla hafi mætt á staðinn hafi ökumaðurinn hins vegar verið farinn af vettvangi.

Kranabíll var í kjölfarið kallaður á staðinn og bíllinn dreginn úr vegarkanti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×