Kosið um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar í október Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. júní 2023 11:53 Tálknafjörður er mitt á milli Patreksfjarðar og Bíldudals sem eru bæði hluti af Vesturbyggð. Nú á að kjósa um hvort Tálknafjarðarhreppur sameinist Vesturbyggð. Vísir/Vilhelm Sveitarstjórnir Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar hafa samþykkt að fara að tillögu samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaganna og efna til kosninga um sameiningu á meðal íbúa. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu sveitarfélaganna. Þar segir að kosningunni ljúki þann 28. október 2023. Þrjátíu ár verða liðin á næsta ári frá því öll sveitarfélög á sunnanverðum Vestfjörðum nema Tálknafjörður sameinuðust í Vesturbyggð. Patreksfjörður og Bíldudalur runnu þar saman en Tálknafjörður, sem er þar á milli, varð útundan. Tálknfirðingar höfðu tvívegis fellt sameiningu áður en þeir samþykktu loksins að fara í viðræður um hana í ár. Skipuðu samstarfsnefnd sem skipaði sjö starfshópa Sveitarstjórnir Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar samþykktu í febrúar að skipa samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna. Hún skipaði í kjölfarið sjö starfshópa sem fjölluðu um málaflokka sveitarfélaganna og lögðu fram efni og upplýsingar í greiningu og tillögugerð. Minnisblöð frá vinnu starfshópanna eru aðgengileg á vefsíðu verkefnisins, vestfirdingar.is, og var verkefnið kynnt á íbúafundum með virku samtali við íbúa. Samstarfsnefndin skilaði í kjölfarið áliti sínu til sveitarstjórna þann 14. júní síðast liðinn þar sem fram kemur að sameining sé talin framfaraskref fyrir bæði sveitarfélög. Skora á Alþingi að undirbúa jarðgangagerð Sveitarstjórnirnar skora báðar á Alþingi og ríkisstjórn að hefja undirbúning við gerð jarðgangna um Mikladal og Hálfdán í einni framkvæmd enda sé sú framkvæmd forsenda fyrir farsælli sameiningu sveitarfélaganna. Í vinnu starfshópanna hafi komið skýrt fram að forsenda þess að sameining skili árangri sé að svæðið myndi einn búsetu-, atvinnu- og þjónustukjarna þar sem hægt er að ferðast milli byggðakjarna á öruggan hátt allan ársins hring. Þá er einnig vakin athygli á því að jarðgöng um Mikladal og Hálfdán séu „í samræmi við stefnu stjórnvalda og Alþingis um að útrýma hættulegum fjallvegum, í samræmi við loftslagsstefnu, styður við jafnrétti á landsbyggðinni sem og uppbyggingu fiskeldis á svæðinu svo fáein dæmi séu nefnd.“ Sveitastjórnirnar leggja til að hönnun jarðgangnanna verði sett á dagskrá fyrsta hluta samgönguáætlunar og að framkvæmd jarðgangnanna verði á öðrum hluta samgönguáætlunar. Vesturbyggð Tálknafjörður Sveitarstjórnarmál Samgöngur Tengdar fréttir Enn reynt að fá Tálknfirðinga til að sameinast Vesturbyggð Eftir að hafa ítrekað fellt sameiningu við Vesturbyggð hafa Tálknfirðingar núna samþykkt að hefja viðræður um sameiningu sveitarfélaganna og er stefnt að því að íbúar fái að kjósa um málið fyrir lok þessa árs. 12. mars 2023 22:44 Áætlanir um fjórtán ný göng með gjaldtöku og uppbyggingu varaflugvalla Tæplega þúsund milljarðar fara í uppbyggingu samgöngumannvirkja á næstu fimmtán árum samkvæmt samgönguáætlun sem innviðaráðherra kynnti í dag. Lokið verði við uppbyggingu varaflugvalla fyrir alþjóðaflugið og áætlun lögð fram um gerð allt að fjórtán jarðganga sem öll verði með gjaldtöku ásamt eldri göngum. 13. júní 2023 20:05 Óvissa um næstu jarðgöng og hvernig þau verða fjármögnuð Innviðaráðherra vill ekkert segja um það hvenær hægt verður að bjóða út næstu jarðgöng á Íslandi né hvort hann leggi til í nýrri samgönguáætlun að Fjarðarheiðargöng verði næst í röðinni. Óvissa ríkir um fjármögnun. 