Innlent

Gæslu­varð­hald vegna mann­dráps í Hafnar­firði fram­lengt

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Maðurinn fannst fyrir utan hús við Drangahraun í Hafnarfirði. Tveir voru upphaflega handteknir og var annar látinn laus að lokinni yfirheyrslu.
Maðurinn fannst fyrir utan hús við Drangahraun í Hafnarfirði. Tveir voru upphaflega handteknir og var annar látinn laus að lokinni yfirheyrslu. Vísir/Vilhelm

Karlmaður um fertugt var í dag, í Héraðsdómi Reykjaness, úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í þágu rannsóknar á andláti karlmanns um síðustu helgi í Drangahrauni í Hafnarfirði. Hinn látni var á fimmtugsaldri. 

Úrskurðurinn gildir til 19. júlí og er á grundvelli almannahagsmuna. 

Í tilkynningu segir að rannsókn málsins miði vel og ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. 

Rætt var við Grím Grímsson, yfirlögregluþjón hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í kvöldfréttum. Hann segir tengsl vera á milli mannanna sem báðir eru pólskir ríkisborgarar.

Greint var frá því í framhaldinu að mennirnir hafi verið meðleigjendur.

Frá vettvangi í Drangahrauni.Vísir/Vilhelm

Tengdar fréttir

Hinn látni hafi verið meðleigjandi þess grunaða

Karlmaður á fertugsaldri er sagður hafa verið meðleigjandi þess sem hann er nú grunaður um að hafa orðið að bana í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði, aðfararnótt 17. júní. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×