Fagráð um velferð dýra segir hvalveiðar ekki samræmast lögum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. júní 2023 10:14 Fagráðið segir erfitt að sjá hvernig veiðarnar gætu samrýmst lögum um velferð dýra. Vísir/Egill Fagráð um velferð dýra hefur komist að þeirri niðurstöðu að sú veiðiaðferð sem beitt er við veiðar á stórhvelum samræmist ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra. Ekki sé hægt að uppfylla þau skilyrði sem nauðsynleg eru til að tryggja velferð dýra við aflífun. Þetta kemur fram í áliti fagráðsins, sem Matvælastofnun óskaði eftir 22. maí síðastliðinn. Ráðið byggir niðurstöðu sína á eftirlitsskýrslu MAST um velferð hvala við veiðar á Íslandi árið 2022 og viðtölum við sérfræðinga. Í álitinu segir meðal annars að það sé mat ráðsins að miklir ágallar hafi verið á veiðunum við Ísland sumarið 2022. Þá hafi ráðið ekki séð neitt í skýrslu MAST né gögnum sem henni fylgdu sem bendir til þess að eitthvað sérstakt við aðstæður umræddrar vertíðar hafi valdið ágöllunum. „Af fyrirliggjandi gögnum að dæma og því sem fram kom í samtali við sérfræðinga telur ráðið að við veiðar á stórhvelum sé ekki hægt að uppfylla þau skilyrði sem nauðsynleg eru til að tryggja velferð dýra við aflífun. Niðurstaða ráðsins er að sú veiðiaðferð sem beitt er við veiðar á stórhvelum samræmist ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra,“ segir í álitinu. Í greinargerð með álitinu er meðal annars bent á að jafnvel þótt skot hittu alla jafna ákjósanlegasta skotsvæðið á hvalnum bentu myndbönd og önnur gögn til þess að ekki væri hægt að tryggja skjótt meðvitundarleysi eða dauða. Ekki væri hægt að sjá að ytri þættir á borð við veðurfar, ölduhæð eða skotmaður hefðu úrslitaáhrif á skilvirkni veiðiaðferðarinnar og þá liðu að minnst tíu mínútur upp í allt að 22 mínútur á milli skota. BÍ: Álitamál hvort lög um velferð dýra nái yfir hvali „Fagráðið er sammála um að mörg þeirra ófrávíkjanlegu skilyrða sem þarf að uppfylla við skotveiðar á villtum spendýrum, er ekki hægt að viðhafa við veiðar á stórhvelum,“ segir í álitinu. Þar sé meðal annars byggt á því að ekki sé hægt að ákvarða kyn hvala frá skipunum né sjá hvort hvalkýr eru kefldar eða mjólkandi, lífslíkur móðurlausra kálfa séu hverfandi, veiðarnar séu ómögulegar án þess að dýrunum sé fylgt eftir um tíma sem valdi þeim streitu og ótta, og aflífun sé ekki möguleg á skjótan og sársaukalausan hátt. Fagráðið fór yfir svör Hvals ehf. við eftirlitsskýrslu MAST en telur tillögur fyrirtækisins um nýja tækni við veiðarnar ekki raunhæfar. Notkun rafmagns við aflífun sé til að mynda ekki leið sem tryggi öruggan og skjótan dauðdaga. Þá byggi upplýsingar þess efnis að hægt sé að tryggja að það dauðastríð sem sást á veiðunum 2022 eigi sér ekki stað á veiðum á hrefnum, sem séu allt að tífalt minni en langreyðar. Vandséð sé að betur megi standa að veiðunum. Með álitinu fylgir bókun frá fulltrúa Bændasamtaka Íslands, sem segist sammála því að núverandi aðferðir við hvalveiðar séu ósamrýmanlegar lögum um velferð dýra. Hins vegar séu samtökin ekki að taka afstöðu til hvalveiða og þau telji mikilvægt að standa vörð um sjálfbæra nýtingu auðlinda til matvælaframleiðslu. Fulltrúi BÍ „setur þann áskilnað við málið að um hvalveiðar gildi sérlög og því lögfræðilegt álitamál hvort að gildissvið laga um velferð dýra hafi verið ætlað að ná yfir hvali“. Sjávarútvegur Hvalveiðar Hvalir Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Sjá meira
