„Fannst ég eiga það skilið að koma til baka“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. júní 2023 22:02 Jóhann Árni Gunnarsson er leikmaður Stjörnunnar. Stjarnan Jóhann Árni Gunnarsson var mættur aftur í byrjunarlið Stjörnunnar sem lagði FH sannfærandi að velli í kvöld, 5-0. Hann var ánægður með sigurinn og að fá aftur tækifæri í byrjunarliðinu. Stjarnan stjórnaði leiknum allan tíman og voru komnir tveimur mörkum yfir eftir aðeins 12 mínútur. „Ég er mjög sáttur, byrjum á því að setja tvö mörk og eftir það erum við algjörlega með stjórnina bara allan leikinn. Héldum frábærlega í boltann og mér fannst þeir aldrei eiga séns.“ Eftir að hafa byrjað alla leiki undir stjórn Ágústs Gylfasonar var Jóhann settur á bekkinn þegar Jökull Elísabetarson tók við starfi hans sem aðalþjálfari liðsins. „Mér fannst ég standa mig vel í dag og ég held að sé kominn aftur inn bara afþví að ég er búinn að æfa rosalega vel, sýna gott viðhorf og koma vel inn á þegar ég hef fengið mínútur. Þannig að mér fannst ég eiga það skilið að koma til baka í dag.“ Stjarnan er ungt og spennandi lið sem hefur á köflum sýnt frábæra takta inni á vellinum, en liðinu hefur skort stöðugleika og ekki tekist að tengja saman sigra. „Það er það sem við þurfum að reyna að bæta í okkar leik. Við höfum sýnt að við getum unnið öll lið en við getum líka tapað fyrir öllum liðum, þannig að það [stöðugleiki] er klárlega eitthvað sem við þurfum að reyna að bæta.“ Það er nokkuð langt í að Stjarnan spili aftur, en liðið á næst leik gegn Val mánudaginn 17. júlí. Jóhann segir liðið ætla að nýta þennan tíma vel til undirbúnings fyrir seinni hluta mótsins. „Það hefur verið talað um undirbúningstímabil númer tvö, við fögnum því bara“ Stjarnan Besta deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - FH 5-0 | Stjarnan upp um þrjú sæti með risasigri Stjörnumenn voru heldur betur í stuði þegar þeir tóku á móti FH-ingum í kvöld. Leiknum lauk með 5-0 sigri Stjörnunnar sem kemur sér upp í 8. sæti deildarinnar. Emil Atlason skoraði fyrstu tvö mörkin en Eggert Aron, Guðmundur Kristjánsson og Ísak Andri skoruðu svo eitt mark hver. 29. júní 2023 21:48 Mest lesið Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sætur sigur sóttur Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Sjá meira
Stjarnan stjórnaði leiknum allan tíman og voru komnir tveimur mörkum yfir eftir aðeins 12 mínútur. „Ég er mjög sáttur, byrjum á því að setja tvö mörk og eftir það erum við algjörlega með stjórnina bara allan leikinn. Héldum frábærlega í boltann og mér fannst þeir aldrei eiga séns.“ Eftir að hafa byrjað alla leiki undir stjórn Ágústs Gylfasonar var Jóhann settur á bekkinn þegar Jökull Elísabetarson tók við starfi hans sem aðalþjálfari liðsins. „Mér fannst ég standa mig vel í dag og ég held að sé kominn aftur inn bara afþví að ég er búinn að æfa rosalega vel, sýna gott viðhorf og koma vel inn á þegar ég hef fengið mínútur. Þannig að mér fannst ég eiga það skilið að koma til baka í dag.“ Stjarnan er ungt og spennandi lið sem hefur á köflum sýnt frábæra takta inni á vellinum, en liðinu hefur skort stöðugleika og ekki tekist að tengja saman sigra. „Það er það sem við þurfum að reyna að bæta í okkar leik. Við höfum sýnt að við getum unnið öll lið en við getum líka tapað fyrir öllum liðum, þannig að það [stöðugleiki] er klárlega eitthvað sem við þurfum að reyna að bæta.“ Það er nokkuð langt í að Stjarnan spili aftur, en liðið á næst leik gegn Val mánudaginn 17. júlí. Jóhann segir liðið ætla að nýta þennan tíma vel til undirbúnings fyrir seinni hluta mótsins. „Það hefur verið talað um undirbúningstímabil númer tvö, við fögnum því bara“
Stjarnan Besta deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - FH 5-0 | Stjarnan upp um þrjú sæti með risasigri Stjörnumenn voru heldur betur í stuði þegar þeir tóku á móti FH-ingum í kvöld. Leiknum lauk með 5-0 sigri Stjörnunnar sem kemur sér upp í 8. sæti deildarinnar. Emil Atlason skoraði fyrstu tvö mörkin en Eggert Aron, Guðmundur Kristjánsson og Ísak Andri skoruðu svo eitt mark hver. 29. júní 2023 21:48 Mest lesið Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sætur sigur sóttur Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Sjá meira
Umfjöllun: Stjarnan - FH 5-0 | Stjarnan upp um þrjú sæti með risasigri Stjörnumenn voru heldur betur í stuði þegar þeir tóku á móti FH-ingum í kvöld. Leiknum lauk með 5-0 sigri Stjörnunnar sem kemur sér upp í 8. sæti deildarinnar. Emil Atlason skoraði fyrstu tvö mörkin en Eggert Aron, Guðmundur Kristjánsson og Ísak Andri skoruðu svo eitt mark hver. 29. júní 2023 21:48