Ný ákæra í hryðjuverkamálinu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. júní 2023 09:58 Þeir Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson voru ákærðir fyrir tilraun og hlutdeild í tilraun til hryðjuverka. Ákærunni var vísað frá bæði í héraði og Landsrétti en nú ætlar héraðssakskónari að gefa út nýja ákæru. Vísir/Vilhelm Héraðssaksóknari hefur ákveðið að gefa út nýja ákæru í hryðjuverkamálinu svokallaða, þar sem tveir menn voru grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Fyrri ákæru var vísað frá dómi, bæði í héraði og fyrir Landsrétti. Karl Ingi Vilbergsson staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. RÚV greindi fyrst frá. Ákæran hafi ekki verið birt þeim Sindra Snæ Birgissyni og Ísidóri Nathanssyni en það verði gert á mánudag þegar hún verður þingfest. „Þessi ákæra er sniðin að þeim athugasemdum sem gerðar voru í Landsrétti“segir Karl Ingi við fréttastofu. Embætti hans fékk sjö vikna frest í mars til að taka afstöðu til útgáfu nýrrar ákæru. „Við byrjum á því að fá afstöðu til ákærunnar og svo ræðst framhaldið af því.“ Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frá köflum ákæru á hendur mönnunum tveimur, sem fjölluðu um hryðjuverk og staðfesti Landsréttur þá niðurstöðu. Eftir stóðu ákæruliðir vegna vopnalagabrota á hendur þeim báðum og vegna fíkniefnabrots og brots á lyfjalögum á hendur öðrum þeirra. Verða málin tvö sameinuð og rekin sem eitt mál fyrir hérasðdómi. Í niðurstöðu Landsréttar kom fram að slíkir ágallar væru á tilgreiningu hinnar ætluðu refsiverðu háttsemi er varðaði hryðjuverk að erfitt væri að halda uppi vörnum fyrir þá Sindra og Ísidór. Sindri Snær var ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka en Ísidór fyrir hlutdeild í brotinu. Símon Sigvaldason einn þriggja Landsréttardómara sagði vissulega galla á ákærunni en þó ekki slíkir að vísa þyrfti frá dómi. Hann taldi að fella ætti úr gildi úrskurðinn úr héraði. Meirihlutinn taldi hins vegar að ákæruvald hafi þurft að tilgreina mun skýrar hvaða orðfæri og yfirlýsingar í samskiptum Sindra og Ísidórs sýndu að Sindri Snær hefði tekið ákvörðun um að fremja hryðjuverk. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Ganga lausir en grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tæpir fjórir mánuðir eru liðnir síðan ríkislögreglustjóri handtók tvo karlmenn og lýsti því yfir að hættuástandi hefði verið aflýst. Á blaðamannafundi var greint frá því að mennirnir hefðu verið grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Mál gegn þeim verður þingfest klukkan 13 í dag en athygli vekur að dómstólar landsins telja mennina ekki hættulegri en svo að þeir ganga lausir. 18. janúar 2023 11:45 Tók dæmi af bankaráni til að útskýra ákæruna í hryðjuverkamálinu Saksóknari og verjendur í hryðjuverkamálinu svokallaða takast nú um það fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur hvort tilefni sé til að vísa frá þeim hluta ákærunnar sem snýr að tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í brotinu. Saksóknari segir ekki unnt að lýsa ætluðum brotum ákærðu með nákvæmari hætti en gert sé í ákærunni. Hann tók sem dæmi ímyndað bankarán til að styðja þá skoðun sína að ákæran ætti að fá efnislega meðferð fyrir dómi. 26. janúar 2023 11:01 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Karl Ingi Vilbergsson staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. RÚV greindi fyrst frá. Ákæran hafi ekki verið birt þeim Sindra Snæ Birgissyni og Ísidóri Nathanssyni en það verði gert á mánudag þegar hún verður þingfest. „Þessi ákæra er sniðin að þeim athugasemdum sem gerðar voru í Landsrétti“segir Karl Ingi við fréttastofu. Embætti hans fékk sjö vikna frest í mars til að taka afstöðu til útgáfu nýrrar ákæru. „Við byrjum á því að fá afstöðu til ákærunnar og svo ræðst framhaldið af því.“ Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frá köflum ákæru á hendur mönnunum tveimur, sem fjölluðu um hryðjuverk og staðfesti Landsréttur þá niðurstöðu. Eftir stóðu ákæruliðir vegna vopnalagabrota á hendur þeim báðum og vegna fíkniefnabrots og brots á lyfjalögum á hendur öðrum þeirra. Verða málin tvö sameinuð og rekin sem eitt mál fyrir hérasðdómi. Í niðurstöðu Landsréttar kom fram að slíkir ágallar væru á tilgreiningu hinnar ætluðu refsiverðu háttsemi er varðaði hryðjuverk að erfitt væri að halda uppi vörnum fyrir þá Sindra og Ísidór. Sindri Snær var ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka en Ísidór fyrir hlutdeild í brotinu. Símon Sigvaldason einn þriggja Landsréttardómara sagði vissulega galla á ákærunni en þó ekki slíkir að vísa þyrfti frá dómi. Hann taldi að fella ætti úr gildi úrskurðinn úr héraði. Meirihlutinn taldi hins vegar að ákæruvald hafi þurft að tilgreina mun skýrar hvaða orðfæri og yfirlýsingar í samskiptum Sindra og Ísidórs sýndu að Sindri Snær hefði tekið ákvörðun um að fremja hryðjuverk.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Ganga lausir en grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tæpir fjórir mánuðir eru liðnir síðan ríkislögreglustjóri handtók tvo karlmenn og lýsti því yfir að hættuástandi hefði verið aflýst. Á blaðamannafundi var greint frá því að mennirnir hefðu verið grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Mál gegn þeim verður þingfest klukkan 13 í dag en athygli vekur að dómstólar landsins telja mennina ekki hættulegri en svo að þeir ganga lausir. 18. janúar 2023 11:45 Tók dæmi af bankaráni til að útskýra ákæruna í hryðjuverkamálinu Saksóknari og verjendur í hryðjuverkamálinu svokallaða takast nú um það fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur hvort tilefni sé til að vísa frá þeim hluta ákærunnar sem snýr að tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í brotinu. Saksóknari segir ekki unnt að lýsa ætluðum brotum ákærðu með nákvæmari hætti en gert sé í ákærunni. Hann tók sem dæmi ímyndað bankarán til að styðja þá skoðun sína að ákæran ætti að fá efnislega meðferð fyrir dómi. 26. janúar 2023 11:01 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Ganga lausir en grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tæpir fjórir mánuðir eru liðnir síðan ríkislögreglustjóri handtók tvo karlmenn og lýsti því yfir að hættuástandi hefði verið aflýst. Á blaðamannafundi var greint frá því að mennirnir hefðu verið grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Mál gegn þeim verður þingfest klukkan 13 í dag en athygli vekur að dómstólar landsins telja mennina ekki hættulegri en svo að þeir ganga lausir. 18. janúar 2023 11:45
Tók dæmi af bankaráni til að útskýra ákæruna í hryðjuverkamálinu Saksóknari og verjendur í hryðjuverkamálinu svokallaða takast nú um það fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur hvort tilefni sé til að vísa frá þeim hluta ákærunnar sem snýr að tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í brotinu. Saksóknari segir ekki unnt að lýsa ætluðum brotum ákærðu með nákvæmari hætti en gert sé í ákærunni. Hann tók sem dæmi ímyndað bankarán til að styðja þá skoðun sína að ákæran ætti að fá efnislega meðferð fyrir dómi. 26. janúar 2023 11:01