Þetta kemur fram í áliti fagráðsins, sem Matvælastofnun óskaði eftir 22. maí síðastliðinn. Ráðið byggir niðurstöðu sína á eftirlitsskýrslu MAST um velferð hvala við veiðar á Íslandi árið 2022 og viðtölum við sérfræðinga. Í álitinu segir meðal annars að það sé mat ráðsins að miklir ágallar hafi verið á veiðunum við Ísland sumarið 2022. Þá hafi ráðið ekki séð neitt í skýrslu MAST né gögnum sem henni fylgdu sem bendir til þess að eitthvað sérstakt við aðstæður umræddrar vertíðar hafi valdið ágöllunum. „Af fyrirliggjandi gögnum að dæma og því sem fram kom í samtali við sérfræðinga telur ráðið að við veiðar á stórhvelum sé ekki hægt að uppfylla þau skilyrði sem nauðsynleg eru til að tryggja velferð dýra við aflífun. Niðurstaða ráðsins er að sú veiðiaðferð sem beitt er við veiðar á stórhvelum samræmist ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra,“ segir í álitinu. Í greinargerð með álitinu er meðal annars bent á að jafnvel þótt skot hittu alla jafna ákjósanlegasta skotsvæðið á hvalnum bentu myndbönd og önnur gögn til þess að ekki væri hægt að tryggja skjótt meðvitundarleysi eða dauða. Ekki væri hægt að sjá að ytri þættir á borð við veðurfar, ölduhæð eða skotmaður hefðu úrslitaáhrif á skilvirkni veiðiaðferðarinnar og þá liðu að minnst tíu mínútur upp í allt að 22 mínútur á milli skota. BÍ: Álitamál hvort lög um velferð dýra nái yfir hvali „Fagráðið er sammála um að mörg þeirra ófrávíkjanlegu skilyrða sem þarf að uppfylla við skotveiðar á villtum spendýrum, er ekki hægt að viðhafa við veiðar á stórhvelum,“ segir í álitinu. Þar sé meðal annars byggt á því að ekki sé hægt að ákvarða kyn hvala frá skipunum né sjá hvort hvalkýr eru kefldar eða mjólkandi, lífslíkur móðurlausra kálfa séu hverfandi, veiðarnar séu ómögulegar án þess að dýrunum sé fylgt eftir um tíma sem valdi þeim streitu og ótta, og aflífun sé ekki möguleg á skjótan og sársaukalausan hátt. Fagráðið fór yfir svör Hvals ehf. við eftirlitsskýrslu MAST en telur tillögur fyrirtækisins um nýja tækni við veiðarnar ekki raunhæfar. Notkun rafmagns við aflífun sé til að mynda ekki leið sem tryggi öruggan og skjótan dauðdaga. Þá byggi upplýsingar þess efnis að hægt sé að tryggja að það dauðastríð sem sást á veiðunum 2022 eigi sér ekki stað á veiðum á hrefnum, sem séu allt að tífalt minni en langreyðar. Vandséð sé að betur megi standa að veiðunum. Með álitinu fylgir bókun frá fulltrúa Bændasamtaka Íslands, sem segist sammála því að núverandi aðferðir við hvalveiðar séu ósamrýmanlegar lögum um velferð dýra. Hins vegar séu samtökin ekki að taka afstöðu til hvalveiða og þau telji mikilvægt að standa vörð um sjálfbæra nýtingu auðlinda til matvælaframleiðslu. Fulltrúi BÍ „setur þann áskilnað við málið að um hvalveiðar gildi sérlög og því lögfræðilegt álitamál hvort að gildissvið laga um velferð dýra hafi verið ætlað að ná yfir hvali“.
Sjávarútvegur Hvalveiðar Hvalir Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“