Innlent

Þyrlu­sveitin sótti slasaðan reið­hjóla­mann

Árni Sæberg skrifar
Þyrlan var hvort sem er á leiðinni heim.
Þyrlan var hvort sem er á leiðinni heim. Vísir/Vilhelm

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var á leið til Reykjavíkur eftir æfingar á Austfjörðum þegar tilkynning barst um reiðhjólaslys í Bláskógabyggð á Suðurlandi. Þyrlunni var lent þar og sá slasaði tekinn upp í og stefnan tekin á Reykjavík á ný.

Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við Vísi. Hann sagði þyrluna enn vera á leið til höfuðborgarinnar um klukkan 23:40.

Mbl.is, sem greindi fyrst frá slysinu, hefur eftir lögreglunni á Suðurlandi að slysið hafi orðið á illfærum stað og því hafi verið óskað eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar. Þá liggi ekki fyrir upplýsingar um tildrög slyssins en sá slasaði sé beinbrotinn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×