Lífið

„Ég er á þörfinni og hlakka brjálæðislega mikið til“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
PALLI-Sumar-2023

„Ég var síðast á Þjóðhátíð 2019 þannig að ég er á þörfinni og hlakka brjálæðislega mikið til,“ segir tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson. 

„Einkum og sér í lagi að spila nýja efnið mitt og sérstaklega spenntur fyrir því að taka Spurningar með Birni sem hefur aldrei heyrst live á Þjóðhátíð, það verður geggjað.“

Enn bætist í hópinn 

Landslið listamanna er nú þegar á dagskránni, Bríet, Friðrik Dór, Stjórnin, Klara Elías, Emmsjé Gauti, XXX Rottweiler, Una Torfa, Jóhanna Guðrún, Diljá Pétursdóttir, Jón Ólafsson ásamt Hildi Völu, Björn Jörundur, Daníel Ágúst, Stefanía Svavarsdóttir og Elísabet Ormslev. 

Enn á þó eftir að bætast við í flóruna eftir því sem nær dregur.  Forsalan er hafin á má nálgast miða á dalurinn.is

Emmsjé Gauti flytur Þjóðhátíðarlagið

Tónlistarmaðurinn Emm­sjé Gauti frumflutti Þjóðhátíðarlagið, Þúsund hjörtu, í byrjun mánaðarins, sem hefur fengið góðar undirtekir.

Hægt er að hlusta á lagið í spilaranum hér að neðan.


Tengdar fréttir

Frum­sýning á mynd­bandi við Þjóð­há­tíðar­lag Emm­sjé Gauta

„Stundum eru bara hlutir sem virka og þá á maður ekki að vera að fikta of mikið í þeim en gera þetta meira að sínum eigin,“ segir tón­listar­maðurinn Gauti Þeyr Más­son, betur þekktur sem Emm­sjé Gauti, um hug­myndina á bak­við mynd­bandið við Þjóð­há­tíðar­lagið 2023, Þúsund hjörtu.

Emm­sjé Gauti frum­flutti þjóð­há­tíðar­lagið 2023

„Þegar þúsund hjörtu slá í takt, það að þú sért hjá mér það er allt.“ Svo hljóðar brot úr viðlagi þjóðhátíðarlagsins 2023 eftir þá Emmsjé Gauta og Þormóð Eiríksson. Til að koma sér í gírinn fyrir lagið fóru þeir til Vestmannaeyja, sungu með kórum og færðu þeim bjór. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×