Lífið

Dóttir Arnhildar og Alfreðs komin í heiminn

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Arnhildur og Alfreð eignuðust frumburðinn 1.júní.
Arnhildur og Alfreð eignuðust frumburðinn 1.júní. Arnhildur Anna

Arnhildur Anna Árnadóttir kraftlyftingakona og kærasti hennar, Alfreð Már Hjaltalín, fyrrverandi knattspyrnumaður og heilsunuddari, eignuðust dóttur á dögunum.

Parið greinir frá gleðitíðindinum í sameiginlegri færslu samfélagsmiðlum með mynd af stúlkunni í fangi Alfreðs og dagsetningunni, 01.06.23. Um er að ræða fyrsta barn þeirra.

Hamingjuóskum rignir yfir parið frá þjóðþekktum Íslendingum. 

Má þar nefna skilaboð CrossFit konunni Katrínu Tönju Davíðsdóttur. 

„Ohhhh & lífið okkar besta varð bara ennþa BETRA! til hamingju elsku fallega fjölskylda - Katrín frænka hlakkar svo til að kyssa & knúsa & elska forever!“ segir Katrín Tanja.

Annie Mist Þórisdóttir Crossfit kempa sendi hamingjuóskir. 

„Innilega til hamingju með þetta gull fallega fjölskylda.“

Þá fylgja hamingjuóskir frá Hörpu Káradóttur förðunarfræðingi, Elísabetu Gunnarsdóttur tískudrottningu og Hafdísi Jónsdóttur, eiganda World Class svo einhverjir séu nefndir.

Í janúar greindu þau frá óléttunni með einkar skemmtilegum hætti á Instagram með mynd af þremur UGG- skóm og textanum: 

„Bráðum verðum við mamma og pabbi.“


Tengdar fréttir

Kraftlyftinga­kona og fót­bolta­kappi eiga von á barni

Arnhildur Anna Árnadóttir kraftlyftingakona og Alfreð Már Hjaltalín, fyrrverandi knattspyrnumaður og heilsunuddari, eiga von á sínu fyrsta barni saman. Þau greina frá tíðindunum á samfélagsmiðlum.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.