Innlent

Ung­lingar játuðu að partíið væri vand­ræða­legt

Árni Sæberg skrifar
Guðmundarlundur í Kópavogi virðist vera orðinn vinsæll samkomustaður skemmtanaþyrstra unglinga. Hér er þó um að ræða skólakrakka í fylgd með fullorðnum.
Guðmundarlundur í Kópavogi virðist vera orðinn vinsæll samkomustaður skemmtanaþyrstra unglinga. Hér er þó um að ræða skólakrakka í fylgd með fullorðnum. Vísir/Vilhelm

Í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um tvö til þrjú hundruð manna unglingapartí í Guðmundarlundi í Kópavogi. Þegar lögreglu bar að garði var rólegt yfir öllu og ungmenninn höfðu sjálf orð á að um væri að ræða „heldur vandræðalegt partí.“

Þetta segir í dagbókarfærslu fyrir gærkvöldið og nóttina. Þar segir að í partíinu hafi engin sjáanleg ölvun meðal unglinganna, en þó hafi verið talið að einhverjir þeirra hafi verið að fá sér sopa inni í skóginum. Að öðru leyti hafi partíið verið rólegt og tónlist ómað undir sykurpúðagrilli.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×