6. maí 2023 06:12 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Vindmyllur í Garpsdal, Evrópumálin og stefnuleysi í heilbrigðiskerfinu Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu sveitarfélaganna. Þar segir að kosningunni ljúki þann 28. október 2023. Þrjátíu ár verða liðin á næsta ári frá því öll sveitarfélög á sunnanverðum Vestfjörðum nema Tálknafjörður sameinuðust í Vesturbyggð. Patreksfjörður og Bíldudalur runnu þar saman en Tálknafjörður, sem er þar á milli, varð útundan. Tálknfirðingar höfðu tvívegis fellt sameiningu áður en þeir samþykktu loksins að fara í viðræður um hana í ár. Skipuðu samstarfsnefnd sem skipaði sjö starfshópa Sveitarstjórnir Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar samþykktu í febrúar að skipa samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna. Hún skipaði í kjölfarið sjö starfshópa sem fjölluðu um málaflokka sveitarfélaganna og lögðu fram efni og upplýsingar í greiningu og tillögugerð. Minnisblöð frá vinnu starfshópanna eru aðgengileg á vefsíðu verkefnisins, vestfirdingar.is, og var verkefnið kynnt á íbúafundum með virku samtali við íbúa. Samstarfsnefndin skilaði í kjölfarið áliti sínu til sveitarstjórna þann 14. júní síðast liðinn þar sem fram kemur að sameining sé talin framfaraskref fyrir bæði sveitarfélög. Skora á Alþingi að undirbúa jarðgangagerð Sveitarstjórnirnar skora báðar á Alþingi og ríkisstjórn að hefja undirbúning við gerð jarðgangna um Mikladal og Hálfdán í einni framkvæmd enda sé sú framkvæmd forsenda fyrir farsælli sameiningu sveitarfélaganna. Í vinnu starfshópanna hafi komið skýrt fram að forsenda þess að sameining skili árangri sé að svæðið myndi einn búsetu-, atvinnu- og þjónustukjarna þar sem hægt er að ferðast milli byggðakjarna á öruggan hátt allan ársins hring. Þá er einnig vakin athygli á því að jarðgöng um Mikladal og Hálfdán séu „í samræmi við stefnu stjórnvalda og Alþingis um að útrýma hættulegum fjallvegum, í samræmi við loftslagsstefnu, styður við jafnrétti á landsbyggðinni sem og uppbyggingu fiskeldis á svæðinu svo fáein dæmi séu nefnd.“ Sveitastjórnirnar leggja til að hönnun jarðgangnanna verði sett á dagskrá fyrsta hluta samgönguáætlunar og að framkvæmd jarðgangnanna verði á öðrum hluta samgönguáætlunar.
Vesturbyggð Tálknafjörður Sveitarstjórnarmál Samgöngur Tengdar fréttir Enn reynt að fá Tálknfirðinga til að sameinast Vesturbyggð Eftir að hafa ítrekað fellt sameiningu við Vesturbyggð hafa Tálknfirðingar núna samþykkt að hefja viðræður um sameiningu sveitarfélaganna og er stefnt að því að íbúar fái að kjósa um málið fyrir lok þessa árs. 12. mars 2023 22:44 Áætlanir um fjórtán ný göng með gjaldtöku og uppbyggingu varaflugvalla Tæplega þúsund milljarðar fara í uppbyggingu samgöngumannvirkja á næstu fimmtán árum samkvæmt samgönguáætlun sem innviðaráðherra kynnti í dag. Lokið verði við uppbyggingu varaflugvalla fyrir alþjóðaflugið og áætlun lögð fram um gerð allt að fjórtán jarðganga sem öll verði með gjaldtöku ásamt eldri göngum. 13. júní 2023 20:05 Óvissa um næstu jarðgöng og hvernig þau verða fjármögnuð Innviðaráðherra vill ekkert segja um það hvenær hægt verður að bjóða út næstu jarðgöng á Íslandi né hvort hann leggi til í nýrri samgönguáætlun að Fjarðarheiðargöng verði næst í röðinni. Óvissa ríkir um fjármögnun. 6. maí 2023 06:12 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Vindmyllur í Garpsdal, Evrópumálin og stefnuleysi í heilbrigðiskerfinu Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Enn reynt að fá Tálknfirðinga til að sameinast Vesturbyggð Eftir að hafa ítrekað fellt sameiningu við Vesturbyggð hafa Tálknfirðingar núna samþykkt að hefja viðræður um sameiningu sveitarfélaganna og er stefnt að því að íbúar fái að kjósa um málið fyrir lok þessa árs. 12. mars 2023 22:44
Áætlanir um fjórtán ný göng með gjaldtöku og uppbyggingu varaflugvalla Tæplega þúsund milljarðar fara í uppbyggingu samgöngumannvirkja á næstu fimmtán árum samkvæmt samgönguáætlun sem innviðaráðherra kynnti í dag. Lokið verði við uppbyggingu varaflugvalla fyrir alþjóðaflugið og áætlun lögð fram um gerð allt að fjórtán jarðganga sem öll verði með gjaldtöku ásamt eldri göngum. 13. júní 2023 20:05
Óvissa um næstu jarðgöng og hvernig þau verða fjármögnuð Innviðaráðherra vill ekkert segja um það hvenær hægt verður að bjóða út næstu jarðgöng á Íslandi né hvort hann leggi til í nýrri samgönguáætlun að Fjarðarheiðargöng verði næst í röðinni. Óvissa ríkir um fjármögnun. 6. maí 2023 06:12