Fagráð um velferð dýra segir hvalveiðar ekki samræmast lögum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. júní 2023 10:14 Fagráðið segir erfitt að sjá hvernig veiðarnar gætu samrýmst lögum um velferð dýra. Vísir/Egill Fagráð um velferð dýra hefur komist að þeirri niðurstöðu að sú veiðiaðferð sem beitt er við veiðar á stórhvelum samræmist ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra. Ekki sé hægt að uppfylla þau skilyrði sem nauðsynleg eru til að tryggja velferð dýra við aflífun. Þetta kemur fram í áliti fagráðsins, sem Matvælastofnun óskaði eftir 22. maí síðastliðinn. Ráðið byggir niðurstöðu sína á eftirlitsskýrslu MAST um velferð hvala við veiðar á Íslandi árið 2022 og viðtölum við sérfræðinga. Í álitinu segir meðal annars að það sé mat ráðsins að miklir ágallar hafi verið á veiðunum við Ísland sumarið 2022. Þá hafi ráðið ekki séð neitt í skýrslu MAST né gögnum sem henni fylgdu sem bendir til þess að eitthvað sérstakt við aðstæður umræddrar vertíðar hafi valdið ágöllunum. „Af fyrirliggjandi gögnum að dæma og því sem fram kom í samtali við sérfræðinga telur ráðið að við veiðar á stórhvelum sé ekki hægt að uppfylla þau skilyrði sem nauðsynleg eru til að tryggja velferð dýra við aflífun. Niðurstaða ráðsins er að sú veiðiaðferð sem beitt er við veiðar á stórhvelum samræmist ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra,“ segir í álitinu. Í greinargerð með álitinu er meðal annars bent á að jafnvel þótt skot hittu alla jafna ákjósanlegasta skotsvæðið á hvalnum bentu myndbönd og önnur gögn til þess að ekki væri hægt að tryggja skjótt meðvitundarleysi eða dauða. Ekki væri hægt að sjá að ytri þættir á borð við veðurfar, ölduhæð eða skotmaður hefðu úrslitaáhrif á skilvirkni veiðiaðferðarinnar og þá liðu að minnst tíu mínútur upp í allt að 22 mínútur á milli skota. BÍ: Álitamál hvort lög um velferð dýra nái yfir hvali „Fagráðið er sammála um að mörg þeirra ófrávíkjanlegu skilyrða sem þarf að uppfylla við skotveiðar á villtum spendýrum, er ekki hægt að viðhafa við veiðar á stórhvelum,“ segir í álitinu. Þar sé meðal annars byggt á því að ekki sé hægt að ákvarða kyn hvala frá skipunum né sjá hvort hvalkýr eru kefldar eða mjólkandi, lífslíkur móðurlausra kálfa séu hverfandi, veiðarnar séu ómögulegar án þess að dýrunum sé fylgt eftir um tíma sem valdi þeim streitu og ótta, og aflífun sé ekki möguleg á skjótan og sársaukalausan hátt. Fagráðið fór yfir svör Hvals ehf. við eftirlitsskýrslu MAST en telur tillögur fyrirtækisins um nýja tækni við veiðarnar ekki raunhæfar. Notkun rafmagns við aflífun sé til að mynda ekki leið sem tryggi öruggan og skjótan dauðdaga. Þá byggi upplýsingar þess efnis að hægt sé að tryggja að það dauðastríð sem sást á veiðunum 2022 eigi sér ekki stað á veiðum á hrefnum, sem séu allt að tífalt minni en langreyðar. Vandséð sé að betur megi standa að veiðunum. Með álitinu fylgir bókun frá fulltrúa Bændasamtaka Íslands, sem segist sammála því að núverandi aðferðir við hvalveiðar séu ósamrýmanlegar lögum um velferð dýra. Hins vegar séu samtökin ekki að taka afstöðu til hvalveiða og þau telji mikilvægt að standa vörð um sjálfbæra nýtingu auðlinda til matvælaframleiðslu. Fulltrúi BÍ „setur þann áskilnað við málið að um hvalveiðar gildi sérlög og því lögfræðilegt álitamál hvort að gildissvið laga um velferð dýra hafi verið ætlað að ná yfir hvali“. Sjávarútvegur Hvalveiðar Hvalir Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Erlent Fleiri fréttir Herflugvél snúið við í neyð Stefnir í læknaskort bregðist stjórnvöld ekki við Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Sjá meira
Þetta kemur fram í áliti fagráðsins, sem Matvælastofnun óskaði eftir 22. maí síðastliðinn. Ráðið byggir niðurstöðu sína á eftirlitsskýrslu MAST um velferð hvala við veiðar á Íslandi árið 2022 og viðtölum við sérfræðinga. Í álitinu segir meðal annars að það sé mat ráðsins að miklir ágallar hafi verið á veiðunum við Ísland sumarið 2022. Þá hafi ráðið ekki séð neitt í skýrslu MAST né gögnum sem henni fylgdu sem bendir til þess að eitthvað sérstakt við aðstæður umræddrar vertíðar hafi valdið ágöllunum. „Af fyrirliggjandi gögnum að dæma og því sem fram kom í samtali við sérfræðinga telur ráðið að við veiðar á stórhvelum sé ekki hægt að uppfylla þau skilyrði sem nauðsynleg eru til að tryggja velferð dýra við aflífun. Niðurstaða ráðsins er að sú veiðiaðferð sem beitt er við veiðar á stórhvelum samræmist ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra,“ segir í álitinu. Í greinargerð með álitinu er meðal annars bent á að jafnvel þótt skot hittu alla jafna ákjósanlegasta skotsvæðið á hvalnum bentu myndbönd og önnur gögn til þess að ekki væri hægt að tryggja skjótt meðvitundarleysi eða dauða. Ekki væri hægt að sjá að ytri þættir á borð við veðurfar, ölduhæð eða skotmaður hefðu úrslitaáhrif á skilvirkni veiðiaðferðarinnar og þá liðu að minnst tíu mínútur upp í allt að 22 mínútur á milli skota. BÍ: Álitamál hvort lög um velferð dýra nái yfir hvali „Fagráðið er sammála um að mörg þeirra ófrávíkjanlegu skilyrða sem þarf að uppfylla við skotveiðar á villtum spendýrum, er ekki hægt að viðhafa við veiðar á stórhvelum,“ segir í álitinu. Þar sé meðal annars byggt á því að ekki sé hægt að ákvarða kyn hvala frá skipunum né sjá hvort hvalkýr eru kefldar eða mjólkandi, lífslíkur móðurlausra kálfa séu hverfandi, veiðarnar séu ómögulegar án þess að dýrunum sé fylgt eftir um tíma sem valdi þeim streitu og ótta, og aflífun sé ekki möguleg á skjótan og sársaukalausan hátt. Fagráðið fór yfir svör Hvals ehf. við eftirlitsskýrslu MAST en telur tillögur fyrirtækisins um nýja tækni við veiðarnar ekki raunhæfar. Notkun rafmagns við aflífun sé til að mynda ekki leið sem tryggi öruggan og skjótan dauðdaga. Þá byggi upplýsingar þess efnis að hægt sé að tryggja að það dauðastríð sem sást á veiðunum 2022 eigi sér ekki stað á veiðum á hrefnum, sem séu allt að tífalt minni en langreyðar. Vandséð sé að betur megi standa að veiðunum. Með álitinu fylgir bókun frá fulltrúa Bændasamtaka Íslands, sem segist sammála því að núverandi aðferðir við hvalveiðar séu ósamrýmanlegar lögum um velferð dýra. Hins vegar séu samtökin ekki að taka afstöðu til hvalveiða og þau telji mikilvægt að standa vörð um sjálfbæra nýtingu auðlinda til matvælaframleiðslu. Fulltrúi BÍ „setur þann áskilnað við málið að um hvalveiðar gildi sérlög og því lögfræðilegt álitamál hvort að gildissvið laga um velferð dýra hafi verið ætlað að ná yfir hvali“.
Sjávarútvegur Hvalveiðar Hvalir Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Erlent Fleiri fréttir Herflugvél snúið við í neyð Stefnir í læknaskort bregðist stjórnvöld ekki við Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Sjá meira