Niðurrif Kató sagt óumhverfisvænt og tillitsleysi við menninguna Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. júní 2023 20:20 Húsið á sér ríkulega sögu. Skjáskot/Facebook Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti í dag að auglýsa deiliskipulag sem felur í sér að rífa húsið sem Hafnfirðingar þekkja sem Kató. Íbúi Hafnarfjarðar segir ríkjandi sýn bæjaryfirvalda á skipulagsmálum ekki taka tillit til menningar, sögu og umhverfismála. Davíð Arnar Stefánsson, Hafnfirðingur, segir að niðurrif hússins sé bæði í ósamræmi við stefnu Hafnarfjarðarbæjar um að viðhalda sérkennum bæjarins auk þess sem niðurrif bygginga skilji eftir sig mikið kolefnisfótspor. Skóli, leikskóli og skurðstofur Davíð rekur ríkulega sögu hússins í samtali við Vísi. Hann segir frá því að nunnur sem ráku St. Jósefsspítalann hafi stofnað skóla í húsinu á síðustu öld sem síðar varð leikskóli. Svo hafi annað hús verið byggt undir starfsemi leikskólans og hann alfarið færður þangað. Þá hafi skurðstofur og augnlæknastofur verið starfandi um nokkurt skeið í húsinu en það staðið autt síðan sú starfsemi hætti. „Hin allra síðustu ár hefur húsið staðið autt og hefur látið mikið á sjá. Það lítur orðið hrikalega illa út,“ segir Davíð. Hann segir brýnt að bregðast við. Þá vekur Davíð athygli á blómstrandi starfsemi í húsi St. Jósefsspítalans eftir að það var gert upp og opnað á nýjan leik. Spítalinn stóð auður um stund en hús hans var á síðustu árum gert upp. Í húsnæði spítalans er nú svokallað lífsgæðasetur sem hýsir alls kyns heilsutengda starfsemi, til dæmis Parkinsonsamtökin og Janus, heilsurækt fyrir eldri borgara. Niðurrif í ósamræmi við stefnu sveitarfélagsins „Nú eru sem sagt uppi plön um að eigandi lóðarinnar ætli að byggja fimmtán íbúða fjölbýlishús,“ segir Davíð. Hann segir afstöðuleysi bæjarstjórnar ríkja í tengslum við viðhald hússins. Sveitarfélagið geti sett öll þau skilyrði við lóðareigandann, sé viljinn fyrir hendi. „Þarna hefur sveitarfélaginu verið í lófa lagt að setjast niður með eiganda lóðarinnar og viðhalda húsinu.“ Davíð segir ríkjandi stefnu sveitarfélagsins vera að viðhalda gömlu byggðinni í bænum. Hann segir Minjastofnun hafa lagst hart gegn breytingunum þegar umræða um fyrirhugað niðurrif hússins skapaðist árið 2015. Að auki hafi íbúar kært áformin um niðurrif Kató en þeirri kæru verið vísað frá. Hann segir ríkjandi sýn Hafnarfjarðarbæjar á skipulagsmálum vera að rífa og byggja nýtt í sífellu, algjörlega óháð menningarverðmætum, sögu og sér í lagi virðingu fyrir umhverfinu. „Það eru auðvitað fleiri leiðir til þess að laga umhverfið heldur en að rífa og byggja nýtt,“ segir Davíð. „Við verðum að fara að hugsa okkur tvisvar um áður en við byggjum alltaf til einnar nætur,“ segir hann. „Þetta er algjörlega galið, þetta einnota samfélag sem við erum að viðhalda hérna.“ Hafnarfjörður Menning Húsavernd Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira
Davíð Arnar Stefánsson, Hafnfirðingur, segir að niðurrif hússins sé bæði í ósamræmi við stefnu Hafnarfjarðarbæjar um að viðhalda sérkennum bæjarins auk þess sem niðurrif bygginga skilji eftir sig mikið kolefnisfótspor. Skóli, leikskóli og skurðstofur Davíð rekur ríkulega sögu hússins í samtali við Vísi. Hann segir frá því að nunnur sem ráku St. Jósefsspítalann hafi stofnað skóla í húsinu á síðustu öld sem síðar varð leikskóli. Svo hafi annað hús verið byggt undir starfsemi leikskólans og hann alfarið færður þangað. Þá hafi skurðstofur og augnlæknastofur verið starfandi um nokkurt skeið í húsinu en það staðið autt síðan sú starfsemi hætti. „Hin allra síðustu ár hefur húsið staðið autt og hefur látið mikið á sjá. Það lítur orðið hrikalega illa út,“ segir Davíð. Hann segir brýnt að bregðast við. Þá vekur Davíð athygli á blómstrandi starfsemi í húsi St. Jósefsspítalans eftir að það var gert upp og opnað á nýjan leik. Spítalinn stóð auður um stund en hús hans var á síðustu árum gert upp. Í húsnæði spítalans er nú svokallað lífsgæðasetur sem hýsir alls kyns heilsutengda starfsemi, til dæmis Parkinsonsamtökin og Janus, heilsurækt fyrir eldri borgara. Niðurrif í ósamræmi við stefnu sveitarfélagsins „Nú eru sem sagt uppi plön um að eigandi lóðarinnar ætli að byggja fimmtán íbúða fjölbýlishús,“ segir Davíð. Hann segir afstöðuleysi bæjarstjórnar ríkja í tengslum við viðhald hússins. Sveitarfélagið geti sett öll þau skilyrði við lóðareigandann, sé viljinn fyrir hendi. „Þarna hefur sveitarfélaginu verið í lófa lagt að setjast niður með eiganda lóðarinnar og viðhalda húsinu.“ Davíð segir ríkjandi stefnu sveitarfélagsins vera að viðhalda gömlu byggðinni í bænum. Hann segir Minjastofnun hafa lagst hart gegn breytingunum þegar umræða um fyrirhugað niðurrif hússins skapaðist árið 2015. Að auki hafi íbúar kært áformin um niðurrif Kató en þeirri kæru verið vísað frá. Hann segir ríkjandi sýn Hafnarfjarðarbæjar á skipulagsmálum vera að rífa og byggja nýtt í sífellu, algjörlega óháð menningarverðmætum, sögu og sér í lagi virðingu fyrir umhverfinu. „Það eru auðvitað fleiri leiðir til þess að laga umhverfið heldur en að rífa og byggja nýtt,“ segir Davíð. „Við verðum að fara að hugsa okkur tvisvar um áður en við byggjum alltaf til einnar nætur,“ segir hann. „Þetta er algjörlega galið, þetta einnota samfélag sem við erum að viðhalda hérna.“
Hafnarfjörður Menning Húsavernd Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira