Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar ætlar að víkja fyrir yngra fólki Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2023 10:33 Friðjón Einarsson leiddi lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ í bæjarstjórnarkosningum í fyrra. Hann ætlar að segja skilið við sveitarstjórnarmálin um áramótin. Vísir/Sigurjón Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti samhljóða að veita Friðjóni Einarssyni, formanni bæjarráðs og oddvita Samfylkingarinnar lausn frá næstu áramótum. Hann segir kominn tíma til að draga sig í hlé og að hleypa nýju og fersku fólki að. Ósk Friðjóns um lausn frá og með 1. janúar 2024 var samþykkt á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar á þriðjudag. Í samtali við Vísir segir Friðjón að aðalástæðan fyrir ákvörðun sinni sé að hann verði 67 ára í nóvember. Hann hafi verið sveitarstjórnarmaður frá 2010 og nú sé komið gott. „Það er gott að hleypa ungu og fersku fólki að. Er ekki gott að geta ákveðið hvenær maður vill hætta frekar en að lenda í því að einhverjir aðrir segir manni að hætta?“ segir hann. Ekki er ráðið hvað tekur við þegar Friðjón lætur af sveitarstjórnarstörfum um áramótin. „Kannski bara að keyra mótorhjól og spila golf,“ segir hann. Skiptast á stólum við brotthvarfið Nokkrar hrókeringar verða við brotthvarf Friðjóns. Samfylkingin myndaði meirihluta með Framsóknarflokknum og Beinni leið eftir síðustu kosningar. Við upphaf meirihlutasamstarfsins var greint frá því að Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins, yrði forseti bæjarstjórnar fyrri hluta kjörtímabilsins en formaður bæjarráðs á seinni hluta þess. Hún tekur við af Friðjóni sem formaður bæjarráðs um áramótin en Guðný Birna Guðmundsdóttir verður forseti bæjarstjórnar í stað Halldóru. Guðný Birna verður oddviti Samfylkingarinnar út kjörtímabilið og tekur sæti sem aðalfulltrúi í bæjarráði. Hún var í öðru sæti á lista Samfylkingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í fyrra. Sigurrós Antonsdóttir, sem var í fjórða sæti á listanum, tekur sæti sem aðalfulltrúi í bæjarstjórn og Sigurjón Gauti Friðriksson, sem skipaði sjöunda sæti listans, verður varamaður. Reykjanesbær Stjórnsýsla Vistaskipti Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Ósk Friðjóns um lausn frá og með 1. janúar 2024 var samþykkt á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar á þriðjudag. Í samtali við Vísir segir Friðjón að aðalástæðan fyrir ákvörðun sinni sé að hann verði 67 ára í nóvember. Hann hafi verið sveitarstjórnarmaður frá 2010 og nú sé komið gott. „Það er gott að hleypa ungu og fersku fólki að. Er ekki gott að geta ákveðið hvenær maður vill hætta frekar en að lenda í því að einhverjir aðrir segir manni að hætta?“ segir hann. Ekki er ráðið hvað tekur við þegar Friðjón lætur af sveitarstjórnarstörfum um áramótin. „Kannski bara að keyra mótorhjól og spila golf,“ segir hann. Skiptast á stólum við brotthvarfið Nokkrar hrókeringar verða við brotthvarf Friðjóns. Samfylkingin myndaði meirihluta með Framsóknarflokknum og Beinni leið eftir síðustu kosningar. Við upphaf meirihlutasamstarfsins var greint frá því að Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins, yrði forseti bæjarstjórnar fyrri hluta kjörtímabilsins en formaður bæjarráðs á seinni hluta þess. Hún tekur við af Friðjóni sem formaður bæjarráðs um áramótin en Guðný Birna Guðmundsdóttir verður forseti bæjarstjórnar í stað Halldóru. Guðný Birna verður oddviti Samfylkingarinnar út kjörtímabilið og tekur sæti sem aðalfulltrúi í bæjarráði. Hún var í öðru sæti á lista Samfylkingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í fyrra. Sigurrós Antonsdóttir, sem var í fjórða sæti á listanum, tekur sæti sem aðalfulltrúi í bæjarstjórn og Sigurjón Gauti Friðriksson, sem skipaði sjöunda sæti listans, verður varamaður.
Reykjanesbær Stjórnsýsla Vistaskipti Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira