Segir borgina brjóta lög með verklagi sínu sem snerti á annað hundrað manns Helena Rós Sturludóttir skrifar 11. júní 2023 21:00 Flóki Ásgeirsson lögmaður segir borgina brjóta lög í tengslum við biðlista um sértæk húsnæðisúrræði. Vísir/Arnar Reykjavíkurborg brýtur lög með verklagi sínu í kringum biðlista einstaklinga eftir sértækum húsnæðisúrræðum að sögn lögmanns Landssamtakanna Þroskahjálp. Á annað hundrað manns eru á biðlista og enginn veit hvenær röðin kemur að honum. Í gær greindum við frá því að Landsamtökin Þroskahjálp telji Reykjavíkurborg bótaskylda gagnvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræði eftir að þroskahamlaður maður lagði borgina í héraðsdómi vegna ógegnsæi biðlistanna og hlaut miskabætur. Bæturnar gætu numið hundruðum milljóna króna. Faðir einhverfs ungs manns sem beðið hefur á biðlista í um fimm ár sagði verklagi með öllu óskiljanlegt og að erfitt væri að skipuleggja framtíðina. Hafa ekki breytt verklaginu Lögmaður Þroskahjálpar kallaði eftir svörum frá borginni í mars síðastliðnum. „Staðan eins og hún er í dag er sú að þessi svör hafa ekki ennþá fengist þá virðist hvorki hafa verið gerðar þær nauðsynlegu breytingar á verklaginu við biðlistina sem leiða af niðurstöðu dómsins og síðan virðist ekkert hafa verið gert í því að gera upp gagnvart öðrum einstaklingum en þeim sem átti aðild að þessu dómsmáli,“ segir Flóki Ásgeirsson lögmaður. Niðurstaða héraðsdóms hafi verið skýr. „Það var ekki nægjanlegt eins og sveitarfélögin framkvæmdu þetta og Reykjavíkurborg í þessu tilviki að vera eingöngu með í raun og veru svona safn af þeim sem voru á biðlista án þess að raða þeim innbyrðis og án þess að það lægi þá fyrir fyrir hvern og einn einstakling hvar hann stæði í röðinni og hvenær hann gæti svona vænst þess að biðinni lyki,“ segir Flóki. Bíða svara frá borginni Verklagið sé enn viðhaft hjá borginni og fyrir utan þennan eina einstakling sem fór í mál við borgina á þessum tíma þá hafi aðrir einstaklingar ekki fengið neina leiðréttingu og engar bætur. Að sögn Flóka hefur Þoskahjálp fengið þær upplýsingar frá borginni að málið snúi að á annað hundrað einstaklinga, það eigi þó aðeins við um þá sem búi í Reykjavík. Við þá tölu bætist svo við einstaklingar í sömu stöðu um land allt. Þroskahjálp bíður nú svara frá borginni um það hvort borgin ætli sé að leiðbeina þeim einstaklingum sem eru í þessari stöðu og gefa þeim tækifæri til að leita réttar síns.„Eða þá ef borgin hyggst ekki gera það að hún upplýsi þá Þroskahjálp um hvaða einstaklingar þetta eru þannig að Þroskahjálp geti þá haft milligöngu um að koma þessum upplýsingum á framfæri.“ Reykjavíkurborg hefur lýst því yfir að hún muni svara einhverju 1. júlí næstkomandi í samskiptum sínum við Þroskahjálp en hvað það verður, liggur ekki fyrir. Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Tengdar fréttir „Vinnubrögð borgarinnar vonandi einsdæmi“ Lögmaður fjölfatlaðs manns sem hefur síðan í vor verið neitað um heimaþjónustu vonar að vinnubrögð Reykjavíkurborgar í málinu séu einsdæmi. Maðurinn missti pláss á hjúkrunarheimili aldraðra í gær og var vísað á spítala. Hann segir skrítið að liggja án veikinda á stofnun sem sé á neyðarstigi. 3. janúar 2022 19:00 Borgin greiði fötluðum manni miskabætur Reykjavíkurborg var í dag dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða fötluðum manni á þrítugsaldri miskabætur að fjárhæð 1,1 milljón króna. 