Vill nefna rostunginn Lalla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. júní 2023 16:33 Rostungurinn Lalli flatmagar á Króknum. LÁRA HALLA SIGURÐARDÓTTIR Ágúst Kárason, hafnarvörður á Sauðárkróki, vill nefna rostung, sem flatmagar nú á höfninni, í höfuðið á fyrrverandi hafnarverði. Starfsmenn hafnarinnar eru þegar farnir að kalla rostunginn nafninu Lárus, eða Lalli. Lalli mætti á höfnina um klukkan níu í gærkvöldi og hefur sig ekkert fært. „Það voru eiginlega tryllukarlarnir sem urðu fyrst varir við hann, það fólk sem var þarna á ferðinni. Hann er ekki einu sinni farinn að borga hafnargjöld, kvikindið á honum,“ segir Ágúst og hlær. Þetta er þriðji rostungurinn á þessu ári sem hefur haft viðkomu hér á Íslandi. Hinir tveir komu við annars vegar á Þórshöfn og hins vegar Álftanesi. Bæði skiptin vakti viðkoman mikla athygli. Þetta skiptið er engin undantekning. „Það er stanslaus traffík þarna, alveg ótrúlega mikið og bara gaman að þessu. Það væri gaman ef hann verður hérna á fimmtudaginn í næstu viku, þá kemur skemmtiferðaskip. Þannig að við erum að reyna að landa samningum við hann.“ Það sé virkilega sérstakt að sjá svona skepnu. „Hann er ofboðslega stór, hann er örugglega átta hundruð kíló eða meira. Þetta er mjög stór skepna og húðlatur, hann hreyfir sig ekki,“ segir Ágúst. Rostungar sem hafa gert sig heimakomna í byggð hafa oft og tíðum fengið nafn. Rostungur sem heimsótti Þórshöfn í apríl hefur fengið nafnið Þór og rostungurinn sem naut lífsins á smábátahöfn nærri Osló í Norgi síðasta haust, fékk nafnið Freyja. „Ég vil nú bara nefna hann eftir gömlum hafnarverði hérna, honum Lárusi. Þannig að við köllum hann bara Lalla.“ Dýr Skagafjörður Hafnarmál Tengdar fréttir Rostungur flatmagar á Króknum: „Hann hefur bryggjuna út af fyrir sig alla helgina“ Stærðarinnar rostungur flatmagar nú á smábátabryggju á Sauðárkróki. Smábátaeigendur urðu varir við rostunginn í gærkvöldi og er búið að girða af svæðið. 30. júní 2023 08:35 Myndaveisla: Rostungur í mestu makindum á Álftanesi Rostungur sem sást í Hafnarfjarðarhöfn liggur nú í fjörunni á Álftanesi. Þar hefur hann verið í nokkrar klukkustundir og vakið mikla athygli. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, mætti á vettvang og tók myndir af þessari mögnuðu skepnu. 7. júní 2023 19:21 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Lalli mætti á höfnina um klukkan níu í gærkvöldi og hefur sig ekkert fært. „Það voru eiginlega tryllukarlarnir sem urðu fyrst varir við hann, það fólk sem var þarna á ferðinni. Hann er ekki einu sinni farinn að borga hafnargjöld, kvikindið á honum,“ segir Ágúst og hlær. Þetta er þriðji rostungurinn á þessu ári sem hefur haft viðkomu hér á Íslandi. Hinir tveir komu við annars vegar á Þórshöfn og hins vegar Álftanesi. Bæði skiptin vakti viðkoman mikla athygli. Þetta skiptið er engin undantekning. „Það er stanslaus traffík þarna, alveg ótrúlega mikið og bara gaman að þessu. Það væri gaman ef hann verður hérna á fimmtudaginn í næstu viku, þá kemur skemmtiferðaskip. Þannig að við erum að reyna að landa samningum við hann.“ Það sé virkilega sérstakt að sjá svona skepnu. „Hann er ofboðslega stór, hann er örugglega átta hundruð kíló eða meira. Þetta er mjög stór skepna og húðlatur, hann hreyfir sig ekki,“ segir Ágúst. Rostungar sem hafa gert sig heimakomna í byggð hafa oft og tíðum fengið nafn. Rostungur sem heimsótti Þórshöfn í apríl hefur fengið nafnið Þór og rostungurinn sem naut lífsins á smábátahöfn nærri Osló í Norgi síðasta haust, fékk nafnið Freyja. „Ég vil nú bara nefna hann eftir gömlum hafnarverði hérna, honum Lárusi. Þannig að við köllum hann bara Lalla.“
Dýr Skagafjörður Hafnarmál Tengdar fréttir Rostungur flatmagar á Króknum: „Hann hefur bryggjuna út af fyrir sig alla helgina“ Stærðarinnar rostungur flatmagar nú á smábátabryggju á Sauðárkróki. Smábátaeigendur urðu varir við rostunginn í gærkvöldi og er búið að girða af svæðið. 30. júní 2023 08:35 Myndaveisla: Rostungur í mestu makindum á Álftanesi Rostungur sem sást í Hafnarfjarðarhöfn liggur nú í fjörunni á Álftanesi. Þar hefur hann verið í nokkrar klukkustundir og vakið mikla athygli. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, mætti á vettvang og tók myndir af þessari mögnuðu skepnu. 7. júní 2023 19:21 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Rostungur flatmagar á Króknum: „Hann hefur bryggjuna út af fyrir sig alla helgina“ Stærðarinnar rostungur flatmagar nú á smábátabryggju á Sauðárkróki. Smábátaeigendur urðu varir við rostunginn í gærkvöldi og er búið að girða af svæðið. 30. júní 2023 08:35
Myndaveisla: Rostungur í mestu makindum á Álftanesi Rostungur sem sást í Hafnarfjarðarhöfn liggur nú í fjörunni á Álftanesi. Þar hefur hann verið í nokkrar klukkustundir og vakið mikla athygli. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, mætti á vettvang og tók myndir af þessari mögnuðu skepnu. 7. júní 2023 19:21