Innlent

Gæslu­varð­hald fram­lengt um tvær vikur

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Maðurinn var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Suðurlands í byrjun maí.
Maðurinn var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Suðurlands í byrjun maí. Vísir

Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði í dag karlmann, sem er grunaður um að hafa orðið 29 ára konu að bana á Selfossi, í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald. Bæði lögregla og maðurinn hafa kært úrskurðinn til Landsréttar.

Sveinn Kristján Rún­ars­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á Suður­landi, staðfesti þetta í sam­tali við Vísi.

Úrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar en lögreglan fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna biðar eftir gögnum erlendis frá. 

Sjá einnig: Rannsókn á manndrápi á Selfossi gengur vel

Beðið er eftir lokaskýrslu úr krufningu en bráðabirgðaniðurstöður benda til þess að konunni hafi verið ráðinn bani.

Sjö vikur í gæsluvarðhald

Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi frá lok apríl, eða í sjö vikur, en lögregla má ekki halda manni lengur en tólf vikur í gæsluvarðhaldi án þess að gefa út ákæra.

Í viðtali við Vísi um málið í dag sagði Sveinn Kristján að hinn maðurinn sem var handtekinn við upphaf rannsóknar hafi enn stöðu sakbornings. Sá sem er enn í haldi hefur meiri aðkomu að málinu en Sveinn Kristján vildi ekki tjá sig nánar um hlut hvors fyrir sig.

„Héraðssaksóknari fer með ákæruvald og það er nauðsynlegt að halda honum upplýstum um gang mála,“ segir Sveinn Kristján um fundi með héraðssaksóknara um málið. Fjölskyldu hinnar látnu er einnig haldið upplýstri eins og kostur er.


Tengdar fréttir

Gæsluvarðhald vegna manndrápsins á Selfossi framlengt

Í dag féllst dómari við Héraðsdóm Suðurlands á kröfu Lögreglustjórans á Suðurlandi um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir karlmanni, vegna rannsóknar á andláti ungrar konu á Selfossi frá því í apríl síðastliðnum. Gæsluvarðhald var framlengt til sextánda júní næstkomandi.

Lög­regla fundar með fjölskyldu hinnar látnu í dag

Lögreglan á Suðurlandi telur sig vera komna með nokkuð skýra mynd af atburðarrásinni sem leiddi til andláts konu á Selfossi í síðustu viku. Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir öðrum af tveimur mönnum sem handteknir voru í tengslum við andlátið en hinum hefur verið sleppt. Lögregla mun funda með aðstandendum hinnar látnu í dag. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×