16. júní 2021 15:43 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Í gær greindum við frá því að Landsamtökin Þroskahjálp telji Reykjavíkurborg bótaskylda gagnvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræði eftir að þroskahamlaður maður lagði borgina í héraðsdómi vegna ógegnsæi biðlistanna og hlaut miskabætur. Bæturnar gætu numið hundruðum milljóna króna. Faðir einhverfs ungs manns sem beðið hefur á biðlista í um fimm ár sagði verklagi með öllu óskiljanlegt og að erfitt væri að skipuleggja framtíðina. Hafa ekki breytt verklaginu Lögmaður Þroskahjálpar kallaði eftir svörum frá borginni í mars síðastliðnum. „Staðan eins og hún er í dag er sú að þessi svör hafa ekki ennþá fengist þá virðist hvorki hafa verið gerðar þær nauðsynlegu breytingar á verklaginu við biðlistina sem leiða af niðurstöðu dómsins og síðan virðist ekkert hafa verið gert í því að gera upp gagnvart öðrum einstaklingum en þeim sem átti aðild að þessu dómsmáli,“ segir Flóki Ásgeirsson lögmaður. Niðurstaða héraðsdóms hafi verið skýr. „Það var ekki nægjanlegt eins og sveitarfélögin framkvæmdu þetta og Reykjavíkurborg í þessu tilviki að vera eingöngu með í raun og veru svona safn af þeim sem voru á biðlista án þess að raða þeim innbyrðis og án þess að það lægi þá fyrir fyrir hvern og einn einstakling hvar hann stæði í röðinni og hvenær hann gæti svona vænst þess að biðinni lyki,“ segir Flóki. Bíða svara frá borginni Verklagið sé enn viðhaft hjá borginni og fyrir utan þennan eina einstakling sem fór í mál við borgina á þessum tíma þá hafi aðrir einstaklingar ekki fengið neina leiðréttingu og engar bætur. Að sögn Flóka hefur Þoskahjálp fengið þær upplýsingar frá borginni að málið snúi að á annað hundrað einstaklinga, það eigi þó aðeins við um þá sem búi í Reykjavík. Við þá tölu bætist svo við einstaklingar í sömu stöðu um land allt. Þroskahjálp bíður nú svara frá borginni um það hvort borgin ætli sé að leiðbeina þeim einstaklingum sem eru í þessari stöðu og gefa þeim tækifæri til að leita réttar síns.„Eða þá ef borgin hyggst ekki gera það að hún upplýsi þá Þroskahjálp um hvaða einstaklingar þetta eru þannig að Þroskahjálp geti þá haft milligöngu um að koma þessum upplýsingum á framfæri.“ Reykjavíkurborg hefur lýst því yfir að hún muni svara einhverju 1. júlí næstkomandi í samskiptum sínum við Þroskahjálp en hvað það verður, liggur ekki fyrir.
Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Tengdar fréttir „Vinnubrögð borgarinnar vonandi einsdæmi“ Lögmaður fjölfatlaðs manns sem hefur síðan í vor verið neitað um heimaþjónustu vonar að vinnubrögð Reykjavíkurborgar í málinu séu einsdæmi. Maðurinn missti pláss á hjúkrunarheimili aldraðra í gær og var vísað á spítala. Hann segir skrítið að liggja án veikinda á stofnun sem sé á neyðarstigi. 3. janúar 2022 19:00 Borgin greiði fötluðum manni miskabætur Reykjavíkurborg var í dag dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða fötluðum manni á þrítugsaldri miskabætur að fjárhæð 1,1 milljón króna. 16. júní 2021 15:43 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
„Vinnubrögð borgarinnar vonandi einsdæmi“ Lögmaður fjölfatlaðs manns sem hefur síðan í vor verið neitað um heimaþjónustu vonar að vinnubrögð Reykjavíkurborgar í málinu séu einsdæmi. Maðurinn missti pláss á hjúkrunarheimili aldraðra í gær og var vísað á spítala. Hann segir skrítið að liggja án veikinda á stofnun sem sé á neyðarstigi. 3. janúar 2022 19:00
Borgin greiði fötluðum manni miskabætur Reykjavíkurborg var í dag dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða fötluðum manni á þrítugsaldri miskabætur að fjárhæð 1,1 milljón króna. 16. júní 2021 15:43