Innlent

Úr­­­skurðir manna­­nafna­­nefndar: Nú má heita Jim

Máni Snær Þorláksson skrifar
Aðdáendur bandarísku útgáfunnar af The Office geta nú skírt börnin sín eftir Jim Halpert, sem leikinn er af John Krasinski.
Aðdáendur bandarísku útgáfunnar af The Office geta nú skírt börnin sín eftir Jim Halpert, sem leikinn er af John Krasinski. Skjáskot/YouTube

Mannanafnanefnd samþykkti fjölda nýrra nafna þann 7. júní síðastliðinn. Alls voru tíu nöfn og ein móðurkenning samþykkt. Einu nafni var hafnað.

Chrissie, Marion, Narfey, Alica og Elenora voru öll samþykkt sem kvenmannsnöfn, það síðastnefnda sem   ritháttarafbrigði eiginnafnsins Elenóra. Aariah var hafnað sem kvenmannsnafni og fallist var á móðurkenninguna Rakelardóttir.

Tvo karlmannsnöfn voru samþykkt, það eru nöfnin Straumur og Jim. Það síðarnefnda tekur íslenskri beygingu í eignarfalli, Jims.  

Þá voru nöfnin Sumar, Yggdrasil og Quin samþykkt og færð yfir á mannanafnaskrá yfir kynhlutlaus nöfn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×