Hótaði að senda foreldrunum nektarmyndband Ólafur Björn Sverrisson skrifar 29. júní 2023 13:24 Landsréttur kvað upp úrskurð sinn í dag. vísir/vilhelm Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Suðurlands um nálgunarbann á hendur manni sem sakaður er um að hafa ítrekað brotið gegn konu kynferðislega og haft uppi hótanir um að dreifa kynferðislegu myndefni af henni. Fram kemur í úrskurði héraðsdóms, sem féll 20. júní, að konan hafi lýst því í skýrslutöku hjá lögreglu í janúar síðastliðnum að maðurinn hefði brotið ítrekað á henni kynferðislega, meðal annars með dreifingu myndbands sem sýndi hana nakta. Lýsti hún stöðugu áreiti, ærumeiðingum,og hótunum af hálfu mannsins. Maðurinn hafi meðal annars hótað að dreifa frekari myndböndum af henni af kynferðislegum toga til foreldra hennar. Eftir að hún útilokaði hann á samfélagsmiðlum hafi hann haldið áreitinu áfram með því að fá þriðju aðila til að koma skilaboðum á framfæri til hennar. Gögn og skýrslutaka mannsins, þar sem hann viðurkennir að nokkru meintar sakir, taldi lögreglustjóri staðfesta rökstuddan grun um brot hans. Í fyrra máli gegn manninum var ekki fallist á nálgunarbann og talið sennilegt að friðhelgi konunnar yrði vernduð með vægari hætti. Við þá ákvörðun var byggt á framburði mannsins þar sem hann sagðist engan áhuga hafa á áframhaldandi samskiptum við konuna og sagðist sjálfur vilja að konan sætti nálgunarbanni gagnvart honum. Þrátt fyrir það lét hann ekki af áreitinu og ógnunum við konuna. Í janúar á þessu ári var fallist á nálgunarbann gegn manninum og krafist framlengingar á banninu nú. Í úrskurði Lansdréttar er talið fullljóst að friðhelgi hennar yrði ekki vernduðu með vægari hætti en nálgunarbanni. Lögreglustjórinn á Suðurlandi krafðist þess að maðurinn sætti nálgunarbanni í 12 mánuði. Með úrskurði sínum í vikunni var ákvörðun lögreglustjóra staðfest en tímalengd þess var stytt í sex mánuði fyrir Landsrétti, sem þótti hæfilegt „eftir atvikum,“ eins og það er orðað. Dómsmál Lögreglumál Stafrænt ofbeldi Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Fram kemur í úrskurði héraðsdóms, sem féll 20. júní, að konan hafi lýst því í skýrslutöku hjá lögreglu í janúar síðastliðnum að maðurinn hefði brotið ítrekað á henni kynferðislega, meðal annars með dreifingu myndbands sem sýndi hana nakta. Lýsti hún stöðugu áreiti, ærumeiðingum,og hótunum af hálfu mannsins. Maðurinn hafi meðal annars hótað að dreifa frekari myndböndum af henni af kynferðislegum toga til foreldra hennar. Eftir að hún útilokaði hann á samfélagsmiðlum hafi hann haldið áreitinu áfram með því að fá þriðju aðila til að koma skilaboðum á framfæri til hennar. Gögn og skýrslutaka mannsins, þar sem hann viðurkennir að nokkru meintar sakir, taldi lögreglustjóri staðfesta rökstuddan grun um brot hans. Í fyrra máli gegn manninum var ekki fallist á nálgunarbann og talið sennilegt að friðhelgi konunnar yrði vernduð með vægari hætti. Við þá ákvörðun var byggt á framburði mannsins þar sem hann sagðist engan áhuga hafa á áframhaldandi samskiptum við konuna og sagðist sjálfur vilja að konan sætti nálgunarbanni gagnvart honum. Þrátt fyrir það lét hann ekki af áreitinu og ógnunum við konuna. Í janúar á þessu ári var fallist á nálgunarbann gegn manninum og krafist framlengingar á banninu nú. Í úrskurði Lansdréttar er talið fullljóst að friðhelgi hennar yrði ekki vernduðu með vægari hætti en nálgunarbanni. Lögreglustjórinn á Suðurlandi krafðist þess að maðurinn sætti nálgunarbanni í 12 mánuði. Með úrskurði sínum í vikunni var ákvörðun lögreglustjóra staðfest en tímalengd þess var stytt í sex mánuði fyrir Landsrétti, sem þótti hæfilegt „eftir atvikum,“ eins og það er orðað.
Dómsmál Lögreglumál Stafrænt ofbeldi Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira