Finna engar skýringar á árásum unglinga á strætisvagna Kristinn Haukur Guðnason skrifar 12. júní 2023 15:10 Hópur unglinga réðist á vagnstjóra, spörkuðu í hann og brutu gleraugu. Vísir/Vilhelm Myndavélar hafa verið settar upp í strætisvögnum Akureyrar eftir að hópur unglinga réðst á kvenkyns bílstjóra í maíbyrjun. Vitað er hverjir gerendurnir eru en málið verður ekki kært til lögreglu. „Það var búið að vera vesen með þennan hóp og búið að vera að ýta í bílstjóra áður. Svo um þessi mánaðamót réðust þau á bílstjórann,“ segir Engilbert Ingvarsson, verkstjóri strætisvagna og ferliþjónustu Akureyrarbæjar. „Hún slasaðist ekkert líkamlega. Meiðslin voru aðeins sálræn og það var farið í gegnum þetta með henni á staðnum,“ segir hann. Eins og greint var frá í frétt RÚV spörkuðu unglingarnir í bílstjórann, slitu hálsfesti og brutu gleraugu hans. Þá hafi tvívegis í vetur fundist heimatilbúnar sprengjur í strætisvögnum, sem lögregla fjarlægði, og í eitt skipti var skotið úr loftriffli á strætisvagn. Hræddir að mæta í vinnu „Við finnum engar skýringar á þessu,“ segir Engilbert um árásirnar á vagnana. Engin bein tengsl séu hins vegar á milli árásarinnar á vagnstjórann og hinna atvikanna. Hann segir þó óhug á meðal vagnstjóra. „Þeir voru hræddir við að mæta til vinnu á tímabili. En það er búið að taka svolítið utan um þetta. Þarna voru engir glæpamenn að verki heldur krakkar sem líður ekki vel,“ segir Engilbert. Strætisvagnar Akureyrar séu í góðu samstarfi við lögregluna um málið og að það sé á réttri leið. Verður ekki kært Að sögn var það að beiðni vagnstjóranna að myndavélarnar voru settar upp, til að auka öryggi. Ekki sé búið að kæra árásina til lögreglu og að það verði ekki gert. Unglingarnir sem stóðu að árásinni á vagnstjórann eru um 15 til 16 ára gamlir en Engilbert vill ekki setja hversu margir. Ekki heldur hvort að málið sé komið á borð barnaverndaryfirvalda. Hvað sprengjurnar varðar segir hann algengt að krakkar dundi sér við að búa þær til. „Þetta er kannski ekki stórmál en það getur alltaf verið hætta á bak við þetta,“ segir Engilbert. Akureyri Börn og uppeldi Samgöngur Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Sjá meira
„Það var búið að vera vesen með þennan hóp og búið að vera að ýta í bílstjóra áður. Svo um þessi mánaðamót réðust þau á bílstjórann,“ segir Engilbert Ingvarsson, verkstjóri strætisvagna og ferliþjónustu Akureyrarbæjar. „Hún slasaðist ekkert líkamlega. Meiðslin voru aðeins sálræn og það var farið í gegnum þetta með henni á staðnum,“ segir hann. Eins og greint var frá í frétt RÚV spörkuðu unglingarnir í bílstjórann, slitu hálsfesti og brutu gleraugu hans. Þá hafi tvívegis í vetur fundist heimatilbúnar sprengjur í strætisvögnum, sem lögregla fjarlægði, og í eitt skipti var skotið úr loftriffli á strætisvagn. Hræddir að mæta í vinnu „Við finnum engar skýringar á þessu,“ segir Engilbert um árásirnar á vagnana. Engin bein tengsl séu hins vegar á milli árásarinnar á vagnstjórann og hinna atvikanna. Hann segir þó óhug á meðal vagnstjóra. „Þeir voru hræddir við að mæta til vinnu á tímabili. En það er búið að taka svolítið utan um þetta. Þarna voru engir glæpamenn að verki heldur krakkar sem líður ekki vel,“ segir Engilbert. Strætisvagnar Akureyrar séu í góðu samstarfi við lögregluna um málið og að það sé á réttri leið. Verður ekki kært Að sögn var það að beiðni vagnstjóranna að myndavélarnar voru settar upp, til að auka öryggi. Ekki sé búið að kæra árásina til lögreglu og að það verði ekki gert. Unglingarnir sem stóðu að árásinni á vagnstjórann eru um 15 til 16 ára gamlir en Engilbert vill ekki setja hversu margir. Ekki heldur hvort að málið sé komið á borð barnaverndaryfirvalda. Hvað sprengjurnar varðar segir hann algengt að krakkar dundi sér við að búa þær til. „Þetta er kannski ekki stórmál en það getur alltaf verið hætta á bak við þetta,“ segir Engilbert.
Akureyri Börn og uppeldi Samgöngur Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði