Lífið

Ofurpar í kortunum: Hadid og DiCaprio sjást enn og aftur saman

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Frá kvöldinu umrædda sem kveikt heldur betur í umræðum meðal áhugafólks um fræga fólkið.
Frá kvöldinu umrædda sem kveikt heldur betur í umræðum meðal áhugafólks um fræga fólkið. Getty Images

Leikarinn Leonardo DiCaprio og fyrirsætan Gigi Hadid borðuðu kvöldverð saman í Lundúnum á þriðjudag. Morguninn eftir sást til þeirra koma hvort í sínu lagi, með nokkurra mínútna millibili, á sama hótelið. Orðrómur um samband þeirra hefur fengið byr undir báða vængi.

Þetta er í fyrsta skiptið sem sést til þeirra saman síðan í mars þegar þau vörðu heilu kvöldi saman í fyrirpartýi fyrir Óskarverðlaunahátíðina. Þar áður hafði sést til þeirra í september á síðasta ári. Hvorugt þeirra hefur svarað því hvort þau séu að slá sér upp.

Á þriðjudag sást til þeirra mæta hvort í sínu lagi á veitingastaðinn Chiltern Firehouse. Hadid mætti fyrst með vinkonu sinni Neelam Gill áður en DiCaprio kom á staðinn með föður sínum, George DiCaprio, og stjúpmóður, Peggy Farrar.

Fyrr um kvöldið höfðu DiCaprio og Hadid bæði mætt á viðburð á vegum British Vogue á veitingataðnum China Tang.

Morguninn eftir sneru þau bæði aftur á hótelið Chiltern Firehouse Hotel. DiCaprio mætti einn en aðeins mínútum síðar kom Hadid á hótelið í bíl með föður DiCaprio. 


Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.