Vilja sveitarfélögin mismuna fólki? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar 8. júní 2023 12:30 Þegar kom í ljós að starfsfólk sveitarfélaganna fékk mismunandi laun fyrstu þrjá mánuði ársins eftir hvaða stéttafélagi það tilheyrði, töldum við í BSRB að málið yrði fljótafgreitt í ljósi sögunnar. Sveitarfélögin voru fyrstu atvinnurekendur landsins til að taka upp samræmt starfsmatskerfi sem hafði það að markmiði framfylgja jafnlaunaákvæðum laga og tryggja starfsfólki sömu laun fyrir sömu eða jafnkrefjandi störf óháð kyni, vinnustað eða stéttafélagi. Þetta markmið er í samræmi við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og dómaframkvæmd um að mismunandi kjarasamningar réttlæti ekki launamun fólks í sama starfi. Það eru mikil vonbrigði að deila þurfi um þennan sjálfsagða rétt fólks. Dæmi um störf sem eru talin jafnkrefjandi og þar með jafnverðmæt samkvæmt starfsmati eru frístundaleiðbeinandi, leiðbeinandi á leikskóla og skólaritari. Fólk sem starfar í þessum störfum er sem sagt á ólíkum vinnustöðum innan sveitarfélaga en sömu launum óháð því í hvaða stéttarfélagi þau eru. Það er algjörlega ljóst og hefur verið það í fjöldamörg ár að fólk í sömu störfum eigi að fá sömu laun, enda hefur það verið framkvæmdin hingað til. Sveitarfélögin fóru ekki ein í þetta verkefni að meta störfin með starfsmati heldur er það samstarfsverkefni þeirra og stéttarfélaga sem þau semja við og hefur verið í yfir tvo áratugi. Starfsmatið hefur jafnframt auðveldað stjórnendum að ákveða laun í samræmi við jafnlaunaákvæði jafnréttislaga og þar með fá jafnlaunavottun. Félagsfólk okkar sem starfar hjá sveitarfélögum þekkir vel til starfsmatsins og veit sem er að það á að geta treyst því að þau fái sömu laun og aðrir fyrir sömu eða sambærileg störf. Þetta traust er rofið og sveitarfélögin virðast ekki átta sig á því hvaða afleiðingar það mun hafa til framtíðar. Félagsfólk okkar er skiljanlega reitt yfir því að í janúar, febrúar og mars á þessu ári hafi þau verið á lægri launum en samstarfsfólk þeirra í sömu eða sambærilegum störfum sem er í öðrum stéttarfélögum. Þau eru reið og vonsvikin yfir því að til þurfi verkföll til að knýja fram þessa sjálfsögðu kröfu. Þær spurningar sem þau spyrja sig eru á borð við það hvort þau séu minna virði en samstarfsfólk þeirra og hvort þau vilji vinna hjá sveitarfélagi sem mismunar starfsfólki með þessum hætti. Sum íhuga jafnvel að segja upp. Þau spyrja sig einnig hvort þessi launamismunur sé í samræmi við jafnréttislög og þá jafnlaunavottun? Svarið er að sjálfsögðu nei – enda berast fregnir af því að þau sveitarfélög sem nýlega hófu endurnýjun jafnlaunavottunar eigi í hættu á að missa vottunina. Eftir stendur spurningin um hversu langt sveitarfélögin ætli að ganga í eigin hagsmunabaráttu sem bitnar harkalega á þeirra eigin starfsfólki, sem er á lægstu laununum á íslenskum vinnumarkaði þrátt fyrir að vinna ómissandi störf sem halda samfélaginu gangandi. Það eru sveitarfélögin sem bera ábyrgð sem atvinnurekendur þessa fólks – og það eru þau sem geta leyst deiluna og gengið að þeirri sjálfsögðu réttlætiskröfu að greiða sömu laun fyrir sömu störf. Ef það verður ekki gert munu sveitarfélögin finna enn frekar fyrir samfélagslegum kostnaði kjaradeilunnar dragist hún á langinn. Höfundur er formaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Sonja