Lífið

Mág­konur stýra SA

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Sigríður Margrét og Anna Hrefna eru mágkonur. 
Sigríður Margrét og Anna Hrefna eru mágkonur.  Vísir/Samtök atvinnulífsins

Sigríður Margrét Oddsdóttir, nýráðinn framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, er fyrsta konan til þess að landa embættinu. Að auki er hún mágkona Önnu Hrefnu Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóra samtakanna.

Heimildin greinir frá þessari tengingu framkvæmda- og aðstoðarframkvæmdastjóra samtakanna. Einar Sigurjón Oddsson hagfræðingur er eiginmaður Önnu Hrefnu og yngri bróðir Sigríðar.

Tilkynnt var um ráðningu nýs framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins í gær en Halldór Benjamín Þorbergsson, fráfarandi framkvæmdastjóri samtakanna, sagði starfi sínu lausu í mars til að taka við starfi forstjóra fasteignafélagsins Regins.

Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, segir í samtali við Heimildina að tengsl mágkvennanna hafi ekki verið tekin til skoðunar í ráðningarferlinu. „Ég get ómögulega komið auga á að slík tengsl verði eitthvað vandamál,“ segir hann.


    Tengdar fréttir

    „Ég átta mig full­kom­lega á því að þetta er ekki þægi­leg inni­vinna“

    „Ég er mjög spennt fyrir nýja starfinu. Ég átta mig fullkomlega á því að þetta er ekki þægileg innivinna, en ég er ákaflega þakklát fyrir stuðninginn sem ég hef fundið og góðu kveðjurnar sem ég hef fengið frá atvinnulífinu í dag,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, nýr framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.






    Fleiri fréttir

    Sjá meira


    ×