Lífið

Lady Gaga greinir frá ástæðum fjarverunnar

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Lady Gaga.
Lady Gaga. Getty/Axelle

Söngkonan Lady Gaga hefur dregið sig í hlé frá sviðsljósinu undanfarið en vill fullvissa aðdáendur sína um að hléið viti aðeins á gott.

Á Instagram síðu hennar segist hún, síðustu mánuði, hafa verið full sköpunargleði.

„Ég skrifaði og framleiddi söngleik fyrir sérstakt verkefni, undirbjó mig í nokkra mánuði fyrir Joker-kvikmyndina, vann í sprotafyrirtæki mínu Haus Labs og... svo hef ég unnið að kvikmynd um Chromatica ball,“ skrifar Gaga á Instagram. Chromatica ball er sjöunda tónleikaferðalag hennar, sem hún fór í á síðasta ári. 

„Á þessum tímapunkti er það að búa til myndlist, tónlist, tísku og að styðja við samfélag mit, aldrei verið meira gefandi,“ skrifaði hún. „Ég vona að þið vitið að þessi tími fyrir sjálfa mig hefur verið einstaklega gróandi og endurhlaðandi fyrir hjarta mitt, huga, líkama og sköpunargáfu.“

Gaga kveðst hafa viljað prófa „persónulegt líf sem er aðeins fyrir mig“ en sagði einnig að hörðustu aðdáendum hennar kunni “að líða öðruvísi“, vegna þess að hún hefur ekki „alltaf verið svo persónuleg“. Gaga, sem kallar aðdáendur sína „lítlu skrímslin,“ sagði að ást hennar á þeim muni aldrei breytast.

Gaga, sem vann til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í myndinni A star is born, komst í fréttirnar fyrr á þessu ári þegar kona krafðist 1,5 milljóna bandaríkjadala eftir að hafa skilað stolnum hundum hennar. Síðar kom í ljós að sama kona væri viðriðin stuldinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×