Ýr Þorbergsdóttir Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Þegar kom í ljós að starfsfólk sveitarfélaganna fékk mismunandi laun fyrstu þrjá mánuði ársins eftir hvaða stéttafélagi það tilheyrði, töldum við í BSRB að málið yrði fljótafgreitt í ljósi sögunnar. Sveitarfélögin voru fyrstu atvinnurekendur landsins til að taka upp samræmt starfsmatskerfi sem hafði það að markmiði framfylgja jafnlaunaákvæðum laga og tryggja starfsfólki sömu laun fyrir sömu eða jafnkrefjandi störf óháð kyni, vinnustað eða stéttafélagi. Þetta markmið er í samræmi við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og dómaframkvæmd um að mismunandi kjarasamningar réttlæti ekki launamun fólks í sama starfi. Það eru mikil vonbrigði að deila þurfi um þennan sjálfsagða rétt fólks. Dæmi um störf sem eru talin jafnkrefjandi og þar með jafnverðmæt samkvæmt starfsmati eru frístundaleiðbeinandi, leiðbeinandi á leikskóla og skólaritari. Fólk sem starfar í þessum störfum er sem sagt á ólíkum vinnustöðum innan sveitarfélaga en sömu launum óháð því í hvaða stéttarfélagi þau eru. Það er algjörlega ljóst og hefur verið það í fjöldamörg ár að fólk í sömu störfum eigi að fá sömu laun, enda hefur það verið framkvæmdin hingað til. Sveitarfélögin fóru ekki ein í þetta verkefni að meta störfin með starfsmati heldur er það samstarfsverkefni þeirra og stéttarfélaga sem þau semja við og hefur verið í yfir tvo áratugi. Starfsmatið hefur jafnframt auðveldað stjórnendum að ákveða laun í samræmi við jafnlaunaákvæði jafnréttislaga og þar með fá jafnlaunavottun. Félagsfólk okkar sem starfar hjá sveitarfélögum þekkir vel til starfsmatsins og veit sem er að það á að geta treyst því að þau fái sömu laun og aðrir fyrir sömu eða sambærileg störf. Þetta traust er rofið og sveitarfélögin virðast ekki átta sig á því hvaða afleiðingar það mun hafa til framtíðar. Félagsfólk okkar er skiljanlega reitt yfir því að í janúar, febrúar og mars á þessu ári hafi þau verið á lægri launum en samstarfsfólk þeirra í sömu eða sambærilegum störfum sem er í öðrum stéttarfélögum. Þau eru reið og vonsvikin yfir því að til þurfi verkföll til að knýja fram þessa sjálfsögðu kröfu. Þær spurningar sem þau spyrja sig eru á borð við það hvort þau séu minna virði en samstarfsfólk þeirra og hvort þau vilji vinna hjá sveitarfélagi sem mismunar starfsfólki með þessum hætti. Sum íhuga jafnvel að segja upp. Þau spyrja sig einnig hvort þessi launamismunur sé í samræmi við jafnréttislög og þá jafnlaunavottun? Svarið er að sjálfsögðu nei – enda berast fregnir af því að þau sveitarfélög sem nýlega hófu endurnýjun jafnlaunavottunar eigi í hættu á að missa vottunina. Eftir stendur spurningin um hversu langt sveitarfélögin ætli að ganga í eigin hagsmunabaráttu sem bitnar harkalega á þeirra eigin starfsfólki, sem er á lægstu laununum á íslenskum vinnumarkaði þrátt fyrir að vinna ómissandi störf sem halda samfélaginu gangandi. Það eru sveitarfélögin sem bera ábyrgð sem atvinnurekendur þessa fólks – og það eru þau sem geta leyst deiluna og gengið að þeirri sjálfsögðu réttlætiskröfu að greiða sömu laun fyrir sömu störf. Ef það verður ekki gert munu sveitarfélögin finna enn frekar fyrir samfélagslegum kostnaði kjaradeilunnar dragist hún á langinn. Höfundur er formaður BSRB.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun