Johnson harðlega gagnrýndur og mögulega sviptur aðgengi að Westminster Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. júní 2023 10:37 Johnson virðist æfareiður vegna skýrslunnar og hefur talað um „pólitíska aftöku“. AP/Frank Augstein Boris Johnson var óheiðarlegur í svörum sínum um svokallað „Partygate“-mál og tók þátt í herferð til að ógna og grafa undan þingmönnum sem höfðu málið til rannsóknar. Þetta eru niðurstöður þingnefndar sem hefur rannsakað framgöngu forsætisráðherrans fyrrverandi. Hin þverpólitíska nefnd kemst að þeirri niðurstöðu að Johnson hafi „lokað augunum fyrir sannleikanum“ og hafði ákveðið að setja hann í 90 daga bann frá þinginu áður en hann sagði af sér þingmennsku að eigin frumkvæði þegar ljóst var í hvað stefndi. Samkvæmt nefndinni gaf Johnson ekki aðeins misvísandi svör um brot á sóttvarnarreglum í Downingstræti 10, heldur afvegaleiddi hann þingnefndina sjálfa, braut gegn reglum með því að leka upplýsingum úr skýrslu nefndarinnar í síðustu viku og gróf þar með undan lýðræðislegu hlutverki þingsins. Nefndin hefur lagt það til að Johnson verði sviptur passanum sem veitir fyrrverandi þingmönnum aðgang að Westminster. Þá hefur Verkamannaflokkurinn krafist þess að Johnson endurgreiði þau 245 þúsund pund sem skattgreiðendur hafa greitt í lögmannskostnað fyrir hann og Frjálslyndi demókrataflokkurinn kallað eftir því að hann verði sviptur 115 þúsund punda árlegri greiðslu sem fyrrverandi forsætisráðherra. "It is a dreadful day to see a former Prime Minister attacking Parliament."Former Conservative MP and Attorney General Dominic Grieve reacts to the Privileges Committee's report on Boris Johnson misleading the Commons over partygate.https://t.co/PAiZ4D1jU3 Sky 501 pic.twitter.com/az407k3sv3— Sky News (@SkyNews) June 15, 2023 Í skýrslu þingnefndarinnar segir að Johnson hafi ítrekað verið vísvítandi misvísandi í svörum sínum varðandi Partygate og að fullyrðing hans um að hann hefði talið að öll þau samkvæmi sem voru haldin í Downingstræti hefðu verið í samræmi við sóttvarnareglur ættu enga stoð í raunveruleikanum. Þá hefðu árásir hans á nefndina og störf hennar jafngilt árás á lýðræðislegar stofnanir ríkisins. Í skýrslunni er þess getið að stjórnvöld upplýstu í síðasta mánuði um sextán samkomur til viðbótar, sem Johnson hefur sagt að hafi verið nauðsynlegar þar sem eiginkona hans var ólétt. Nefndin segir að ef í ljós komi að sú fullyrðing sé ósönn, hafi Johnson enn og aftur gerst sekur um að vanvirða þingið. Nefndin gagnrýnir Johnson fyrir að hafa viljandi hunsað sannleikann og sakar hann um að hafa freistað þess að endurskrifa reglurnar til að passa því sem hann vildi meina að hefði átt sér stað. Í kjölfar grófra árása Johnson og stuðningsmanna hans á nefndarmenn hefði verið til skoðunar að auka öryggi þeirra. Íhaldsmaðurinn Penny Mordaunt, forseti þingsins, hefur sagt að þingmönnum verði í sjálfsvald sett hvernig þeir greiða atkvæði þegar skýrslan verður tekin fyrir. Hún segir að menn verði að gera það sem þeir telja rétt og að ekki ætti að setja þrýsting á þingmenn að kjósa á einn veg eða annan. Ítarlega frétt um málið má finna á Guardian. Bretland Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Fleiri fréttir Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Sjá meira
Hin þverpólitíska nefnd kemst að þeirri niðurstöðu að Johnson hafi „lokað augunum fyrir sannleikanum“ og hafði ákveðið að setja hann í 90 daga bann frá þinginu áður en hann sagði af sér þingmennsku að eigin frumkvæði þegar ljóst var í hvað stefndi. Samkvæmt nefndinni gaf Johnson ekki aðeins misvísandi svör um brot á sóttvarnarreglum í Downingstræti 10, heldur afvegaleiddi hann þingnefndina sjálfa, braut gegn reglum með því að leka upplýsingum úr skýrslu nefndarinnar í síðustu viku og gróf þar með undan lýðræðislegu hlutverki þingsins. Nefndin hefur lagt það til að Johnson verði sviptur passanum sem veitir fyrrverandi þingmönnum aðgang að Westminster. Þá hefur Verkamannaflokkurinn krafist þess að Johnson endurgreiði þau 245 þúsund pund sem skattgreiðendur hafa greitt í lögmannskostnað fyrir hann og Frjálslyndi demókrataflokkurinn kallað eftir því að hann verði sviptur 115 þúsund punda árlegri greiðslu sem fyrrverandi forsætisráðherra. "It is a dreadful day to see a former Prime Minister attacking Parliament."Former Conservative MP and Attorney General Dominic Grieve reacts to the Privileges Committee's report on Boris Johnson misleading the Commons over partygate.https://t.co/PAiZ4D1jU3 Sky 501 pic.twitter.com/az407k3sv3— Sky News (@SkyNews) June 15, 2023 Í skýrslu þingnefndarinnar segir að Johnson hafi ítrekað verið vísvítandi misvísandi í svörum sínum varðandi Partygate og að fullyrðing hans um að hann hefði talið að öll þau samkvæmi sem voru haldin í Downingstræti hefðu verið í samræmi við sóttvarnareglur ættu enga stoð í raunveruleikanum. Þá hefðu árásir hans á nefndina og störf hennar jafngilt árás á lýðræðislegar stofnanir ríkisins. Í skýrslunni er þess getið að stjórnvöld upplýstu í síðasta mánuði um sextán samkomur til viðbótar, sem Johnson hefur sagt að hafi verið nauðsynlegar þar sem eiginkona hans var ólétt. Nefndin segir að ef í ljós komi að sú fullyrðing sé ósönn, hafi Johnson enn og aftur gerst sekur um að vanvirða þingið. Nefndin gagnrýnir Johnson fyrir að hafa viljandi hunsað sannleikann og sakar hann um að hafa freistað þess að endurskrifa reglurnar til að passa því sem hann vildi meina að hefði átt sér stað. Í kjölfar grófra árása Johnson og stuðningsmanna hans á nefndarmenn hefði verið til skoðunar að auka öryggi þeirra. Íhaldsmaðurinn Penny Mordaunt, forseti þingsins, hefur sagt að þingmönnum verði í sjálfsvald sett hvernig þeir greiða atkvæði þegar skýrslan verður tekin fyrir. Hún segir að menn verði að gera það sem þeir telja rétt og að ekki ætti að setja þrýsting á þingmenn að kjósa á einn veg eða annan. Ítarlega frétt um málið má finna á Guardian.
Bretland Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Fleiri fréttir Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Sjá meira