Heilbrigðiskerfin þurfi að þola álag áfram Helena Rós Sturludóttir skrifar 10. júní 2023 07:01 Björn Zoëga segir samkeppnina vera ansi harða. Karolinska Formaður stjórnar Landspítalans segir ástand spítalans mjakast í rétta átt þrátt fyrir að enn sé langt í land. Enn sé of margt starfsfólk sem þjónusti sjúklinga ekki beint en það sé í höndum framkvæmdastjórnar og forstjóra spítalans að taka ákvarðanir um uppsagnir. Heilbrigðisráðherra skipaði í fyrra stjórn Landspítala til tveggja ára með það að markmiði að styrkja stöðu spítalans. Björn Zoëga, forstjóri Karólínska, háskólasjúkrahússins í Stokkhólmi, var skipaður formaður stjórnarinnar. Hann hafði þá gert róttækar breytingar á rekstri Karólínska sem hafa skilað verulegum árangri. Uppsagnir til skoðunar Björn segir margt gott að gerast á Landspítalanum það sé þó ekki í hans höndum hvort sænska leiðin verði farin hér með tilheyrandi uppsögnum. „Það er eitthvað sem framkvæmdastjórn spítalans og forstjóri þurfa að ákveða hvort þörf sé á,“ segir Björn. Landspítalinn sé með málið til skoðunar og að það verði unnið innan spítalans. „Svo munum við í stjórninni hjálpa til með það.“ Þá sé verið að breyta stjórnskipulagi spítalans, sú vinna hafi staðið yfir í tæpt hálft ár. „Það er búið að taka niður ákveðin stjórnendalög á vissum stöð en við þurfum að halda áfram með þá vinnu. Það er engin ein tillaga sem á eftir að koma frá stjórninni heldur er þetta unnið í þeim bitum og þeim hraða sem spítalinn ræður við. Það er margt annað, nóg að gera,“ segir Björn jafnframt. Biðlistamál á réttri leið Heilbrigðiskerfið hefur átt undir högg að sækja og eru biðlistar þar engin undantekning. Björn segir það hafa skánað í allmörgum flokkum. „Ekki öllum en mér sýnist þetta vera á réttri leið og til þess að við getum unnið sem best úr biðlistum þá þarf stöðugan grunn, það þarf stöðugleika í fjármál og mönnunar mál,“ segir hann. Ástand heilbrigðiskerfisins hér á landi sé þó ekki einsdæmi. „Það mun vera þannig að við getum ekki sem heilbrigðiskerfi, alveg sama hvar, við munum ekki gert allt sem við myndum vilja gera. Það mun vera mikið álag á kerfinu en það er það sem heilbrigðiskerfin þurfa að þola. Það verður álag áfram,“ segir Björn. Aðspurður hvaða verkefni sé brýnast segir Björn mörg lítil verkefni þurfa vinna vel saman. „Þau þarf að vinna með fólkinu og fá til bara stöðugleikann og stoltið við að vinna á spítalanum og þurfa ekki að tala alla daga um peninga.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Landspítalinn standi nú á krossgötum Forstjóri Landspítala tekur undir með formanni nýrrar stjórnar sem sett hefur verið yfir spítalann að stokka þurfi upp rekstrinum og ef til vill fækka starfsfólki. Spítalinn hafi átt á brattan að sækja og standi nú á krossgötum. 14. júlí 2022 23:36 Segir mögulegt að leysa vandamálin með „jákvæðum hugsunarhætti“ „Það eru vonbrigði að hafa staðið í niðurskurði og fá ekki tækifæri til að byggja upp að nýju. Ég var bjartsýnn,“ sagði Björn Zoëga, þáverandi forstjóri Landspítala, í samtali við Vísi í september árið 2013 eftir að hafa tilkynnt að hann hefði sagt starfinu lausu. 15. desember 2021 11:18 Alls bíða 658 eftir aðgerð meðan aðrir fara út á kostnað ríkisins Alls bíða nú 658 eftir því að komast í liðskiptiaðgerð á Landspítalanum. Raunverulegur flöskuháls felst í skorti á legurýmum og aðskilnaði milli skurð- og bráðadeilda á Landspítalanum að mati fyrrverandi forstjóra spítalans. 