Segir sveitarfélögin jafnvel í hættu á að missa jafnlaunavottunina Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. júní 2023 13:40 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Vísir/Vilhelm Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir ákvörðun sveitarfélaganna að greiða ekki sömu laun fyrir sömu störf heldur mismuna fólki eftir því hvaða stéttarfélagi það tilheyrir brjóta gegn jafnréttislögum og jafnlaunavottun. Segir hún þau sveitarfélög sem nýlega hófu endurnýjun jafnlaunavottunar jafnvel eiga á hættu að missa vottunina. Frá þessu greinir Sonja í aðsendri grein á Vísi. „Félagsfólk okkar er skiljanlega reitt yfir því að í janúar, febrúar og mars á þessu ári hafi þau verið á lægri launum en samstarfsfólk þeirra í sömu eða sambærilegum störfum sem er í öðrum stéttarfélögum. Þau eru reið og vonsvikin yfir því að til þurfi verkföll til að knýja fram þessa sjálfsögðu kröfu,“ segir Sonja. „Þær spurningar sem þau spyrja sig eru á borð við það hvort þau séu minna virði en samstarfsfólk þeirra og hvort þau vilji vinna hjá sveitarfélagi sem mismunar starfsfólki með þessum hætti. Sum íhuga jafnvel að segja upp. Þau spyrja sig einnig hvort þessi launamismunur sé í samræmi við jafnréttislög og þá jafnlaunavottun?“ Sonja segir svarið nei og bætir því við að fregnir hafi borist að því að sveitarfélög sem nýlega hófu endurnýjun jafnlaunavottunar eigi í hættu á að missa vottunina. „Aðildarfélög BSRB hafa fengið ábendingar þess efnis að að minnsta kosti tvö sveitarfélög sem eru í ferli að endurnýja jafnlaunavottun séu strand, þar sem viðmiðunurmánuður launagreiningar sé á tímabilinu janúar til mars 2023. Þá mánuði er augljós launumunur starfsfólks sveitarfélaganna, sem eru í sömu eða jafn verðmætum störfum. Það er þessi launamunur sem okkar höfuðkrafa snýst um og þarf að leiðrétta,“ sagði Sonja þegar fréttastofa spurði hana út í ofangreindar fregnir. Kynbundinn eða réttlætanlegur launamunur? Á heimasíðu Jafnréttisstofu segir að með innleiðingu jafnlaunastaðalsins ÍST 85 geti „fyrirtæki og stofnanir komið sér upp stjórnunarkerfi sem tryggir að málsmeðferð og ákvörðun í launamálum byggist á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun“. Þrátt fyrir að í raun megi segja í þessu tilviki að með því að greiða einstaklingum í sömu störfum ólík laun sé verið að mismuna eftir stéttarfélögum með ólíka kjarasamninga, þá sagði Sonja í aðsendri grein um miðjan maímánuð um starfsmat og jafnlaunavottun: „Þessi verkfæri eiga að tryggja að sveitarfélög sem atvinnurekendur grípi til aðgerða til að leiðrétta laun ef upp kemur launamisrétti á vinnustað. Þrátt fyrir að ítrekað hafi verið bent á þessa launamismunun síðustu mánuði og leiðir til að leiðrétta hana við sveitarfélögin og Samband íslenskra sveitarfélaga, sem veitir sveitarfélögunum ráðgjöf í málefum tengt réttindum starfsfólks, hefur ekkert verið að gert.“ Fréttastofa spurði Sonju hvort þau sjónarmið að verið væri að brjóta gegn jafnlaunavottuninni hefðu verið viðruð við samningaborðið. Hún svaraði því játandi en að viðsemjendur BSRB hefðu einfaldlega vísað til þess að kjarasamningar BSRB annars vegar og Starfsgreinasambandsins hins vegar væru ólíkir. „Þau raunverulega fara bara í eitthvað annað,“ segir hún. Engin ágreiningur sé hins vegar uppi um að verið sé að mismuna fólki. Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Jafnréttismál Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Segir hún þau sveitarfélög sem nýlega hófu endurnýjun jafnlaunavottunar jafnvel eiga á hættu að missa vottunina. Frá þessu greinir Sonja í aðsendri grein á Vísi. „Félagsfólk okkar er skiljanlega reitt yfir því að í janúar, febrúar og mars á þessu ári hafi þau verið á lægri launum en samstarfsfólk þeirra í sömu eða sambærilegum störfum sem er í öðrum stéttarfélögum. Þau eru reið og vonsvikin yfir því að til þurfi verkföll til að knýja fram þessa sjálfsögðu kröfu,“ segir Sonja. „Þær spurningar sem þau spyrja sig eru á borð við það hvort þau séu minna virði en samstarfsfólk þeirra og hvort þau vilji vinna hjá sveitarfélagi sem mismunar starfsfólki með þessum hætti. Sum íhuga jafnvel að segja upp. Þau spyrja sig einnig hvort þessi launamismunur sé í samræmi við jafnréttislög og þá jafnlaunavottun?“ Sonja segir svarið nei og bætir því við að fregnir hafi borist að því að sveitarfélög sem nýlega hófu endurnýjun jafnlaunavottunar eigi í hættu á að missa vottunina. „Aðildarfélög BSRB hafa fengið ábendingar þess efnis að að minnsta kosti tvö sveitarfélög sem eru í ferli að endurnýja jafnlaunavottun séu strand, þar sem viðmiðunurmánuður launagreiningar sé á tímabilinu janúar til mars 2023. Þá mánuði er augljós launumunur starfsfólks sveitarfélaganna, sem eru í sömu eða jafn verðmætum störfum. Það er þessi launamunur sem okkar höfuðkrafa snýst um og þarf að leiðrétta,“ sagði Sonja þegar fréttastofa spurði hana út í ofangreindar fregnir. Kynbundinn eða réttlætanlegur launamunur? Á heimasíðu Jafnréttisstofu segir að með innleiðingu jafnlaunastaðalsins ÍST 85 geti „fyrirtæki og stofnanir komið sér upp stjórnunarkerfi sem tryggir að málsmeðferð og ákvörðun í launamálum byggist á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun“. Þrátt fyrir að í raun megi segja í þessu tilviki að með því að greiða einstaklingum í sömu störfum ólík laun sé verið að mismuna eftir stéttarfélögum með ólíka kjarasamninga, þá sagði Sonja í aðsendri grein um miðjan maímánuð um starfsmat og jafnlaunavottun: „Þessi verkfæri eiga að tryggja að sveitarfélög sem atvinnurekendur grípi til aðgerða til að leiðrétta laun ef upp kemur launamisrétti á vinnustað. Þrátt fyrir að ítrekað hafi verið bent á þessa launamismunun síðustu mánuði og leiðir til að leiðrétta hana við sveitarfélögin og Samband íslenskra sveitarfélaga, sem veitir sveitarfélögunum ráðgjöf í málefum tengt réttindum starfsfólks, hefur ekkert verið að gert.“ Fréttastofa spurði Sonju hvort þau sjónarmið að verið væri að brjóta gegn jafnlaunavottuninni hefðu verið viðruð við samningaborðið. Hún svaraði því játandi en að viðsemjendur BSRB hefðu einfaldlega vísað til þess að kjarasamningar BSRB annars vegar og Starfsgreinasambandsins hins vegar væru ólíkir. „Þau raunverulega fara bara í eitthvað annað,“ segir hún. Engin ágreiningur sé hins vegar uppi um að verið sé að mismuna fólki.
Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Jafnréttismál Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira