Svandís segir stjórnarsamstarfið ekki í hættu Jakob Bjarnar og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 20. júní 2023 17:09 Svandís telur ríkisstjórnina ekki í hættu vegna ákvörðunar hennar um bann við hvalveiðum. Sú ákvörðun hennar sé fagleg. vísir/vilhelm Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra telur umdeilda ákvörðun sína um að stöðva hvalveiðar sem áttu að hefjast á morgun ekki hafa nein áhrif á stjórnarsamstarfið. Þetta kemur fram í viðtali fréttastofu við Svandísi nú síðdegis en Vísir hefur greint frá því í dag að óvænt ákvörðun hennar hafi lagst misvel þingmenn Sjálfstæðisflokksins auk þess sem Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hefur lýst yfir því að hann sé ósammála Svandísi, þetta sé ekki ákvörðun sem honum hugnist. Þá hefur Eiríkur Bergmann lýst því yfir að hann telji meiri líkur á stjórnarslitum í dag en í gær. Svandís segist spurð um ákvörðunina hana ekki vera svar við ummælum bæði Jóns Gunnarssonar fráfarandi dómsmálaráðherra og afgerandi ummælum Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins um útlendingamál, sem hafa lagst illa í ýmsa innan VG. „Nei, þetta er ekki þannig ákvörðun. Hún er efnisleg, málefnaleg og fagleg,“ segir Svandís. Það væri ekki mjög skynsamlegt að taka ákvörðun af þessari stærðargráðu sem byggðist á öðru eins og því. „Sem svar við einhverri ákveðinni pólitískri stöðu. Þetta snýst um að taka faglega ákvörðun sem byggist á faglegum grunni. Og það er það sem ég er að gera.“ En ertu með þessu að tefla stjórnarsamstarfinu í tvísýnu? „Ég meina, þetta er mín ákvörðun og ég kynnti hana fyrir ríkisstjórn í morgun. Það voru ágætis skoðanaskipti þar eins og oft hefur gerst þegar verið er að taka ákvarðanir á borðum einstakra ráðherra. Þannig að ég held að ríkisstjórnin sé ekki í hættu vegna þessarar ákvörðunar,“ segir Svandís. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Teitur Björn vill kalla atvinnuveganefnd saman Verulegur urgur er nú í herbúðum Sjálfstæðismanna vegna ákvörðunar Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að banna hvalveiðar. 20. júní 2023 16:36 Stjórnarslit líklegri í dag en í gær Prófessor í stjórnmálafræði segir ekki hægt að líta fram hjá möguleikanum á því að ákvörðun matvælaráðherra sé svar við framgöngu ráðherra Sjálfstæðisflokksins í gær. Alvarlegur ágreiningur sé greinilega kominn upp á stjórnarheimilinu. 20. júní 2023 15:22 Hvalveiðibann skellur fyrir Skagann Haraldur Benediktsson bæjarstjóri á Akranesi segist ekki vilja vera gífuryrtur en svo fyrirvaralaust hvalveiðibann og það sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti í morgun væri reiðarslag fyrir samfélagið. 20. júní 2023 15:07 Segir samstarfsmenn sína í ríkisstjórn velta sér upp úr rasískum drullupolli Samkvæmt heimildum Vísis hriktir nú í stjórnarsamstarfinu sem aldrei fyrr. Jódís Skúladóttir þingmaður Vg fer háðulegum orðum um samstarfsmenn sína í ríkisstjórn og segir hljómsveitarstjórann Bjarna Benediktsson ekki ráða við svo flókið tónverk sem tangó Jóns og Gunnu sé. 20. júní 2023 12:46 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Vill helst fá sér lakkrís eftir 115 daga sjósundið Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Þetta kemur fram í viðtali fréttastofu við Svandísi nú síðdegis en Vísir hefur greint frá því í dag að óvænt ákvörðun hennar hafi lagst misvel þingmenn Sjálfstæðisflokksins auk þess sem Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hefur lýst yfir því að hann sé ósammála Svandísi, þetta sé ekki ákvörðun sem honum hugnist. Þá hefur Eiríkur