Lífið

Litli nagl­bíturinn kominn með nafn

Íris Hauksdóttir skrifar
Sonur Sögu Sigurðardóttur og Villa nagl­bítils fékk nafnið sitt í dag.
Sonur Sögu Sigurðardóttur og Villa nagl­bítils fékk nafnið sitt í dag.

Ljósmyndarinn og listakonan Saga Sigurðardóttir eignaðist sitt fyrsta barn nú fyrir stuttu með ástmanni sínum Vilhelm Antoni Jónssyni, söngvara og þáttagerðamanni. 

Barnið, sem er drengur, ber nafnið Hringur Kári Vilhelmsson. Fyrir á Vilhelm tvo drengi. 

Saga hefur fengist mikið við myndlist ásamt því að vera einn eftirsóttasti ljósmyndari landsins. Þau Vilhelm, eða Villi naglbítur, eins og hann er oftast kallaður, kynntust árið 2019. Hann hefur getið sér góðs orðs fyrir Vísindabækur sínar sem og þáttagerð en hann var um langan tíma söngvari hljómsveitarinnar 200.000 naglbítar. 


Tengdar fréttir

Saga og Villi eignuðust son

Ljósmyndarinn Saga Sigurðardóttir og Vilhelm Anton Jónsson, oftast þekktur sem Villi naglbítur, eignuðust son fyrr í mánuðinum. 


Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.