Páll segir „hvellskýrt“ að fjármálaráðherra beri ábyrgð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. júní 2023 14:27 Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur verið ómyrkur í máli um framkvæmd Íslandsbankasölunnar allt frá því hún var framkvæmd fyrir rúmu ári. Vísir/Vilhelm Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi forseti bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum, talaði tæpitungulaust um Íslandsbankamálið í Morgunútvarpinu á Rás 2 og segir „hvellskýrt“ í huga sínum að hin endanlega pólitíska ábyrgð á Íslandsbankasölunni liggi hjá Bjarna Benediktssyni fjármála-og efnahagsráðherra. Páll hefur verið afar gagnrýninn á framkvæmd útboðsins alveg frá upphafi en nokkrum vikum eftir útboðið skrifaði hann færslu á Facebook sem fór sem eldur í sinu þar sem hann finnur að því að afsláttur af skráðu dagslokagengi hlutabréfa í Íslandsbanka hafi verið gefinn í hlutafjárútboðinu eða því sem nemur rúmum fjórum prósentum. „Þetta svo sem sýnir það sem ég og ýmsir fleiri héldum fram í upphafi að þetta útboð er klúður og það er eiginlega alveg sama hvar á það er litið. Þetta kom fram strax í upphafi að þetta var siðlítið, ósiðlegt,“ sagði Páll í viðtalinu í morgun. Þar sagði hann að útboðið hafi bæði verið ósiðlegt og að almenningur hafi ekki fengið hámarksverð fyrir sinn hlut. Skýrsla FME sýni þá ofan á allt að lögbrot hafi verið framin við framkvæmdina. Páll sagði þá að ábyrgðarkeðjan sé skýr, „Þetta er þannig að Alþingi, fyrir hönd þjóðarinnar, felur fjármálaráðherra í lögum að framkvæma þessa sölu. Hann hefur endanlegt ákvörðunarvald um söluferlið. Og þar sem endanlegt ákvörðunarvald liggur, þar liggur líka endanleg ábyrgð.“ Fjármálaráðherra beri ábyrgð á því hverja hann veldi til verksins og þá endanlega pólitíska ábyrgð gagnvart þingi og þjóð. Snærós Sindradóttir, annar tveggja þáttastjórnenda Morgunútvarpsins, innti Pál eftir skýrari svörum og spurði hreint út hvort Páll væri með orðum sínum að kalla eftir því að fjármálaráðherra stígi til hliðar. Páll svaraði því til að menn geti axlað sína ábyrgð með ýmsum hætti. „Það er kannski meginatriði að menn skilji hana sjálfir og viðurkenni hana og séu ekki svona einhvern veginn að ýta þessu öllu frá sér. Ég er ekkert að kalla eftir því. Auðvitað verður fjármálaráðherra bara að gera það upp við sjálfan sig hvar hann hefur misstigið sig í þessu máli og hvort það sé þess eðlis að hann þurfi að hugsa sinn gang, en ég er ekkert endilega að segja að það sé hin eðlilega eða rökrétta leið í þessu,“ segir Páll og bætir við að það sé aftur á móti „hvellskýrt“ í hans huga að ábyrgðin sé hjá fjármálaráðherra. Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Seðlabankinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Gagnrýnir aðferðafræði Íslandsbankaútboðsins Fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir stjórnkerfið hafa tapað trausti og trúverðugleika vegna aðferðarfræðinnar við söluna á Íslandsbanka. Afar mikilvægt sé að upplýsa hvernig fjárfestarnir voru valdir til að kaupa í bankanum á afslætti. 1. maí 2022 12:00 Sé rangt hjá Bjarna að enginn hafi getað selt strax með tíu milljóna hagnaði Páll Magnússon segir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hafa farið með rangt mál þegar hann gerði lítið úr frásögn um að einstaklingur hafi grætt tíu milljónir á innan við sólarhring með því að selja bréf í Íslandsbanka sem hann keypti í útboði Bankasýslunnar. Fjármálaráðherra segir sögu Páls hafa tekið breytingum. 25. apríl 2022 13:53 Sláandi að menn telji enn söluna hafa verið farsæla Þingmenn stjórnarandstöðu telja mörgum spurningum enn ósvarað um mál Íslandsbanka. Bankasýslan segir ábyrgðina liggja hjá bankanum og að útboðið hafi verið eitt það farsælasta í Evrópu. 28. júní 2023 22:00 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Sjá meira
