Komnir með skýra mynd á atburðarás í manndrápsmáli Bjarki Sigurðsson skrifar 18. júní 2023 20:01 Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir forritið sem mennirnir notuðust við hafa verið erfitt við að eiga. Búið er að loka á starfsemi þess. Vísir/Vilhelm Rannsókn lögreglu á manndrápi í Drangahrauni í Hafnarfirði miðar vel. Að sögn yfirlögregluþjóns hefur lögreglu tekist að átta sig á aðdragandanum og atburðinum sjálfum, þrátt fyrir að rannsókn málsins sé nýhafin. Lögreglu barst tilkynning í gærmorgun á sjötta tímanum að maður væri illa haldinn utandyra í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði. Er lögregla mætti á staðinn var reynt að hefja endurlífgun sem bar ekki árangur og maðurinn sem var á fimmtugsaldri úrskurðaður látinn. Í kjölfar þess voru tveir menn á fertugsaldri handteknir sem voru grunaðir um aðild að dauða mannsins. Í gærkvöldi var einn mannanna úrskurðaður í gæsluvarðhald til næsta fimmtudags en hinum manninum sleppt úr haldi. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir tengsl vera á milli mannanna sem báðir eru pólskir ríkisborgarar. Hann gat ekki upplýst frekar um tengsl mannanna en hinn látni átti fjölskyldu hér á landi. Hann segir að rannsókn málsins gangi vel. „Hún gekk mjög vel í gær, við náðum að safna mjög miklum upplýsingum. Áttuðum okkur á að við teljum aðdragandanum og atburðinum sjálfum. Það gekk mjög vel. Rannsóknin er á góðum stað þó hún sé tiltölulega nýhafin,“ segir Grímur. Lögregla kom að vettvangi í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði, þar sem maður á fimmtugsaldri fannst látinn.Vísir/Vilhelm Sá sem var sleppt úr haldi er enn með stöðu sakbornings í málinu en segir Grímur þó að ekki sé talið að hann tengist því á nokkurn hátt. Hann segir rannsókn lögreglu snúast einna helst núna að því að rannsaka hvert morðvopnið var. „Rannsóknin lýtur að því að rannsaka hvaða vopni og hvernig því var beitt. Það er gengið út frá því að um sé að ræða hníf, það er að viðkomandi hafi látist af hnífstungum en það er krufning sem sker út um það, hver hafi verið dánarorsökin,“ segir Grímur. Lögreglumál Hafnarfjörður Manndráp í Drangahrauni Tengdar fréttir Telja að maðurinn hafi verið stunginn til bana Maðurinn sem fannst látinn í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði í gærmorgun var að öllum líkindum stunginn til bana með hníf. Niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir. 18. júní 2023 13:42 Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Sjá meira
Lögreglu barst tilkynning í gærmorgun á sjötta tímanum að maður væri illa haldinn utandyra í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði. Er lögregla mætti á staðinn var reynt að hefja endurlífgun sem bar ekki árangur og maðurinn sem var á fimmtugsaldri úrskurðaður látinn. Í kjölfar þess voru tveir menn á fertugsaldri handteknir sem voru grunaðir um aðild að dauða mannsins. Í gærkvöldi var einn mannanna úrskurðaður í gæsluvarðhald til næsta fimmtudags en hinum manninum sleppt úr haldi. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir tengsl vera á milli mannanna sem báðir eru pólskir ríkisborgarar. Hann gat ekki upplýst frekar um tengsl mannanna en hinn látni átti fjölskyldu hér á landi. Hann segir að rannsókn málsins gangi vel. „Hún gekk mjög vel í gær, við náðum að safna mjög miklum upplýsingum. Áttuðum okkur á að við teljum aðdragandanum og atburðinum sjálfum. Það gekk mjög vel. Rannsóknin er á góðum stað þó hún sé tiltölulega nýhafin,“ segir Grímur. Lögregla kom að vettvangi í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði, þar sem maður á fimmtugsaldri fannst látinn.Vísir/Vilhelm Sá sem var sleppt úr haldi er enn með stöðu sakbornings í málinu en segir Grímur þó að ekki sé talið að hann tengist því á nokkurn hátt. Hann segir rannsókn lögreglu snúast einna helst núna að því að rannsaka hvert morðvopnið var. „Rannsóknin lýtur að því að rannsaka hvaða vopni og hvernig því var beitt. Það er gengið út frá því að um sé að ræða hníf, það er að viðkomandi hafi látist af hnífstungum en það er krufning sem sker út um það, hver hafi verið dánarorsökin,“ segir Grímur.
Lögreglumál Hafnarfjörður Manndráp í Drangahrauni Tengdar fréttir Telja að maðurinn hafi verið stunginn til bana Maðurinn sem fannst látinn í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði í gærmorgun var að öllum líkindum stunginn til bana með hníf. Niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir. 18. júní 2023 13:42 Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Sjá meira
Telja að maðurinn hafi verið stunginn til bana Maðurinn sem fannst látinn í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði í gærmorgun var að öllum líkindum stunginn til bana með hníf. Niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir. 18. júní 2023 13:42