Bergmann lýst því yfir að hann telji meiri líkur á stjórnarslitum í dag en í gær. Svandís segist spurð um ákvörðunina hana ekki vera svar við ummælum bæði Jóns Gunnarssonar fráfarandi dómsmálaráðherra og afgerandi ummælum Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins um útlendingamál, sem hafa lagst illa í ýmsa innan VG. „Nei, þetta er ekki þannig ákvörðun. Hún er efnisleg, málefnaleg og fagleg,“ segir Svandís. Það væri ekki mjög skynsamlegt að taka ákvörðun af þessari stærðargráðu sem byggðist á öðru eins og því. „Sem svar við einhverri ákveðinni pólitískri stöðu. Þetta snýst um að taka faglega ákvörðun sem byggist á faglegum grunni. Og það er það sem ég er að gera.“ En ertu með þessu að tefla stjórnarsamstarfinu í tvísýnu? „Ég meina, þetta er mín ákvörðun og ég kynnti hana fyrir ríkisstjórn í morgun. Það voru ágætis skoðanaskipti þar eins og oft hefur gerst þegar verið er að taka ákvarðanir á borðum einstakra ráðherra. Þannig að ég held að ríkisstjórnin sé ekki í hættu vegna þessarar ákvörðunar,“ segir Svandís.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Teitur Björn vill kalla atvinnuveganefnd saman Verulegur urgur er nú í herbúðum Sjálfstæðismanna vegna ákvörðunar Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að banna hvalveiðar. 20. júní 2023 16:36 Stjórnarslit líklegri í dag en í gær Prófessor í stjórnmálafræði segir ekki hægt að líta fram hjá möguleikanum á því að ákvörðun matvælaráðherra sé svar við framgöngu ráðherra Sjálfstæðisflokksins í gær. Alvarlegur ágreiningur sé greinilega kominn upp á stjórnarheimilinu. 20. júní 2023 15:22 Hvalveiðibann skellur fyrir Skagann Haraldur Benediktsson bæjarstjóri á Akranesi segist ekki vilja vera gífuryrtur en svo fyrirvaralaust hvalveiðibann og það sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti í morgun væri reiðarslag fyrir samfélagið. 20. júní 2023 15:07 Segir samstarfsmenn sína í ríkisstjórn velta sér upp úr rasískum drullupolli Samkvæmt heimildum Vísis hriktir nú í stjórnarsamstarfinu sem aldrei fyrr. Jódís Skúladóttir þingmaður Vg fer háðulegum orðum um samstarfsmenn sína í ríkisstjórn og segir hljómsveitarstjórann Bjarna Benediktsson ekki ráða við svo flókið tónverk sem tangó Jóns og Gunnu sé. 20. júní 2023 12:46 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Vill helst fá sér lakkrís eftir 115 daga sjósundið Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Teitur Björn vill kalla atvinnuveganefnd saman Verulegur urgur er nú í herbúðum Sjálfstæðismanna vegna ákvörðunar Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að banna hvalveiðar. 20. júní 2023 16:36
Stjórnarslit líklegri í dag en í gær Prófessor í stjórnmálafræði segir ekki hægt að líta fram hjá möguleikanum á því að ákvörðun matvælaráðherra sé svar við framgöngu ráðherra Sjálfstæðisflokksins í gær. Alvarlegur ágreiningur sé greinilega kominn upp á stjórnarheimilinu. 20. júní 2023 15:22
Hvalveiðibann skellur fyrir Skagann Haraldur Benediktsson bæjarstjóri á Akranesi segist ekki vilja vera gífuryrtur en svo fyrirvaralaust hvalveiðibann og það sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti í morgun væri reiðarslag fyrir samfélagið. 20. júní 2023 15:07
Segir samstarfsmenn sína í ríkisstjórn velta sér upp úr rasískum drullupolli Samkvæmt heimildum Vísis hriktir nú í stjórnarsamstarfinu sem aldrei fyrr. Jódís Skúladóttir þingmaður Vg fer háðulegum orðum um samstarfsmenn sína í ríkisstjórn og segir hljómsveitarstjórann Bjarna Benediktsson ekki ráða við svo flókið tónverk sem tangó Jóns og Gunnu sé. 20. júní 2023 12:46