Endurmenntun endurræður Kristján og harmar óþægindin Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 10. júní 2023 15:54 Kristján Hreinsson. Í tölvupósti frá Endurmenntun kemur fram að að þátttakendum bjóðist nú til að ljúka námskeiðinu. Áður greidd þátttökugjöld verða endurgreidd óháð þátttöku. Aðsend Gert hefur verið samkomulag við Kristján Hreinsson um að hann ljúki kennslu ritlistarnámskeiðsins Skáldsagnaskrif, sem hófst í maí og lýkur í september næstkomandi hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Endurmenntun Háskóla Íslands sendi fyrr í dag á þátttakendur í námskeiðinu Skáldsagnaskrif. Líkt og Vísir greindi frá þann 5.júní síðastliðinn var Kristjáni sagt upp störfum við Háskólann og námskeið hans, Skáldsagnaskrif, lögð niður. Uppsögnin var vegna pistils sem hann birti á Facebook-síðu sinni og rataði þaðan á Mannlífsvefinn. Í pistlinum segir meðal annars: „Ég segist hafa fæðst í röngum líkama. Ef mér finnst ég vera unglingsstúlka á ég þá að fá samþykki samfélagsins – án tillits til aðstæðna? Ef ég segist vera blindur, á ég þá að fá að vera blindur? Ef ég segist vera svertingi, eiga þá allir að virða mig sem slíkan? Ef ég segist vera lamaður á ég þá að fá hjólastól?“ „Yfirmaður minn tjáði mér að vegna ummæla minna þar væri Endurmenntun ekki stætt á að hafa mig áfram sem námskeiðshaldara og yfirstandandi námskeið, Skáldsagnaskrif, hafi verið hætt vegna ummæla minna,“ segir Kristján í samtali við Vísi. Kristján er búsettur í Mílanó á Ítalíu og barst honum uppsögnin símleiðis. Fram kom í frétt Vísis að Kristján væri að ráðfæra sig við lögmenn vegna uppsagnarinnar. Kristján fór yfir málið á Facebook-síðu sinni þar og ljóst að hann telur ómaklega að sér vegið. Mikil reiði hefur brotist út í athugasemdum þar sem Kristján er hvattur til að leita réttar síns. Vona að ró muni skapast Í fyrrnefndum tölvupósti frá Endurmenntun kemur fram að að þátttakendum bjóðist nú til að ljúka námskeiðinu. Áður greidd þátttökugjöld verða endurgreidd óháð þátttöku. „Endurmenntun harmar þau óþægindi sem atburðarás undanfarinna daga kann að hafa valdið þátttakendum námskeiðsins og það er von okkar að með þessum málalyktum skapist nauðsynleg ró til að þeir sem vilja geti nýtt sér námskeiðið til gagns og ánægju eins og ávallt er lagt upp með hjá bæði Endurmenntun og Kristjáni.“ Háskólar Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Skóla - og menntamál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Þetta kemur fram í tölvupósti sem Endurmenntun Háskóla Íslands sendi fyrr í dag á þátttakendur í námskeiðinu Skáldsagnaskrif. Líkt og Vísir greindi frá þann 5.júní síðastliðinn var Kristjáni sagt upp störfum við Háskólann og námskeið hans, Skáldsagnaskrif, lögð niður. Uppsögnin var vegna pistils sem hann birti á Facebook-síðu sinni og rataði þaðan á Mannlífsvefinn. Í pistlinum segir meðal annars: „Ég segist hafa fæðst í röngum líkama. Ef mér finnst ég vera unglingsstúlka á ég þá að fá samþykki samfélagsins – án tillits til aðstæðna? Ef ég segist vera blindur, á ég þá að fá að vera blindur? Ef ég segist vera svertingi, eiga þá allir að virða mig sem slíkan? Ef ég segist vera lamaður á ég þá að fá hjólastól?“ „Yfirmaður minn tjáði mér að vegna ummæla minna þar væri Endurmenntun ekki stætt á að hafa mig áfram sem námskeiðshaldara og yfirstandandi námskeið, Skáldsagnaskrif, hafi verið hætt vegna ummæla minna,“ segir Kristján í samtali við Vísi. Kristján er búsettur í Mílanó á Ítalíu og barst honum uppsögnin símleiðis. Fram kom í frétt Vísis að Kristján væri að ráðfæra sig við lögmenn vegna uppsagnarinnar. Kristján fór yfir málið á Facebook-síðu sinni þar og ljóst að hann telur ómaklega að sér vegið. Mikil reiði hefur brotist út í athugasemdum þar sem Kristján er hvattur til að leita réttar síns. Vona að ró muni skapast Í fyrrnefndum tölvupósti frá Endurmenntun kemur fram að að þátttakendum bjóðist nú til að ljúka námskeiðinu. Áður greidd þátttökugjöld verða endurgreidd óháð þátttöku. „Endurmenntun harmar þau óþægindi sem atburðarás undanfarinna daga kann að hafa valdið þátttakendum námskeiðsins og það er von okkar að með þessum málalyktum skapist nauðsynleg ró til að þeir sem vilja geti nýtt sér námskeiðið til gagns og ánægju eins og ávallt er lagt upp með hjá bæði Endurmenntun og Kristjáni.“
Háskólar Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Skóla - og menntamál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira