Innlent

Bein útsending: Ríkisráðsfundur á Bessastöðum

Samúel Karl Ólason skrifar
Ríkisráð fundar á Bessastöðum.
Ríkisráð fundar á Bessastöðum. Vísir/Vilhelm

Ríkisráð, sem forseti Íslands og ráðherrar í ríkisstjórn skipa, mun funda á Bessastöðum klukkan tíu í dag. Það er eftir að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti í gær að Guðrún Hafsteinsdóttir myndir taka við af Jóni Gunnarssyni sem dómsmálaráðherra.

Vísir verður í beinni útsendingu fyrir fundinn á Bessastöðum.

Guðrún er á sínu fyrsta kjörtímabili sem þingmaður Suðurkjördæmis. Rætt var við hana í gær, eftir fund þingflokksins, þar sem hún sagðist spennt fyrir því að taka við embætti dómsmálaráðherra.

Jón sagði ákvörðunina í samræmi við það sem lagt var upp með við upphaf kjörtímabilsins en neitaði því ekki að hann hefði viljað sitja áfram sem ráðherra.

Sjá einnig: Guðrún inn sem ráðherra, Jón út

Lyklaskipti munu svo fara fram í Dómsmálaráðuneytinu í dag.

Beina útsendingu frá Bessastöðum má sjá í spilaranum hér að neðan. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×