Lífið

Fundu mein­vörp í heila eftir ára­langa bar­áttu við brjósta­krabba

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Leikkonan Sarah Michelle Gellar er meðal þeirra sem hafa sent Doherty kveðju og hvatt hana til dáða.
Leikkonan Sarah Michelle Gellar er meðal þeirra sem hafa sent Doherty kveðju og hvatt hana til dáða. Getty/FilmMagic/Phillip Farone

Leikkonan Shannen Doherty, sem er þekktust fyrir að hafa leikið í sjónvarpsþáttunum Beverly Hills 90210 og Charmed, hefur greint frá því að meinvörp hafi fundist í heila í janúar.

Doherty glímir við brjóstakrabbamein sem mun að öllum líkindum draga hana til dauða.

„Ótti minn er augljós. Ég er haldin mikilli innilokunarkennd og það var margt í gangi í lífinu. En óttinn... ringulreiðin... tímasetningin... Svona getur krabbamein litið út,“ segir hún í færslu á Instagram, þar sem hún deildi myndskeiði af sjálfri sér í geislameðferð.

Doherty greindist fyrst með krabbamein árið 2014 og gekkst í kjölfarið undir brjóstnám og lyfja- og geislameðferð. Hún tilkynnti árið 2017 að krabbameinið væri á undanhaldi en þremur árum seinna var hún greind með ólæknandi krabbamein.

Á þeim tíma sagði hún samtali við Good Morning America að greiningin væri eitthvað sem hún ætti erfitt með að sætta sig við.

„Ég upplifi algjörlega daga þar sem ég spyr: Af hverju ég? Og svo: Ja, af hverju ekki ég? Hver annar? Hver annar en ég á þetta skilið? Ekkert okkar.“

Leikkonan hefur verið dugleg við að deila upplifun sinni af ferlinu á samfélagsmiðlum og notað þá til að vekja athygli á krabbameinsskimunum.

Margir kollega Doherty hafa brugðist við nýjustu fregnunum og hvatt hana til dáða.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.