Innlent

Í­búum í Múla­þingi fjölgað um þrjú hundruð á síðustu tveimur árum

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Björn Ingimarsson er sveitarstjóri Múlaþings.
Björn Ingimarsson er sveitarstjóri Múlaþings. sigurjón ólason

Íbúum í Múlaþingi hefur fjölgað um þrjú hundruð á síðustu tveimur árum að sögn sveitarstjórans sem segir ungt fólk sækja í að flytja Austur á land. Þar spili möguleikar á fjarvinnu frá höfuðborginni stóran þátt. 

Múlaþing varð til árið 2020 við sameiningu nokkurra sveitarfélaga á Austurlandi. Mikil eftirspurn er eftir íbúðarhúsnæði á svæðinu en íbúum hefur fjölgað um þrjú hundruð á síðustu tveimur árum.

„Og þess vegna höfum við verið að vinna að því að klára skipulag íbúðarbyggðar. Ekki bara hér í miðbæjarskipulaginu heldur líka á öðrum stöðum, bæði á Egilsstöðum í Fellabæ, á Seyðisfirði, Djúpavogi og á Borgarfirði og það er allt á fullri ferð í þessari uppbyggingu,“ segir Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings.

Finna fyrir áhuga hjá ungu fólki

Þá vinni félag eldri borgara að uppbyggingu fjölbýlis á Egilsstöðum sem muni að einhverju leyti losa um húsnæði.

„En eftirspurnin er mikil og við finnum fyrir áhuga hjá ungu fólki að flytja á svæðið, bæði fólk sem kemur annars staðar frá og fólki sem er héðan.“

Fjarvinnan skipti sköpum

Meðal annars frá ungu fólki sem hafi atvinnu í Reykjavík en kjósi að vinna í fjarvinnu frá Austurlandi, enda sé sveigjanleiki meiri hvað varðar fjarvinnu eftir kórónuveirufaraldurinn.

„Þú getur verið í vinnu í Reykjavík en staðsettur hér og svo framvegis. Þannig þetta er það sem við erum að upplifa núna.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×