Páll hefur verið afar gagnrýninn á framkvæmd útboðsins alveg frá upphafi en nokkrum vikum eftir útboðið skrifaði hann færslu á Facebook sem fór sem eldur í sinu þar sem hann finnur að því að afsláttur af skráðu dagslokagengi hlutabréfa í Íslandsbanka hafi verið gefinn í hlutafjárútboðinu eða því sem nemur rúmum fjórum prósentum. „Þetta svo sem sýnir það sem ég og ýmsir fleiri héldum fram í upphafi að þetta útboð er klúður og það er eiginlega alveg sama hvar á það er litið. Þetta kom fram strax í upphafi að þetta var siðlítið, ósiðlegt,“ sagði Páll í viðtalinu í morgun. Þar sagði hann að útboðið hafi bæði verið ósiðlegt og að almenningur hafi ekki fengið hámarksverð fyrir sinn hlut. Skýrsla FME sýni þá ofan á allt að lögbrot hafi verið framin við framkvæmdina. Páll sagði þá að ábyrgðarkeðjan sé skýr, „Þetta er þannig að Alþingi, fyrir hönd þjóðarinnar, felur fjármálaráðherra í lögum að framkvæma þessa sölu. Hann hefur endanlegt ákvörðunarvald um söluferlið. Og þar sem endanlegt ákvörðunarvald liggur, þar liggur líka endanleg ábyrgð.“ Fjármálaráðherra beri ábyrgð á því hverja hann veldi til verksins og þá endanlega pólitíska ábyrgð gagnvart þingi og þjóð. Snærós Sindradóttir, annar tveggja þáttastjórnenda Morgunútvarpsins, innti Pál eftir skýrari svörum og spurði hreint út hvort Páll væri með orðum sínum að kalla eftir því að fjármálaráðherra stígi til hliðar. Páll svaraði því til að menn geti axlað sína ábyrgð með ýmsum hætti. „Það er kannski meginatriði að menn skilji hana sjálfir og viðurkenni hana og séu ekki svona einhvern veginn að ýta þessu öllu frá sér. Ég er ekkert að kalla eftir því. Auðvitað verður fjármálaráðherra bara að gera það upp við sjálfan sig hvar hann hefur misstigið sig í þessu máli og hvort það sé þess eðlis að hann þurfi að hugsa sinn gang, en ég er ekkert endilega að segja að það sé hin eðlilega eða rökrétta leið í þessu,“ segir Páll og bætir við að það sé aftur á móti „hvellskýrt“ í hans huga að ábyrgðin sé hjá fjármálaráðherra.
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Seðlabankinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Gagnrýnir aðferðafræði Íslandsbankaútboðsins Fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir stjórnkerfið hafa tapað trausti og trúverðugleika vegna aðferðarfræðinnar við söluna á Íslandsbanka. Afar mikilvægt sé að upplýsa hvernig fjárfestarnir voru valdir til að kaupa í bankanum á afslætti. 1. maí 2022 12:00 Sé rangt hjá Bjarna að enginn hafi getað selt strax með tíu milljóna hagnaði Páll Magnússon segir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hafa farið með rangt mál þegar hann gerði lítið úr frásögn um að einstaklingur hafi grætt tíu milljónir á innan við sólarhring með því að selja bréf í Íslandsbanka sem hann keypti í útboði Bankasýslunnar. Fjármálaráðherra segir sögu Páls hafa tekið breytingum. 25. apríl 2022 13:53 Sláandi að menn telji enn söluna hafa verið farsæla Þingmenn stjórnarandstöðu telja mörgum spurningum enn ósvarað um mál Íslandsbanka. Bankasýslan segir ábyrgðina liggja hjá bankanum og að útboðið hafi verið eitt það farsælasta í Evrópu. 28. júní 2023 22:00 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Sjá meira
Gagnrýnir aðferðafræði Íslandsbankaútboðsins Fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir stjórnkerfið hafa tapað trausti og trúverðugleika vegna aðferðarfræðinnar við söluna á Íslandsbanka. Afar mikilvægt sé að upplýsa hvernig fjárfestarnir voru valdir til að kaupa í bankanum á afslætti. 1. maí 2022 12:00
Sé rangt hjá Bjarna að enginn hafi getað selt strax með tíu milljóna hagnaði Páll Magnússon segir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hafa farið með rangt mál þegar hann gerði lítið úr frásögn um að einstaklingur hafi grætt tíu milljónir á innan við sólarhring með því að selja bréf í Íslandsbanka sem hann keypti í útboði Bankasýslunnar. Fjármálaráðherra segir sögu Páls hafa tekið breytingum. 25. apríl 2022 13:53
Sláandi að menn telji enn söluna hafa verið farsæla Þingmenn stjórnarandstöðu telja mörgum spurningum enn ósvarað um mál Íslandsbanka. Bankasýslan segir ábyrgðina liggja hjá bankanum og að útboðið hafi verið eitt það farsælasta í Evrópu. 28. júní 2023 22:00