Þorgerður Katrín bregst við gagnrýni: „Þessi leiðu mistök breyta hins vegar ekki stóru myndinni“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 11. júní 2023 14:01 Samtökin sögðu Þorgerður Katrín hafa haldið því ranglega fram að formaður samtakanna væri heiðursræðismaður Rússa á Íslandi. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar viðurkennir að hafa ranglega sagt formann Samtaka fyrirtækja í landbúnaði og aðstoðarforstjóra Kaupfélags Skagfirðinga vera heiðursræðismann Rússa á Íslandi. Um er að ræða forstöðumann kjötafurðarstöðvar Kaupfélags Skagfirðinga sem samhliða störfum sínum fyrir Kaupfélagið er heiðursræðismaður Rússlands hér á landi. Þetta kemur fram í færslu sem Þorgerður Katrín birti á facebooksíðu sinni fyrr í dag. Líkt og fram í frétt Vísis gær sendu Samtök fyrirtækja í landbúnaði frá sér yfirlýsingu vegna umræðu á Alþingi þann 9. júní síðastliðinn. um framlengingu niðurfellingar tolla á vörur upprunnar í Úkraínu. Samtökin segja Þorgerði Katrínu hafa gefið í skyn í umræðum á Alþingi að samtökin styddu ekki við Úkraínumenn í baráttu sinni gegn innrás Rússlands. Þá kemur fram að Þorgerður Katrín hafi haldið því ranglega fram að formaður samtakanna væri heiðursræðismaður Rússa á Íslandi og sagt það setja ábendingar samtakanna, um að vænlegra væri að velja önnur stuðningsform en niðurfellingu tolla til að styðja við Úkraínu, í enn verra ljós. Í yfirlýsingunni segjast samtökin „harma þennan rógburð alþingismannsins úr pontu Alþingis Íslendinga.“ Almannahagsmunir framar sérhagsmunum Í fyrrnefndri facebookfærslu segir Þorgerður Katrín að henni sé ljúft og skylt að leiðrétta þetta, eftir yfirlýsingu samtakanna þar um. „Þessi leiðu mistök breyta hins vegar ekki stóru myndinni og málinu sjálfu. Þeirri staðreynd að Framsóknarflokkurinn og stöku þingmenn Sjálfstæðisflokks vildu ekki framlengja ákvæði um tollfrjálsan innflutning úkraínskra vara til að styðja við efnahags- og atvinnulíf þar í landi sem af augljósum ástæðum er í lamasessi. Og mér þykir það aumt af okkar hálfu. Því þrátt fyrir fögur fyrirheit stjórnvalda er komið í ljós að stuðningur okkar við Úkraínu er ekki skilyrðislaus. Stuðningur og samhugur þessarar ríkisstjórnar stöðvast við tollfrjálsar kjúklingabringur vegna skammtímahagsmuna þröngs hóps í atvinnulífinu. Sumir þingmenn hafa beinlínis viðurkennt að ákvörðunin hafi orðið vegna þrýstings frá hagsmunaaðilum í landbúnaði.“ Þorgerður Katrín tekur fram að á meðan hafi bæði Bretland og Evrópusambandið endurnýjað sín ákvæði um niðurfellingu tollanna í breiðri sátt. „Í fyrrnefndri yfirlýsingu finna Samtök fyrirtækja í landbúnaði einnig að því að engar mótvægisaðgerðir fyrir íslenska framleiðendur hafi verið að finna hjá stjórnvöldum samhliða því að hugmyndir um að framlengja niðurfellingu tollanna voru viðraðar. Sem formaður Viðreisnar get ég ekki annað en boðið þau velkomin í hóp okkar sem berjumst fyrir stuðningskerfunum sem ESB tryggir bændum og ræktendum í okkar heimshluta og aðgengi að stærri markaði fyrir okkar frábæru íslensku vörur. Þá vona ég einnig að samtökin hætti að berjast fyrir sérreglum og undanþágum fyrir sig frá samkeppnislögum. Það er ekki margt sem við Íslendingar getum gert til að styðja Úkraínu. En við eigum að sjá sóma okkar í því að stilla okkur upp með þeim þjóðum sem eru samstíga okkur í baráttunni við afturhaldsöfl Pútíns,“ ritar Þorgerður Katrín og endar færsluna á þessum orðum: „Sjaldan hafa einkennisorð Viðreisnar átt betur við en í þessu máli - almannahagsmunir framar sérhagsmunum.