10. maí 2017 18:45 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Fullir í flugi Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Heilbrigðisráðherra skipaði í fyrra stjórn Landspítala til tveggja ára með það að markmiði að styrkja stöðu spítalans. Björn Zoëga, forstjóri Karólínska, háskólasjúkrahússins í Stokkhólmi, var skipaður formaður stjórnarinnar. Hann hafði þá gert róttækar breytingar á rekstri Karólínska sem hafa skilað verulegum árangri. Uppsagnir til skoðunar Björn segir margt gott að gerast á Landspítalanum það sé þó ekki í hans höndum hvort sænska leiðin verði farin hér með tilheyrandi uppsögnum. „Það er eitthvað sem framkvæmdastjórn spítalans og forstjóri þurfa að ákveða hvort þörf sé á,“ segir Björn. Landspítalinn sé með málið til skoðunar og að það verði unnið innan spítalans. „Svo munum við í stjórninni hjálpa til með það.“ Þá sé verið að breyta stjórnskipulagi spítalans, sú vinna hafi staðið yfir í tæpt hálft ár. „Það er búið að taka niður ákveðin stjórnendalög á vissum stöð en við þurfum að halda áfram með þá vinnu. Það er engin ein tillaga sem á eftir að koma frá stjórninni heldur er þetta unnið í þeim bitum og þeim hraða sem spítalinn ræður við. Það er margt annað, nóg að gera,“ segir Björn jafnframt. Biðlistamál á réttri leið Heilbrigðiskerfið hefur átt undir högg að sækja og eru biðlistar þar engin undantekning. Björn segir það hafa skánað í allmörgum flokkum. „Ekki öllum en mér sýnist þetta vera á réttri leið og til þess að við getum unnið sem best úr biðlistum þá þarf stöðugan grunn, það þarf stöðugleika í fjármál og mönnunar mál,“ segir hann. Ástand heilbrigðiskerfisins hér á landi sé þó ekki einsdæmi. „Það mun vera þannig að við getum ekki sem heilbrigðiskerfi, alveg sama hvar, við munum ekki gert allt sem við myndum vilja gera. Það mun vera mikið álag á kerfinu en það er það sem heilbrigðiskerfin þurfa að þola. Það verður álag áfram,“ segir Björn. Aðspurður hvaða verkefni sé brýnast segir Björn mörg lítil verkefni þurfa vinna vel saman. „Þau þarf að vinna með fólkinu og fá til bara stöðugleikann og stoltið við að vinna á spítalanum og þurfa ekki að tala alla daga um peninga.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Landspítalinn standi nú á krossgötum Forstjóri Landspítala tekur undir með formanni nýrrar stjórnar sem sett hefur verið yfir spítalann að stokka þurfi upp rekstrinum og ef til vill fækka starfsfólki. Spítalinn hafi átt á brattan að sækja og standi nú á krossgötum. 14. júlí 2022 23:36 Segir mögulegt að leysa vandamálin með „jákvæðum hugsunarhætti“ „Það eru vonbrigði að hafa staðið í niðurskurði og fá ekki tækifæri til að byggja upp að nýju. Ég var bjartsýnn,“ sagði Björn Zoëga, þáverandi forstjóri Landspítala, í samtali við Vísi í september árið 2013 eftir að hafa tilkynnt að hann hefði sagt starfinu lausu. 15. desember 2021 11:18 Alls bíða 658 eftir aðgerð meðan aðrir fara út á kostnað ríkisins Alls bíða nú 658 eftir því að komast í liðskiptiaðgerð á Landspítalanum. Raunverulegur flöskuháls felst í skorti á legurýmum og aðskilnaði milli skurð- og bráðadeilda á Landspítalanum að mati fyrrverandi forstjóra spítalans. 10. maí 2017 18:45 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Fullir í flugi Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Landspítalinn standi nú á krossgötum Forstjóri Landspítala tekur undir með formanni nýrrar stjórnar sem sett hefur verið yfir spítalann að stokka þurfi upp rekstrinum og ef til vill fækka starfsfólki. Spítalinn hafi átt á brattan að sækja og standi nú á krossgötum. 14. júlí 2022 23:36
Segir mögulegt að leysa vandamálin með „jákvæðum hugsunarhætti“ „Það eru vonbrigði að hafa staðið í niðurskurði og fá ekki tækifæri til að byggja upp að nýju. Ég var bjartsýnn,“ sagði Björn Zoëga, þáverandi forstjóri Landspítala, í samtali við Vísi í september árið 2013 eftir að hafa tilkynnt að hann hefði sagt starfinu lausu. 15. desember 2021 11:18
Alls bíða 658 eftir aðgerð meðan aðrir fara út á kostnað ríkisins Alls bíða nú 658 eftir því að komast í liðskiptiaðgerð á Landspítalanum. Raunverulegur flöskuháls felst í skorti á legurýmum og aðskilnaði milli skurð- og bráðadeilda á Landspítalanum að mati fyrrverandi forstjóra spítalans. 10. maí 2017 18:45