Lífið

Gulli búinn að vinna síðustu vaktina

Íris Hauksdóttir og Máni Snær Þorláksson skrifa
„Bítið! Takk fyrir mig,“ skrifar Gulli Helga með þessari mynd sem hann birti á Facebook-síðu sinni í dag.
„Bítið! Takk fyrir mig,“ skrifar Gulli Helga með þessari mynd sem hann birti á Facebook-síðu sinni í dag. Facebook/Gulli Helga

Útvarps -og sjónvarpsmaðurinn góðkunni, Gulli Helga vann sína síðstu vakt í dag. Síðastliðin tíu ár hefur hann vaknað snemma og vakið þjóðina ásamt félögum sínum í Bítinu. Hann segist þakklátur fyrir tímann en framundan séu jafnframt spennandi verkefni. 

Gulli hefur verið byrjunarliðsmaður í Bítinu í tíu ár en ferill hans þar spannar þó um fjóra áratugi aftur í tímann en hann hóf störf árið 1984. „Ég byrjaði í morgunsjónvarpinu að leysa Heimi og Ingu Lind af. Þá var ég að leysa þau af alla mánudagsmorgna,“ útskýrði hann í samtali við Vísi fyrr í mánuðinum.

Þar sagðist hann reikna með því að halda áfram að vakna snemma, þrátt fyrir að vera ekki í morgunútvarpinu. „Ég er ekkert að setjast í helgan stein.“

Það var svo þann 1. júlí árið 2013 sem hann fékk traustið og byrjaði af fullum krafti sem fastur liðsmaður í morgunþættinum á Bylgjunni. Samstarfið við Heimi stendur upp úr hjá Gulla sem segir það hafa verið ótrúlega gefandi, stundum þreytandi en mjög skemmtilegt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×