Gjörsamlega brjálaður og býst við stjórnarslitum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 20. júní 2023 13:26 Vilhjálmur hefur þegar haft samband við lögmann, þingmenn og ráðherra vegna ákvörðunar Svandísar. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hefur haft samband við lögmann til að kanna réttarstöðu hvalveiðimanna. Hann segir ákvörðun um að stöðva vertíðina glórulausan pópúlisma. „Ég er gjörsamlega brjálaður yfir þessari ákvörðun. Þarna er verið að svipta 120 félagsmenn mína af góðum tekjumöguleikum vegna þeirrar vertíðar sem átti að hefjast á morgun,“ segir Vilhjálmur um þá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, um að stöðva hvalveiðar í sumar. Eins og greint var frá í hádeginu tilkynnti Svandís samráðherrum sínum þetta eftir að Fagráð um velferð dýra ályktaði að þær veiðiaðferðir sem beitt er við hvalveiðar samræmist ekki lögum um velferð dýra. Hvalveiðivertíðin átti að hefjast á morgun, 21. júní. Góðir tekjumöguleikar „Þetta er algjörlega glórulaus ákvörðun að mínu mati, gerð fimm mínútum áður en vertíðin á að hefjast. Ég hélt að þetta gæti ekki gerst í íslenskri stjórnsýslu,“ segir Vilhjálmur. Segist hann vita dæmi þess að fólk hafi tekið sér frí úr annarri vinnu gagngert til þess að taka vertíðina. Einnig að háskólanemar hafi farið á vertíð til þess að sleppa við að taka námslán. Nefnir hann að launin séu góð þó að vinnuframlagið sé mikið á hvalveiðivertíð, hátt í tvær milljónir króna á mánuði í þrjá til fjóra mánuði. Sumir starfsmenn vinni hins vegar allt árið um kring. Akranes í vörn Vilhjálmur segir þetta líka ekki aðeins högg fyrir einstaklinga heldur sveitarfélögin og samfélagið allt á Akranesi. „Þetta er gríðarlegt högg fyrir samfélagið og gríðarlegt högg fyrir Akraneskaupstað og Hvalfjarðarsveit í formi útsvarstekna og afleiddra starfa,“ segir hann og bendir á að Akranes hafi þurft að þola það í gegnum tíðina að missa allar sínar aflaheimildir úr bænum. Akurnesingar hafi verið í vörn fyrir sitt atvinnulíf. Býst við stjórnarslitum fyrir helgi „Stjórnarflokkur sem hagar sér svona er ekki stjórntækur í mínum huga. Ég trúi því ekki að þetta hafi verið gert í samráði við hina tvo stjórnarflokkana,“ segir Vilhjálmur um flokk Svandísar, Vinstri græn. Þegar sé hann búinn að hringja í þingmenn og ráðherra úr röðum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins vegna ákvörðunarinnar og hafi lýst yfir reiði sinni með þessa ákvörðun. Í ljósi þess að ákvörðunin hafi verið tekið einhliða býst hann við því að ríkisstjórnarsamstarfinu ljúki brátt, jafn vel fyrir helgi. Sýndarmennska og pópúlismi Aðspurður um skýrsluna og dýravelferðarsjónarmið segir Vilhjálmur að samkvæmt skýrslu MAST, sem álit fagráðsins var byggð á, hafi Hval hf tekist að aflífa dýrin samstundis í 70 prósent tilfella. „Auðvitað verða einhver frávik, það gerist alltaf við veiðar. Ég er ekki í neinum vafa um það að Hvalur hf hafi verið að reyna að lágmarka þetta eins og kostur er,“ segir hann. Þá lýsir hann ákvörðun Svandísar sem pópúlisma og sýndarmennsku. Víða sé pottur brotinn þegar komi að dýravelferð eins og nýlegar fréttir um gösun svína og vanrækslu hrossa sýni en lítið gert. Kjaramál Akranes Hvalfjarðarsveit Hvalveiðar Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fleiri fréttir Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Sjá meira
„Ég er gjörsamlega brjálaður yfir þessari ákvörðun. Þarna er verið að svipta 120 félagsmenn mína af góðum tekjumöguleikum vegna þeirrar vertíðar sem átti að hefjast á morgun,“ segir Vilhjálmur um þá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, um að stöðva hvalveiðar í sumar. Eins og greint var frá í hádeginu tilkynnti Svandís samráðherrum sínum þetta eftir að Fagráð um velferð dýra ályktaði að þær veiðiaðferðir sem beitt er við hvalveiðar samræmist ekki lögum um velferð dýra. Hvalveiðivertíðin átti að hefjast á morgun, 21. júní. Góðir tekjumöguleikar „Þetta er algjörlega glórulaus ákvörðun að mínu mati, gerð fimm mínútum áður en vertíðin á að hefjast. Ég hélt að þetta gæti ekki gerst í íslenskri stjórnsýslu,“ segir Vilhjálmur. Segist hann vita dæmi þess að fólk hafi tekið sér frí úr annarri vinnu gagngert til þess að taka vertíðina. Einnig að háskólanemar hafi farið á vertíð til þess að sleppa við að taka námslán. Nefnir hann að launin séu góð þó að vinnuframlagið sé mikið á hvalveiðivertíð, hátt í tvær milljónir króna á mánuði í þrjá til fjóra mánuði. Sumir starfsmenn vinni hins vegar allt árið um kring. Akranes í vörn Vilhjálmur segir þetta líka ekki aðeins högg fyrir einstaklinga heldur sveitarfélögin og samfélagið allt á Akranesi. „Þetta er gríðarlegt högg fyrir samfélagið og gríðarlegt högg fyrir Akraneskaupstað og Hvalfjarðarsveit í formi útsvarstekna og afleiddra starfa,“ segir hann og bendir á að Akranes hafi þurft að þola það í gegnum tíðina að missa allar sínar aflaheimildir úr bænum. Akurnesingar hafi verið í vörn fyrir sitt atvinnulíf. Býst við stjórnarslitum fyrir helgi „Stjórnarflokkur sem hagar sér svona er ekki stjórntækur í mínum huga. Ég trúi því ekki að þetta hafi verið gert í samráði við hina tvo stjórnarflokkana,“ segir Vilhjálmur um flokk Svandísar, Vinstri græn. Þegar sé hann búinn að hringja í þingmenn og ráðherra úr röðum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins vegna ákvörðunarinnar og hafi lýst yfir reiði sinni með þessa ákvörðun. Í ljósi þess að ákvörðunin hafi verið tekið einhliða býst hann við því að ríkisstjórnarsamstarfinu ljúki brátt, jafn vel fyrir helgi. Sýndarmennska og pópúlismi Aðspurður um skýrsluna og dýravelferðarsjónarmið segir Vilhjálmur að samkvæmt skýrslu MAST, sem álit fagráðsins var byggð á, hafi Hval hf tekist að aflífa dýrin samstundis í 70 prósent tilfella. „Auðvitað verða einhver frávik, það gerist alltaf við veiðar. Ég er ekki í neinum vafa um það að Hvalur hf hafi verið að reyna að lágmarka þetta eins og kostur er,“ segir hann. Þá lýsir hann ákvörðun Svandísar sem pópúlisma og sýndarmennsku. Víða sé pottur brotinn þegar komi að dýravelferð eins og nýlegar fréttir um gösun svína og vanrækslu hrossa sýni en lítið gert.
Kjaramál Akranes Hvalfjarðarsveit Hvalveiðar Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fleiri fréttir Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Sjá meira