Einkunnagjöfinni fylgi nú meira streita Lovísa Arnardóttir skrifar 8. júní 2023 21:01 Jóhann segir það leiðinlega tilfinningu að líða eins og manni sé ekki treyst. Æ fleiri foreldrar hafa samband vegna einkunnagjafar barna sinna. Vísir/Sigurjón Foreldrar barna sem eru að ljúka grunnskóla reyna í auknum mæli að hafa áhrif á einkunnagjöf barna sinna. Skólastjóri segir um nýjan streituvald að ræða. Í kvöld rennur út frestur til að sækja um í framhaldsskóla. Jóhann Skagfjörð, skólastjóri Garðaskóla segist ekki kannast við beinar hótanir foreldra en segir það hafa færst í aukana að foreldrar hafi samband til að fá rökstuðning á einkunnagjöf barna sinna. Hann segir það sjálfsagt að fara yfir málin með foreldrum en telur þetta þó aukinn streituvald fyrir kennara og stjórnendur í skólum. Skólastjóri í Hafnarfirði sagði í fréttum RÚV í gær að hann hafi heyrt af foreldrum sem hóta kennurum vegna einkunna barna sinna sem eru að ljúka grunnskóla og á leið í framhaldsskóla. Nokkur ár eru síðan einkunnagjöf var breytt og farið frá tölustöfum í bókstafi. Jóhann segir að horft sé til hæfni nemenda og að baki hvers verkefnis séu ólík hæfniviðmið og misjafnt hversu mörg eru að baki hverju verkefni. Hann segir að mögulega séu foreldrar enn að læra á þetta og hvernig það virki. „Kennarar, við erum fagstétt og erum stolt af okkar starfi og leggjum metnað í það og viljuð auðvitað að okkar fagmennska sé í fyrirrúmi að hún sé ekki dregin í efa. Við reynum svo sannarlega að hjálpa þeim eins mikið og við getum og gefum þeim eins hátt og við getum, en við verðum að vera fagleg,“ segir Jóhann. Ekki allir sáttir Hann segir að í skólanum hafi útskrifast í gær um 200 nemendur og að foreldrar einhverra hafi haft samband vegna einkunna. Flestir séu sáttir,en það séu það ekki allir. Hann segir að það hafi komið fyrir að mistök hafi verið gerð og of lágar einkunnir gefnar og að það hafi ávallt verið lagað þegar það hefur komið í ljós. „Það er sjálfsagt að við séum spurð út í og að foreldra og nemendur fái rökstuðning á einkunnagjöf,“ segir Jóhann og að eins sé jákvætt að bæði nemendur og foreldrar hafi samband. En að á sama tíma geti þessu fylgt tilfinning um vantraust sem sé ekki góð tilfinning. „Þetta er líka aukið álag.“ Framhaldsskólar Garðabær Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Einn bókstafur notaður til að fleyta rjómann af nemendahópnum Ragnar Þór Pétursson, fyrrverandi formaður Kennarasambands Íslands, segir að þeir framhaldsskólar sem vilji fleyta rjómann af hópi sextán ára unglinga ættu einfaldlega að hafa inntökupróf þar sem færustu nemendurnir í bóklegum fögum geta einfaldlega keppst um að komast að. Á fimmta þúsund 10. bekkinga komast að því á næstunni hvort þeir fái inni í draumaframhaldskólanum. 8. júní 2023 16:00 „Það vill enginn unglingur vera bara með foreldrum sínum alla daga“ Móðir fatlaðs drengs segir óþolandi að vita ekki hvort og þá hvar sonur hennar fær inni í framhaldsskóla í haust. Slík mál komi upp á hverju einasta ári. 7. júní 2023 17:01 Mest lesið Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Sjá meira
Jóhann Skagfjörð, skólastjóri Garðaskóla segist ekki kannast við beinar hótanir foreldra en segir það hafa færst í aukana að foreldrar hafi samband til að fá rökstuðning á einkunnagjöf barna sinna. Hann segir það sjálfsagt að fara yfir málin með foreldrum en telur þetta þó aukinn streituvald fyrir kennara og stjórnendur í skólum. Skólastjóri í Hafnarfirði sagði í fréttum RÚV í gær að hann hafi heyrt af foreldrum sem hóta kennurum vegna einkunna barna sinna sem eru að ljúka grunnskóla og á leið í framhaldsskóla. Nokkur ár eru síðan einkunnagjöf var breytt og farið frá tölustöfum í bókstafi. Jóhann segir að horft sé til hæfni nemenda og að baki hvers verkefnis séu ólík hæfniviðmið og misjafnt hversu mörg eru að baki hverju verkefni. Hann segir að mögulega séu foreldrar enn að læra á þetta og hvernig það virki. „Kennarar, við erum fagstétt og erum stolt af okkar starfi og leggjum metnað í það og viljuð auðvitað að okkar fagmennska sé í fyrirrúmi að hún sé ekki dregin í efa. Við reynum svo sannarlega að hjálpa þeim eins mikið og við getum og gefum þeim eins hátt og við getum, en við verðum að vera fagleg,“ segir Jóhann. Ekki allir sáttir Hann segir að í skólanum hafi útskrifast í gær um 200 nemendur og að foreldrar einhverra hafi haft samband vegna einkunna. Flestir séu sáttir,en það séu það ekki allir. Hann segir að það hafi komið fyrir að mistök hafi verið gerð og of lágar einkunnir gefnar og að það hafi ávallt verið lagað þegar það hefur komið í ljós. „Það er sjálfsagt að við séum spurð út í og að foreldra og nemendur fái rökstuðning á einkunnagjöf,“ segir Jóhann og að eins sé jákvætt að bæði nemendur og foreldrar hafi samband. En að á sama tíma geti þessu fylgt tilfinning um vantraust sem sé ekki góð tilfinning. „Þetta er líka aukið álag.“
Framhaldsskólar Garðabær Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Einn bókstafur notaður til að fleyta rjómann af nemendahópnum Ragnar Þór Pétursson, fyrrverandi formaður Kennarasambands Íslands, segir að þeir framhaldsskólar sem vilji fleyta rjómann af hópi sextán ára unglinga ættu einfaldlega að hafa inntökupróf þar sem færustu nemendurnir í bóklegum fögum geta einfaldlega keppst um að komast að. Á fimmta þúsund 10. bekkinga komast að því á næstunni hvort þeir fái inni í draumaframhaldskólanum. 8. júní 2023 16:00 „Það vill enginn unglingur vera bara með foreldrum sínum alla daga“ Móðir fatlaðs drengs segir óþolandi að vita ekki hvort og þá hvar sonur hennar fær inni í framhaldsskóla í haust. Slík mál komi upp á hverju einasta ári. 7. júní 2023 17:01 Mest lesið Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Sjá meira
Einn bókstafur notaður til að fleyta rjómann af nemendahópnum Ragnar Þór Pétursson, fyrrverandi formaður Kennarasambands Íslands, segir að þeir framhaldsskólar sem vilji fleyta rjómann af hópi sextán ára unglinga ættu einfaldlega að hafa inntökupróf þar sem færustu nemendurnir í bóklegum fögum geta einfaldlega keppst um að komast að. Á fimmta þúsund 10. bekkinga komast að því á næstunni hvort þeir fái inni í draumaframhaldskólanum. 8. júní 2023 16:00
„Það vill enginn unglingur vera bara með foreldrum sínum alla daga“ Móðir fatlaðs drengs segir óþolandi að vita ekki hvort og þá hvar sonur hennar fær inni í framhaldsskóla í haust. Slík mál komi upp á hverju einasta ári. 7. júní 2023 17:01