Lífið

Okkar eigið Ísland: Leyni­ævin­týra­staður í Eyja­fjöllum

Aníta Guðlaug Axelsdóttir skrifar
Garpur léttur á því, enda auðvelt verkefni í þetta skiptið.
Garpur léttur á því, enda auðvelt verkefni í þetta skiptið.

Í þessum síðasta þætti af Okkar eigið Ísland fer Garpur í Merkurker sem er auðvelt og skemmtilegt ævintýraferðalag í Eyjafjöllum.

Það er mjög skemmtilegt og dularfullt að finna hellisopið og þegar þú ert kominn inn fyrir þá heyriru í straumharðri ánni. Þá er bara skella sér í vaðskó, eða ekki, eins og Garpur gerði og vaða á móti straumnum.

Ef þú pírir augun, sérðu einn Garp vaða á móti straumnum.

Áin verður djúp, eða upp að mitti en fljótlega fer að sjá ljós við enda gangana og þá blasir við fallegur dalur. 

Fallegur foss flæðir inn í dalinn.

Sjón er sögu ríkari, eins og má sjá hér að neðan í nýjasta þætti af Okkar eigið Ísland.

Klippa: Okkar eigið Ísland - Merkúrker

Hér fyrir neðan má sjá fleiri þætti úr þessari seríu af Okkar eigið Ísland.

Garpur hélt ásamt félögum sínum í langan og strangan leiðangur inn Morsárdal á suðausturlandi og stefndu á Þumal, sem er 120 metra toppur við rætur Vatnajökuls í svokölluðum Skaftafellsfjöllum.

Klippa: Okkar eigið Ísland - Þumall

Hér skellti hann sér á Vaðalfjöll á Vestfjörðum.

Klippa: Okkar eigið Ísland - Vaðalfjöll

Garpur & Andri hittu Óskar sem sýndi þeim ísjaka undrin á Heinabergslóni og sigldu þeir í kringum þá.

Klippa: Okkar eigið Ísland - Heinabergslón

Tengdar fréttir

Garpur bugaður á Kerlingu

Garpur og félagar hans, Jónas og Andri Már fóru í leiðangur í Svarfaðadal í klifur upp Kerlingareld. Kerlingareldur er veggur í miðju fjalli sem heitir Kerling sem gnæfir yfir dalnum. Veggurinn er 200 metra hár og hafa ekki margir klifrarar farið þar upp. 

Okkar eigið Ís­land: Á brjóstunum í Beru­firði

Ævintýramaðurinn Garpur I Elísabetarson heldur áfram ferðalögum sínum í þáttunum Okkar eigið Ísland. Í þessum fimmta þætti fer hann á Vestfirði og skellir sér á Vaðalfjöll sem liggja á Berufirði og Þorskafirði.

Undra­ver­öld Kötlu­jökuls, ís­hellar og ævin­týri

Í öðrum þætti af Okkar eigið Ísland fer Garpur með Andra og sýnir honum íshellana í Kötlujökli. Hellirinn er mjög aðgengilegur og nær höfuðborginni en flest svona ævintýri. Andri hefur aldrei séð íshelli áður og má segja að upplifun hans svíki engan.

Okkar eigið Ís­land: Eitt fal­legasta fjall landsins falið á há­lendinu

Í þriðja þætti af Okkar Eigið Ísland fara þeir Garpur og Andri í ferðalag yfir hálendi landsins. Þeir keyra hin fallega fjallaveg sem kallast F210 sem leiðir þá yfir fallegt hálendið og nátturuperlur og enda hjá Mælifelli, sem er eitt allra fallegasta fjall landsins. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×