“ Landbúnaður Alþingi Viðreisn Skattar og tollar Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu sem Þorgerður Katrín birti á facebooksíðu sinni fyrr í dag. Líkt og fram í frétt Vísis gær sendu Samtök fyrirtækja í landbúnaði frá sér yfirlýsingu vegna umræðu á Alþingi þann 9. júní síðastliðinn. um framlengingu niðurfellingar tolla á vörur upprunnar í Úkraínu. Samtökin segja Þorgerði Katrínu hafa gefið í skyn í umræðum á Alþingi að samtökin styddu ekki við Úkraínumenn í baráttu sinni gegn innrás Rússlands. Þá kemur fram að Þorgerður Katrín hafi haldið því ranglega fram að formaður samtakanna væri heiðursræðismaður Rússa á Íslandi og sagt það setja ábendingar samtakanna, um að vænlegra væri að velja önnur stuðningsform en niðurfellingu tolla til að styðja við Úkraínu, í enn verra ljós. Í yfirlýsingunni segjast samtökin „harma þennan rógburð alþingismannsins úr pontu Alþingis Íslendinga.“ Almannahagsmunir framar sérhagsmunum Í fyrrnefndri facebookfærslu segir Þorgerður Katrín að henni sé ljúft og skylt að leiðrétta þetta, eftir yfirlýsingu samtakanna þar um. „Þessi leiðu mistök breyta hins vegar ekki stóru myndinni og málinu sjálfu. Þeirri staðreynd að Framsóknarflokkurinn og stöku þingmenn Sjálfstæðisflokks vildu ekki framlengja ákvæði um tollfrjálsan innflutning úkraínskra vara til að styðja við efnahags- og atvinnulíf þar í landi sem af augljósum ástæðum er í lamasessi. Og mér þykir það aumt af okkar hálfu. Því þrátt fyrir fögur fyrirheit stjórnvalda er komið í ljós að stuðningur okkar við Úkraínu er ekki skilyrðislaus. Stuðningur og samhugur þessarar ríkisstjórnar stöðvast við tollfrjálsar kjúklingabringur vegna skammtímahagsmuna þröngs hóps í atvinnulífinu. Sumir þingmenn hafa beinlínis viðurkennt að ákvörðunin hafi orðið vegna þrýstings frá hagsmunaaðilum í landbúnaði.“ Þorgerður Katrín tekur fram að á meðan hafi bæði Bretland og Evrópusambandið endurnýjað sín ákvæði um niðurfellingu tollanna í breiðri sátt. „Í fyrrnefndri yfirlýsingu finna Samtök fyrirtækja í landbúnaði einnig að því að engar mótvægisaðgerðir fyrir íslenska framleiðendur hafi verið að finna hjá stjórnvöldum samhliða því að hugmyndir um að framlengja niðurfellingu tollanna voru viðraðar. Sem formaður Viðreisnar get ég ekki annað en boðið þau velkomin í hóp okkar sem berjumst fyrir stuðningskerfunum sem ESB tryggir bændum og ræktendum í okkar heimshluta og aðgengi að stærri markaði fyrir okkar frábæru íslensku vörur. Þá vona ég einnig að samtökin hætti að berjast fyrir sérreglum og undanþágum fyrir sig frá samkeppnislögum. Það er ekki margt sem við Íslendingar getum gert til að styðja Úkraínu. En við eigum að sjá sóma okkar í því að stilla okkur upp með þeim þjóðum sem eru samstíga okkur í baráttunni við afturhaldsöfl Pútíns,“ ritar Þorgerður Katrín og endar færsluna á þessum orðum: „Sjaldan hafa einkennisorð Viðreisnar átt betur við en í þessu máli - almannahagsmunir framar sérhagsmunum.“
Landbúnaður Alþingi Viðreisn Skattar og tollar Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Sjá meira